Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2012, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2012, Blaðsíða 8
Vilja eyða fordómum 8 Fréttir 10. október 2012 Miðvikudagur n Clara og Katla hafa báðar barist við geðraskanir n Vilja eyða fordómum Þ essi samtök eru vettvangur til þess að fá að vera maður sjálf- ur,“ segir Clara Regína Lud- wig, ein stofnenda Unghuga, samtaka fyrir ungt fólk með geðraskanir. Hún situr í húsakynn- um DV ásamt Kötlu Björgu Kristjáns- dóttur sem er líka meðlimur í sam- tökunum Unghugum sem er hópur innan Hugarafls. Hugarafl var stofnað í júní 2003 af fólki í bata, sem átt hafa við geðræna erfiðleika að stríða og iðjuþjálfum með víðtæka reynslu af geðheilbrigð- ismálum. Unghugar voru stofnað- ir í ágúst 2009 og hugmyndin var að mæta þörfum ungs fólks, sem hef- ur upplifað geðraskanir eða aðra erf- iðleika. Algengt er að þessir einstak- lingar upplifi félagslega einangrun eftir að hafa glímt við andleg veikindi og eiga erfitt með að feta veginn aftur út í lífið. Í dag, 10. október, er Alþjóð- legi geðheilbrigðisdagurinn og þess vegna hafa þær Clara og Katla sam- þykkt að deila sögum sínum, með von um að þær geti hjálpað öðrum að leita sér hjálpar. Húmor fyrir veikindunum Þrátt fyrir að vera báðar nokkuð ungar að árum, Clara er 30 ára og Katla 22 ára þá hafa þær báðar þurft að glíma við erfið andleg veikindi yfir ævina. Sögur þeirra Clöru og Kötlu eru ólíkar en báðar eiga þær það sameig- inlegt að hafa misst stjórn og að hafa þurft að taka það skref að viðurkenna að þær þyrftu á hjálp að halda. Nokk- uð sem þær segja báðar hafa ver- ið mjög erfitt. Þær eru í bata í dag og hafa það meðal annars að þakka þeim góða stuðningi sem þær fá í gegnum Unghugana. Ekki er að sjá á þeim að þær hafi glímt við veikindi þegar þær sitja hlæjandi í sófanum enda sjást andleg veikindi sjaldnast utan á fólki. Þær segjast hafa lært að hafa húmor fyrir veikindunum; „Það þýðir ekkert annað,“ segir Katla hlæjandi. Þær eru báðar virkar í starfi Unghuganna og segja það hjálpa þeim mikið að geta rætt um reynslu sína við fólk sem hef- ur svipaða reynslu að baki. Íhugaði sjálfsmorð 10 ára En það er löng leið sem þær stöllur hafa gengið til þess að geta gantast með veikindin. Clara segist hafa verið farin að finna fyrir einkennum kvíða- röskunar um 8 ára aldur og þegar hún var 10 ára var hún farin að hugsa hvernig hún gæti endað líf sitt. Hún var lögð í hrottalegt einelti af sam- nemendum sínum og leið vítiskval- ir á skólagöngu sinni. „Ég lenti í ein- elti í leikskóla og grunnskóla af hendi sömu krakkanna. Ég var flutt á milli skóla og var í þremur grunnskólum. Meðan ég var í fyrsta grunnskólanum þá var mér nauðgað af strák í hverf- inu. Eftir það fór ég í Landakotsskóla og var lögð í einelti þar af kennara,“ segir hún en kennarinn sem um ræð- ir er Margrét Muller sem DV hefur meðal annars fjallað um en margir fyrrum nemendur skólans hafa lýst því hvernig hún beitti börnin and- legu og líkamlegu ofbeldi. Þegar hún var komin á síðasta stig grunnskólans fór hún í nýjan skóla. „Þá eignaðist ég í fyrsta skipti vini,“ segir hún brosandi. „Og það eru vinir mínir enn í dag.“ Vendipunkturinn Þegar hún kom í framhaldsskóla þá var hún þó orðin mikið andlega veik. Það var vendipunktur í lífi hennar þegar hún áttaði sig á að hún þyrfti hjálp. Þá var hún við það að fara að skaða ekki bara sjálfa sig, held- ur líka annan aðila. „Ég kalla þetta nótt sturlunar hjá mér. Þá var ég föst í hugsunum um að meiða aðra og meiða sjálfa mig. Svo sem betur fer rann upp fyrir mér svona „moment of clarity.“ Þetta var um miðja nótt og ég sat og var við það að fara fremja eitt- hvað ódæði sem ég hefði séð eftir og allt í einu rofaði til í heilanum á mér og ég áttaði mig á því að ég þyrfti svo sannarlega á hjálp að halda. Daginn eftir fór ég á bráðamóttöku geðdeild- ar og fékk hjálp.