Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2012, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2012, Blaðsíða 15
Partíin eru endurvakin Ég lít ekki á mig sem feita Ég ann þessu landi Jón Gunnar Geirdal ætlar að endurvekja Bond-partí með kampavíni og tilheyrandi. – DVYoko Ono er stödd hér á landi til að tendra friðarsúluna og veita friðarverðlaun. – DV.is Fordómar, mismunun og transfólk Spurningin „Já, mig dreymdi um daginn að ég væri að fá mér Coke og það var í lit.“ Almar Örn Ívarsson 27 ára atvinnulaus „Já, ég man það.“ Sandra Dögg Guðmundsdóttir 24 ára afgreiðsludama „Nei, ekki í dag. Mig dreymdi þó í lit áður fyrr.“ Egill Már Egilsson 24 ára matreiðslumaður „Já, ég man vel eftir draumun- um.“ Svanhildur Tekla Bryngeirsdóttir 16 ára nemi „Já, mér finnst ég muna það.“ Alexander Svavarsson 17 ára nemi Dreymir þig í lit? Í vor samþykkti Alþingi ný lög um réttarstöðu transfólks. Við vinnslu frumvarpsins þurfti ég að horfast í augu við mína eigin fordóma og það var ekki þægilegt. Við vinnslu málsins kom fjöldi fólks á fund velferðarnefndar og þar á meðal Anna Kristjánsdóttir. Ég hafði í gegnum tíðina fylgst með henni í fjöl- miðlum, lesið bloggpistlana hennar og þótt þeir skemmtilegir. En þetta var í fyrsta skipti sem ég hitti hana og það var ekki auðvelt. Ég hafði áhyggjur af því að horfa of mikið á hana, nota ekki rétt kynorð og spyrja kannski of mikið. Fundurinn var erfiður og óþægilegur. Ég fann að ég var ekki ein um að finnast það. Fátt er nefnilega stærri hluti af okk- ur en kyn okkar. Fyrsta spurningin þegar við fæðumst er oftast hvort við erum strákur eða stelpa, fötin og snuðin eru í „réttum“ lit og uppeldi okkar einkennist af líffræðilegu kyni. Eftir samþykkt laganna sat þetta allt saman í mér. Ég hef talið mig frekar hleypidóma- lausa manneskju og hef ekki oft þurft að horfast í augu við mína eigin for- dóma. Þó hef ég ætíð geymt með mér frásögnina frá opnun Helfararsafnsins í Washington DC, höfuðborg Banda- ríkjanna. Þar hófst sýningin á því að gestir urðu að velja á milli tveggja hurða. Yfir annarri stóð „án fordóma“ og hin „með fordómum“. Þegar fólk valdi hurðina merkt „án fordóma“ var hún læst. Þannig var fólk minnt á að enginn er án fordóma. Ekki þú og svo sannar- lega ekki ég. Því spurði ég sjálfa mig: Ef þetta voru mín „hleypidómalausu“ við- brögð, hvernig ætli staðan sé almennt varðandi mannréttindi transfólks? Ef- laust hefði verið auðveldast að hrista þetta af sér og sökkva sér í önnur við- fangsefni. Leyfa þessu bara að liggja og leyfa mér að hunsa þessi viðbrögð mín. Telja þau jafnvel eðlileg. En ég gat það ekki. Ég hafði því samband við Önnu og bað um að fá að hitta hana og ræða hvað þyrfti að gera. Hvað ég gæti gert? Hvað gæti Alþingi Íslendinga gert? Útskúfun, einelti og ofbeldi Á síðustu áratugum hafa Íslendingar tekið stór skref í átt að bættri réttar- stöðu samkynhneigðra og tvíkyn- hneigðra. Staða þessara hópa er orðin með því besta sem þekkist í heimin- um, en við eigum enn langt í land með að bæta stöðu transfólks. Transfólk er mun líklegra til að verða fyrir útskúfun, einelti og ofbeldi en flestir aðrir þjóð- félagshópar. Einfaldlega fyrir að vera það sjálft. Fáir hópar eru í jafn mikilli hættu á að verða fyrir ofbeldi í heimin- um og transfólk. Frá 1. janúar 2008 til 31. desember 2011 voru tilkynnt 816 morð á transfólki á heimsvísu. Talið er að í Bandaríkjunum sé stór hluti hatursmorða morð á transkon- um. Eitt af nýrri dæmunum um mis- þyrmingar á transfólki er frá Dan- mörku. Þangað hafði 22 ára gömul transkona frá Gvatemala flúið vegna ótta við ofbeldis verk þarlendra