Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2012, Page 18

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2012, Page 18
Njóttu meNNiNgar á hagkvæmaN hátt Sparar með því að sleppa þvotti n Þvær fötin í sturtu n Notar vatn í stað klósettpappírs Í kreppunni hafa ef til vill margir þurft að sníða sér stakk eftir vexti. En hvar liggja mörkin á milli þess að vera nirfill og þess að vera sparsamur? Í þáttun- um Extreme Cheapskates á sjón- varpsstöðinni TLC er fylgst með nokkrum sparsömum einstakling- um og hvernig þeir lifa. Í fyrsta þættinum var kynntur til leiks New York-búinn Kay. Spar- semi hennar hefur vakið gífurlega mikla athygli en Kay hefur ekki þvegið þvott á hefðbundinn máta í heil þrjú ár og þá notar hún aldrei pappírsþurrkur eða salernis- pappír. Kay notar ekki þvottavél eða þurrkara. „Þegar ég þarf að þvo óhrein föt, reyni ég að þvo þau meðan ég er í sturtu,“ segir hún. „Ég held að síðasta skipti sem ég þvoði þvott á hefðbundinn máta hafi mögulega verið fyrir þremur árum.“ Svona fer Kay að: Hún þvær föt- in með þvottaefni sem hún fær frítt í formi prufa. Hún nuddar óhrein- indin úr fötunum meðan hún sjálf fer í sturtu og hengir þau svo til þerris í sturtuklefanum. Hún sér heldur enga þörf á að nota pappír til hreinlætis og hefur skipt út klósettpappírnum fyrir vatnsbrúsa og segir vatnið duga vel til þvotta eftir klósettferðirnar. „Ég trúi ekki á það að eyða pen- ingum í eitthvað sem þú hend- ir hvort sem er, svo sem klósett- pappír eða pappírsþurrkur,“ segir hin sparsama Kay. n kristjana@dv.is 18 Neytendur 10. október 2012 Miðvikudagur Algengt verð 257,40 kr. 260,60 kr. Algengt verð 257,20 kr. 260,40 kr. Höfuðborgarsv. 257,10 kr. 260,30 kr. Algengt verð 257,40 kr. 260,60 kr. Algengt verð 259,60 kr. 260,60 kr. Melabraut 257,20 kr. 260,40 kr. Eldsneytisverð 9. okt. BeNsíN Dísilolía Miðla viskunni n Lofið að þessu sinni fær Reykja- víkurborg fyrir framtak sitt Heilahristing. Börn í grunnskól- um Reykjavíkur geta sótt sér að- stoð við heimanámið á þremur bókasöfnum í borginni og fá að- stoð eldri borgara og háskólanema. Á Borgar bókasafni Reykjavíkur í Tryggvagötu er tekið á móti börn- um á þriðjudögum og fimmtudög- um frá 15 til 17 og fá þau ávexti og safa að til að sækja sér orku. Lofsvert fram- tak og góð hugmynd að virkja eldri borgara til að miðla visku sinni til hinna yngri. Heilahristing- ur er í boði fyrir fyrir nemendur í 5.–10. bekk. Kreditkortið ekki nóg n Lastið að þessu sinni fær versl- unin BT í Skeifunni. Viðskiptavin- ur ætlaði að kaupa Playstation 3 leikjatölvu, leik og stýripinna í BT í Skeifunni um daginn. Hann hugð- ist gera raðgreiðslusamning með kreditkortinu sínu og reiddi það fram fyrir upphæðinni, sem nam hátt í hundrað þúsund krónur, en var þá krafinn um önnur skilríki; ökuskírteini eða debetkort. Það hafði hann ekki meðferðis en af- greiðslumaðurinn stóð fastur á sínu. „Ég fer þá bara yfir í ELKO hérna í næsta húsi,“ sagði við- skiptavinurinn við afgreiðslumann- inn. Það gerði hann og verslaði þar vörur fyrir rétt liðlega hundrað þús- und krónur sem hann dreifði á rað- greiðslusamning án vandkvæða. DV hafði samband við verslunar- stjóra í BT í Skeifunni og bar málið undir hann. Sagði hann starfs- menn ættu eingöngu að biðja um önnur skilríki ef viðskipta- vinur væri að gera raðgreiðslusamn- ing. „Þetta er í raun bara öryggi korthafa og til að koma í veg fyrir að kort séu misnotuð og það kemur til af dapurlegri reynslu að þessi regla er sett.