Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2012, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2012, Blaðsíða 14
Sandkorn S jálfstæðisflokkurinn og fylgis­ menn hans berjast nú af mikl­ um móð gegn því að tillögur um nýja stjórnarskrá verði samþykktar í komandi þjóðar­ atkvæðagreiðslu. Formaður flokks­ ins, Bjarni Benediktsson, hefur lagt línuna: „Það bara er svo fjarri því að heildarniðurstaðan geti verið grund­ völlur að nýrri stjórnarskrá fyrir okkur Íslendinga.“ Í vikunni hefur inngróin andstaða flokksins við frumvarpið meðal annars birst í tittlingaskít eins og andstöðu borgarfulltrúa flokksins í Reykjavík við að einn stjórnlagaráðs­ fulltrúi taki þátt í kynningarfundi um tillögurnar á opnum fundi í Borgar­ bókasafninu. Nú tíðkast bæði hin breiðu spjót Sjálfstæðisflokksins og hin smærri. Allt skal gert til að stöðva frumvarp­ ið í fæðingu; allt skal gert til að koma í veg fyrir breytingar á samfélaginu sem flokkurinn skapaði og mótaði í ríkis­ stjórnartíð sinni frá 1991 til ársbyrjun­ ar 2009; allt skal gert – bara allt – til að koma höggi á núverandi ríkisstjórn. Engu má breyta, enda þarf engu að breyta þar sem allt er í stakasta lagi: Bankahrunið 2008 var einhverjum öðrum að kenna en ríkisstjórnarverk­ um flokksins. Óbreytt Ísland er æski­ legt því breytingar eru hættulegar í eðli sínu. „Þessi rannsóknarskýrsla og þetta allt saman er að þvælast eitthvað fyrir okkur tímabundið,“ sagði Ólöf Nordal, varaformaður flokksins, í maí 2010 rétt eftir að skýrslan var komin úr prenti og landinn hafði ekki einu sinni byrjað að ná utan um inntak hennar. Sjálfstæðisflokkurinn vill heldur ekki að fram fari rannsókn á einkavæð­ ingu Landsbankans og Búnaðarbank­ ans og tekur ekki þátt í að leggja fram tillögu á Alþingi þess efnis. Tillagan dagaði uppi á síðasta þingi en hefur nú verið lögð fram aftur. Samt hafði fyrrverandi formaður flokksins, Geir H. Haarde, viðurkennt stór mistök í einkavæðingu bankanna í ríkisstjórn­ artíð Sjálfstæðisflokksins: „En stærstu mistök okkar sjálfstæðismanna sem tengjast bankakerfinu og hruni þess voru gerð við einkavæðingu bank­ anna fyrir rúmlega sex árum.“ Þetta sagði Geir á landsfundinum 2009 – auðmjúkt var af honum að gangast við mistökum fyrir hönd flokksins– tæpu ári áður en Ólöf sagði banka­ hrunið vera að „þvælast“ fyrir okkur „tímabundið“. Sjálfstæðisflokkurinn vill því ekki að fram fari rannsókn á máli þar sem sjálfur formaður flokks­ ins hefur viðurkennt að flokkurinn hafi gert mistök. Orð Geirs skila sér því ekki á borði hjá Sjálfstæðisflokknum. Nú geta allir gert mistök – einstakl­ ingar, samtök, stjórnmálaflokkar, fyrir­ tæki og aðrir lögaðilar – en það mikil­ vægasta við mistökin er að læra af þeim til að geta breytt öðruvísi næst. Sjálfstæðisflokkurinn virðist eiga erfitt með að horfast í augu við eigin mis­ tök, viðurkenna þau og læra af þeim. Þetta er lykilforsenda þess að geta horft fram á veginn og hætt að láta for­ tíðina „þvælast fyrir“ sér. Sjálfstæðis­ flokkurinn tekur nú hins vegar þver­ öfugan pól í hæðina: Hann neitar að viðurkenna eigin mistök og berst gegn breytingum á núverandi stjórnskipun sem meðal