stjórn- valda. Þegar hún kom til Danmerkur var henni vísað í flóttamannabúðir fyr- ir einhleypa karla þar sem henni var margsinnis nauðgað áður en dönsk yfirvöld ákváðu að senda hana aftur til heimalandsins þar sem hennar beið ekkert nema dauðinn. Brottvísuninni var afstýrt á síðustu stundu og mál hennar tekið aftur upp. Nýlegt dæmi hér á landi er þegar transmaður var laminn á skemmtistað í Reykjavík fyrir að fara á karlasalernið. Þann 31. mars 2010 brást ráðherra- nefnd Evrópuráðsins við með því að gefa út tilmæli til aðildarríkja um að- ferðir til að berjast gegn mismunun á grundvelli kynhneigðar og kynvit- undar. Þar er bent á að mannréttindi samkynhneigðra, tvíkynhneigðra og transfólks þarfnist sérstakra aðgerða eigi þau að vera virk. Lagaleg vernd Með samþykkt laga um réttarstöðu fólks með kynáttunarvanda var ver- ið að bregðast við áliti setts umboðs- manns Alþingis. Í álitinu kom fram að réttarbótar væri þörf til að tryggja grundvallarmannréttindi transfólks með vísan til 71. gr. stjórnarskrárinnar. Nefndin sem samdi frumvarp það er varð að lögum um réttarstöðu fólks með kynáttunarvanda, nr. 57/2012, vakti athygli á því við velferðarráðherra og innanríkisráðherra að nauðsynlegt væri að leggja til breytingar á ákvæð- um almennra hegningarlaga er lúta annars vegar að refsiverðri mismunun í atvinnurekstri eða þjónustustarfsemi og hins vegar að smánun annarrar manneskju, vegna þjóðernis, litarhátt- ar, kynþáttar, trúarbragða eða kyn- hneigðar. Því hef ég lagt fram frumvarp sem tryggir réttarstöðu transfólks þannig að refsivert verði fyrir aðila í atvinnu- rekstri eða þjónustustarfsemi að neita manneskju um vöru eða þjónustu vegna kynvitundar hennar og að sama skapi verði refsivert að ráðast opinber- lega með háði, smánun, ógnun eða á annan hátt á manneskju vegna kyn- vitundar hennar. Með samþykkt þessa frumvarps yrði vernd transfólks gegn mismunun sambærileg og nú er vegna mismununar á grundvelli þjóðernis, litarháttar, kynþáttar, trúarbragða og kynhneigðar. Lagaleg vernd tekur þó aðeins á af- leiðingum mismununar í garð trans- fólks. Til að takast á við mismununina sjálfa þurfum við, hvert og eitt, að horf- ast í augu við eigin fordóma og taka á þeim. Friðarsinnar Yoko Ono veitti friðarverðlaun kennd við eiginmann sinn, John Lennon, í tónlistarhúsinu Hörpu á þriðjudag. Jón Gnarr borgarstjóri flutti ræðu við mikinn fögnuð viðstaddra. Hér er hann ásamt Yoko Ono og Lady Gaga. Mynd Sigtryggur AriMyndin Umræða 15Miðvikudagur 10. október 2012 Hann vildi ekki sleppa mér Lögreglumaður í Búlgaríu vildi ekki sleppa Ásdísi Rán nema hún gæfi honum símanúmerið sitt. – DV „Transfólk er mun líklegra til að verða fyrir út- skúfun, einelti og ofbeldi en flestir aðrir þjóðfélags- hópar. Aðsent Eygló Harðardóttir 1 Leigubílstjóri og lögregla á eftir Ásdísi Rán Vinsældir fyrirsætunnar í Búlgaríu til trafala. 2 Fjarlægðu maga stúlku sem fékk drykk með fljótandi köfnunarefni Varð andstutt og fann fyrir miklum magaverkjum. 3 Fyrrverandi klappstýra gekkst við broti gegn nem- anda Konan yfirgaf réttarsalinn með nemandanum. 4 Framkvæmdastjórinn brást eftirlitsskyldu Fylgdist ekki með fjármunum UMFÍ sem töpuðust hjá VBS. 5 Á yfir höfði sér lífstíðarfang-elsi fyrir að misþyrma dóttur sinni Límdi hendur hennar við vegg og beitti hana barsmíðum. 6 Lady Gaga komin til Íslands Hitti aðdáanda við Hótel Borg og gaf sig á tal við hann. 7 Lady Gaga hrærð yfir friðar-verðlaunaafhendingu „Ég er ungur og óreyndur aktífisti,“ sagði Lady Gaga hrærð þegar hún tók við friðarverðlaunum LennonOno. Mest lesið á DV.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.