“ Hún segir það hafa skipt höfuð- máli í sínu lífi að hafa fengið hjálp þó að veikindunum væri langt því frá lokið, og verði kannski aldrei. Þetta sé stöðug vinna og mikilvægt að vinna í sjálfum sér. „Ég hitti geðlækni og fór í iðjuþjálfun á Hringbraut. Síðan fór ég í Hvíta bandið og svo í Janus endur- hæfingu. Síðan kem ég inn í Hugar- afl,“ segir Clara og tekur fram að þetta hafi tekið sinn tíma. Þó hún hafi viðurkennt veikindin þarna á þessum tímapunkti þá var þeim engan veg- inn lokið. Eitt skipti var hún það veik að hún þurfti að leggjast inn á deild. „Þá var mikið að gerast í mínu lífi og mjög erfitt hjá mér, mamma var veik af krabbameini og þetta var bara yfir- þyrmandi. Þá tók ég fullt af pillum og ætlaði bara að klára þetta. Þá var ég lögð inn á deild og fór að vinna enn betur í mínum málum.“ Með ranghugmyndir Katla hefur líka glímt við erfið andleg veikindi. Í hennar tilviki gerði hún sér þó ekki grein fyrir veikindun- um og var uppfull af ranghugmynd- um. „Ég var búin að vera þunglynd í mörg ár en svo árið 2010 veikist ég af geðklofa. Þá fór ég fyrst að viður- kenna veikindi mín. Ég var í afneitun en þegar ég lenti í geðrofinu þá þurfti ég að fara inn á geðdeild og fá hjálp. Ég var með mjög mikið af ranghug- myndum, ég hélt ég væri ekkert veik, ég hélt bara að heimurinn væri bú- inn að breytast. Ég hélt að það væri einhver á eftir mér, þetta voru svona ofsóknarhugmyndir og ýmislegt þannig. Svo var ég með ofsjónir og svona,“ segir Katla og segir ástandið hafa varað í um mánuð. Hún var lögð inn á geðdeild. „Ég hafði þá verið að djamma þrjá daga í röð og vansvefta og það hefur líklega „trigger-að“ þetta. Ég fór upp á spítala til þess að fá hjálp á laugardeginum en þá hélt fólkið bara að ég væri full eða á eitur- lyfjum. Ég hringdi heim í foreldra mína og þau skildu ekkert hvað ég væri að gera þarna,“ segir Katla. Hún fór svo í skólann á mánudeginum og var ekki með sjálfri sér. Vinkona hennar hringdi í móður hennar og lýsti yfir áhyggjum sínum. „Ég var að segja bara einhverja vitleysu við alla. Vinkona mín hringdi í mömmu og sagði að það væri eitthvað ekki allt í lagi með mig,“ segir hún. Í kjölfarið var hún lögð inn á geðdeild og fékk hjálp. Fyrst var hún mjög ósátt. „Ég hélt að allir væru bara á móti mér og þau ætluðu að vista mig inn á geð- deild til eilífðar.“ Hætti á lyfjunum Hún vann í sínum málum og hélt hún væri á góðri braut. Hún var komin á fullt í starfinu hjá Unghug- um og leið vel. Hún hætti á lyfjunum og hélt að hún væri í góðu standi. „Ég hélt svo partí sem endaði á því að ég brjálaðist. Henti öllum út og bara snappaði, henti hlutum út um allt,“ segir hún og hlær dálítið vand- ræðalega og horfir á Clöru sem var á staðnum ásamt fleiri félögum þeirra úr Unghugunum. „Þá hélt ég bara að ég væri ekki með þennan sjúk- dóm lengur, hélt bara að þetta væri eitt skipti og var hætt á lyfjunum. Svo fór ég að drekka og þá kom í ljós að ég var ekki læknuð. Þetta var enn til staðar og verður örugglega alltaf. Þetta fór allavega svona,“ segir hún. Fordómar vegna veikindanna Þær segja báðar að starfið í Unghug- um hjálpi þeim mikið. Þar fái þær tækifæri til þess að vera þær sjálfar í kringum fólk sem skilur hvað þær eru að ganga í gegnum. Unghugar hittast á fundum einu sinni í viku og gera reglulega eitthvað skemmti- legt saman. „Við erum með spila- kvöld, eldum saman og bara svona ýmislegt,“ segir Clara en hún er ein af stofnendum hópsins. Hópurinn var stofnaður af yngra fólki innan Hugarafls. „Ég held að allir sem eru að glíma við svona geðraskanir, sérstaklega þunglyndi, séu alltaf að setja upp grímur. Maður er með grímu fyrir fjölskylduna og grímu út á við. Svo er viðkomandi að þjást svo mikið innra með sér en hann sýnir það aldrei. En þarna erum við við sjálf. Ef mér líður illa þá kannski mæti ég ekki og það skilja það allir. Ef manni líður illa eða er kvíðinn eða eitthvað þá getur maður talað um það og mætir enda- lausum skilningi og þolinmæði. Og við sýnum það sama á móti. Við skiljum hvort