“ Lof og last Sendið lof eða last á neytendur@dv.is Öfgafullur sparnaður Fylgst er með sparnaði Kay í þáttunum Extreme Cheapskates sem sýndir eru á TLC-sjónvarpsstöðinni. n Kauptu áskriftarkort í leikhús n Kynntu þér fríðindi kvikmyndahúsa E f þú sækir reglulega leiksýn- ingar, ferð á sinfóníutón- leika eða skellir þér í kvik- myndahús er um að gera að nýta þá afslætti og fríðindi sem boðið er upp á. Miðaverð með áskriftarkortum leikhúsanna getur til að mynda verið þrjátíu prósent- um lægra en ef keyptir eru miðar á stakar sýningar. Þá bjóða sum kvik- myndahúsanna upp á fríðindakort sem veita töluverðan afslátt bæði af miðaverði og veitingum. Borgarleikhús Áskriftarkort Borgarleikhússins tryggir leikhúsgestum fjórar sýningar að eigin vali á aðeins 12.900 krónur. Almennt miðaverð á sýningar leikhússins er 4.400 krónur svo afslátturinn er um þrjátíu prósent. Þeir sem eru yngri en 25 ára fá áskriftarkort á 8.900 krónur. Kortin virka þannig að leikhús- gestir velja þær sýningar sem þeir vilja sjá og fá úthlutað sýningardög- um. Nokkrum dögum fyrir sýningar eru sendar áminningar með smá- skilaboðum. Ef dagsetningarnar henta ekki hverju sinni skal hafa samband við miðasölu þar sem starfsfólk aðstoðar gesti eftir fremsta megni. Þjóðleikhús Áskriftarkort Þjóð- leikhússins eru á sama verði, eða 12.900 krónur. Al- mennt miðaverð er það sama, 4.400 krón- ur, og því afslátturinn einnig sá sami. Ungmennakortin, fyrir 25 ára og yngri eru þó dýrari hjá Þjóðleikhús- inu og kosta 9.900 krónur. Innifalið í áskriftarkortinu eru fjórar sýningar að eigin vali af allri dagskrá vetrarins. sinfóníuhljómsveit íslands Áskrift af tónleikum Sinfóníu- hljómsveitar Íslands veit- ir tuttugu prósenta afslátt af venjulegu miðaverði og er jafn- framt hvatning til að sækja tón- leika reglulega. Áskrifendur ganga að sætum sínum vísum og eiga for- kaupsrétt þegar áskrift er endurnýj- uð. Þá fá áskrifendur tíu prósenta af- slátt af viðbótarmiðum á alla tónleika. Hægt er að kaupa mismunandi gerðir áskriftarraða og er afslátturinn meiri eftir því sem fleiri raðir eru keyptar. Ef keyptar eru tvær áskriftarraðir er veittur tuttugu og fimm prósenta afsláttur en ef keyptar eru þrjár er af- slátturinn þrjátíu prósent. Bíó Paradís Hægt er að kaupa árskort í Bíó Para- dís á 10.900 krónur. Sé miðað við að kortagestir sæki tólf sýningar á ári er afslátturinn tuttugu og átta prósent. Ýmis önnur fríðindi fylgja þó kortun- um sem gera afsláttinn enn veglegri. n Ein frí sýning í mánuði. n Tveir fyrir einn á frumsýn- ingar mynda á fyrsta almenna sýningardegi. n Fimmtán prósenta afsláttur af almennu miðaverði (nemar, eldri borgarar og öryrkjar fá tutt- ugu og fimm prósenta afslátt). n Mánaðarleg tilboð á almenningum veitingum, þar með talið léttvín. n Ýmiss konar sértilboð hjá sam- starfsaðilum Bíó Paradísar sem kynnt eru jafnóðum. sambíóin Fríðindakort Sambíóanna nefnist Bíókortið. Um er ræða kort sem hægt er að fylla á með mismun- andi tilboðspökkum. Bæði er um að ræða lægra miðaverð á kvikmyndasýningar og ódýrari veitingar. Hægt er að fylla á kortin á netinu og í miðasölum Sambíó- anna. Hægt er að nálgast bíókortin í miðasölu Sambíóanna í Álfa- bakka. n Sólrún Lilja Ragnarsdóttir blaðamaður skrifar solrun@dv.is Menning Áskrift- arkort leikhúsanna veita allt að þrjátíu prósenta afslátt af leiksýningum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.