annað. Ég er einmitt búin að vera hugsa mikið sjálf hvar ég væri án þeirra og ég hugsa ég væri ekkert sérstaklega vel stödd,“ segir Clara. Báðar segjast þær hafa fund- ið fyrir miklum fordómum vegna veikinda sinna. „Þegar ég veiktist þá hættu margir að tala við mig,“ segir Katla. „Fólk var bara hrætt, það vissi ekkert hvað þetta var. Þá fann maður fyrir miklum fordómum,“ segir hún. Ýmislegt framundan Stöllurnar vilja eyða fordómum gegn geðsjúkdómum. „Við gerum það með því að tala um sjúkdóm- inn,“ segir Clara en segir að það geti reynst erfitt að opna sig svona. „En vonandi hjálpar það öðrum.“ Unghugar vinna ötult starf og eru með ýmis verkefni í gangi til að efla starfið. Fólk þarf ekkert að hafa neina greiningu til þess að koma. Bara að hafa upplifað það að líða illa,“ segir Clara og hvetur ungt fólk til þess að kynna sér málið. Hún veit það á eigin skinni hversu mikið það hefur hjálpað sér að fá stuðning. Það er ýmislegt framundan í starfi Unghuganna. „Við erum alltaf að finna upp á einhverju nýju. Við erum til dæmis að byrja með áhuga- málafundi þar sem fólk kemur með hugmyndir af hlutum sem því langar til að prófa og kannski hefur ekki þorað að prófa og vill hafa fleiri með sér í,“ segir Katla. Þær hvetja ungt fólk sem hefur átt við geðsjúkdóma að stríða að koma og kynna sér starfið. „Við hvetjum fólk til þess að koma líka oftar en einu sinni. Sumir koma bara einu sinni og ákveða að þetta sé ekki fyr- ir sig. En við viljum að fólk gefi þessu séns og sé allavega í mánuð. Þeir sem hafa gert það hafa margir orðið virkir í félaginu,“ segir Clara. „Mér leist ekkert á þetta fyrst,“ segir Katla hlæjandi. „Mér fannst þið bara vera einhverjir lúðar,“ segir hún og horfir hlæjandi á Clöru. „Sem betur fer gaf ég þessu séns og er mjög þakklát fyr- ir það,“ segir hún brosandi. Fundir Unghuganna eru haldnir á miðvikudögum klukkan 18 í hús- næði Hugarafls í Borgartúni 22. n Valdeflingar- punktarnir 15 1. Að hafa vald til að taka ákvarðanir. 2. Að hafa aðgang að upplýsingum og úrræðum. 3. Að hafa næga valkosti. 4. Að efla ákveðni. 5. Að vekja væntingar um að einstakl­ ingurinn geti haft áhrif (að vera vongóður). 6. Að læra að hugsa á gagnrýninn hátt, að komast upp úr hjólförunum, að sjá hluti á annan hátt. 7. Að læra um reiði og láta hana í ljós. 8. Að finnast maður ekki vera einn, finnast maður vera hluti af hópi. 9. Að skilja að fólk hefur réttindi. 10. Að hafa áhrif á breytingar í eigin lífi og eigin samfélagi. 11. Að tileinka sér nýja hæfileika sem einstaklingurinn telur mikilvæga. 12. Að breyta skynjun annarra á eigin hæfni og getu til athafna. 13. Að koma út úr skápnum. 14. Að einstaklingurinn stuðli sjálfur að viðvarandi þroska og breytingum. 15. Að efla jákvæða sjálfsmynd og vinna bug á fordómum. Nánar er hægt að kynna sér Valdeflinga­ punktana inn á heimasíðunni unghugar.is 10. október Í dag 10. október er Alþjóða geðheil­ brigðisdagurinn. Haldið er upp á daginn víðsvegar í heiminum en það voru Alþjóðasamtök um geðheilsu sem fyrst héldu upp á daginn árið 1992 en á Íslandi hefur verið haldið upp á daginn frá árinu 1996. Markmið dagsins er að vekja athygli á geðheilbrigðismálum, fræða almenning um geðrækt og geðsjúk­ dóma og sporna gegn fordómum í garð geðsjúkra. Alþjóðlegt þema dagsins í dag er Þunglyndi er alheimsvandamál. Dag­ skrá í tilefni dagsins fer fram í Gamla Bíó í dag, miðvikudag, en áður en hún hefst verður gengið í skemmtigöngu niður Skólavörðustíginn og hefst gangan kl. 16.30 og gengið verður niður í Gamla Bíó. Nánari upplýsingar má finna inn á: www.10.okt.com Viktoría Hermannsdóttir blaðamaður skrifar viktoria@dv.is „Ég hélt að allir væru bara á móti mér og ætluðu að vista mig inn á geðdeild til eilífðar. Standa saman Þær Clara og Katla eru báðar meðlimir í Unghugum. Þær segja starfið þar hafa hjálpað sér mikið og vilja eyða fordómum gegn geðsjúkdómum. Mynd Sigtryggur Ari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.