annars er ætlað að minnka líkurnar á því að mistökin endurtaki sig, meðal annars með auknu gagnsæi, meiri aðkomu almennings að stjórn landsins og betri vinnubrögðum í stjórnsýslunni. Ef hægt væri að sækja lögaðila til saka á Íslandi hefði sennilegast átt að byrja á Sjálfstæðisflokknum í uppgjör­ inu við hrunið. Geir H. Haarde hefur sjálfur viðurkennt ein stærstu mistök flokksins þar sem pólitísk spilling og hagsmunir flokksins réðu ríkjum við sölu ríkisbanka. Sjálfstæðisflokkurinn ber mesta – langmesta – ábyrgð ís­ lenskra stjórnmálaflokka á efnahags­ hruninu. Flokkurinn bjó til hinn sam­ félagslega og efnahagslega ramma hrunsins með frjálshyggjuvæðingu þjóðfélagsins. En slíkur málarekstur er ekki mögulegur lögum samkvæmt þrátt fyrir að siðferðisleg ábyrgð lög­ aðila eins og stjórnmálaflokks hljóti að vera öllum ljós. Málflutningur Sjálfstæðisflokksins í þessum tveimur málum lýsir sér í for­ tíðarblindu og afneitun á staðreyndum sögunnar. Flokkurinn vill að allt verði áfram líkt og það hefur verið. Hrunið gerðist í einhverju öðru landi og var einhverjum öðrum að kenna. Um þessa blindu Sjálfstæðisflokksins má heimfæra eftirfarandi orð sem birtust í nýlegri bók, Group Agency: The Possi­ bility and Design of Corporate Agents, eftir Christian List og Philip Petit: „Mörg samtök, pólitísk, efnahagsleg og borgaraleg, reyna oft að fjarlægja sig frá fyrri stefnu sinni eða gjörðum til að reyna að endurmóta eðli sitt. Rétt eins og ég get vísað til þess hvernig ég var í fortíðinni og sagt að ég sé ekki leng­ ur svona þá geta talsmenn samtaka, stjórnmálaflokka, fyrirtækja eða þjóð­ ríkja sagt um eigin fortíð: „Við erum ekki svona lengur“; „Við erum ekki kirkjan sem dæmdi Galileo“; „Við erum ekki þjóðin sem flutti indíána nauð­ ungarflutningum frá heimkynnum sínum“; „Við erum ekki lengur fyrir­ tækið sem gerði samstarfssamninga við nasista.“ Þannig virðist Sjálfstæðisflokk­ urinn líta svo á að hann beri ekki ábyrgð á því sem hann ber augljósa ábyrgð á mest allra íslenskra stjórn­ málaflokka: Hruninu: „Við erum ekki flokkurinn sem stýrði Íslandi inn í hrunið,“ gæti blindur sjálfstæðismaður sagt. Sorglegar tilraunir flokksins til að reyna að koma í veg fyrir nauðsynlegar breytingar sem komið hafa til umræðu í kjölfar hrunsins vegna síðustu valda­ tíðar hans sýna að flokkurinn neitar að horfast í augu við eigin ábyrgð og læra af fortíðinni til að minnka líkurnar á öðru kerfishruni. Almannahagsmun­ ir víkja því fyrir sérhagsmunum Sjálf­ stæðisflokksins. Flokkurinn er með öðrum orðum forhertur. Barnapía fram n Búast má við hörku átökum hjá sjálfstæðismönnum í Suðurkjördæmi þar sem Árni Johnsen al­ þingismað­ ur sækir að fyrsta sætinu þar sem Ragnheiður Elín Árna­ dóttir er fyr­ ir á fleti. Ásmundur Friðriks­ son, brottrekinn bæjarstjóri í Garði, býður sig fram í þriðja sæti. Hann og Ragnheiður Elín eru tengd sterkum böndum en Ásmundur var eins kon­ ar kosningastjóri hennar og bílstjóri fyrir síðustu kosn­ ingar. Gekk hann þá undir gælunafninu „barnapían“ en hann gætti hvítvoðungs Ragnheiðar á meðan hún talaði við kjósendur. Minnið farið n Leyniplagg Bónusfeðga sem lýsir því að Bónus­ grísinn sé í eigu hönnuð­ ar hans ef Jóhannes Jónsson og Jón Ásgeir Jóhannes­ son fari úr eigenda­ hópnum þykir vera hið dular­ fyllsta. Harð­ ar og hatrammar deilur hafa verið um grísinn árum saman og hafa feðgarnir þvertekið fyrir að samning­ ur sé til um að Edith Randý Ásgeirsdóttir hönnuður eigi tilkall til gríssins. Um það leyti sem Bónus féll í kjöltu Arion banka dúkkaði samn­ ingurinn upp undirritað­ ur af feðgunum og Edith. Það er samherji og lögmað­ ur Jóns Ásgeirs, Sigurður G. Guðjónsson, sem sækir mál­ ið fyrir Edith en Jóhann­ es sjálfur man ekki lengur neitt. Friðrik og Friðbjörn n Innan Landssambands íslenskra útgerðarmanna eru útgerðarmenn lítt kátir með fram­ göngu Friðriks J. Arngríms­ sonar fram­ kvæmda­ stjóra sem hefur ausið stórfé í fyr­ irtæki Friðbjörns Orra Ketils­ sonar, eiganda að hatursvefn­ um amx.is. Friðrik höfðaði meiðyrðamál á hendur Ólafi Arnarsyni bloggara sem hélt því fram að samtökin væru að baki Friðbirni sem skrif­ ar gjarnan í þágu LÍÚ. Hermt er að innan raða útgerðar­ manna ofbjóði mörgum. Efast um formann n Innan Framsóknar er að myndast forystukreppa eft­ ir að Sigmundur Davíð Gunn­ laugsson formaður ákvað að hjóla í Höskuld Þórhallsson í Norðausturkjördæmi. Efa­ semdir eru um Sigmund sem formann. Innan þingflokks­ ins vilja sumir skipta um for­ mann. Það kann þó að verða torsótt þar sem Sigmundur nýtur eindregins stuðnings þungavigtarmanna á borð við Þórólf Gíslason, kaupfé­ lagsstjóra í Skagafirði. Ég er ungur og óreyndur aktívisti Ég lít ekki á mig sem feita Lady Gaga tók við friðarverðlaunum LennonOno á þriðjdag í Hörpu. – DV.is Margrét Erla Maack fær athugasemdir um vaxtarlag sitt. – DV.is Forhertur flokkur„Við erum ekki flokk- urinn sem stýrði Íslandi inn í hrunið S tundum er sagt að stjórnarskráin hafi ekki valdið hruninu. Það er alveg rétt en við sem lentum í þeim ósköpum öllum og viljum nýtt og betra samfélag hljótum að spyrja okkur hvort hægt sé að koma í veg fyrir þá spillingu sem átti drjúgan hlut í hruninu með stjórnarskrárbreyting­ um. Ég tel minnst þrennt vera í tillögum stjórnlagaráðs sem vinnur gegn spill­ ingu. Í fyrsta lagi skiptir miklu að valdmörk og hlutverk séu skýr. Þannig er það ekki nú og í skýrslu rannsóknarnefndar Al­ þingis er fjallað um hvernig menn fóru með málefni ríkisins utan formlegs vett­ vangs stjórnmála og stjórnsýslu. Ákvarð­ anir sem ríkisstjórn, studd af upplýstu þingi, hefði átt að taka voru teknar af tveimur mönnum sem voru kannski ekki einu sinni á fundi. Enginn getur lesið núgildandi stjórnarskrá án þess að þekkja til og dregið upp sæmilega skýra mynd af því hvernig við höfum hlutina hérna. Þegar valdmörk eru ekki skýr er erfitt og jafnvel útilokað að benda á þegar einhver fer út fyrir sinn ramma. Þá er réttur almennings til upplýs­ inga styrktur svo um munar. Í 14. gr. er kveðið á um skoðana­ og tjáningarfrelsi og þar segir: „Stjórnvöld skulu tryggja aðstæður til opinnar og upplýstrar um­ ræðu. Óheimilt er að skerða aðgang að netinu og upplýsingatækni nema með úrlausn dómara og að uppfylltum sömu efnisskilyrðum og eiga við um skorður við tjáningarfrelsi.“ 15. greinin fjallar um upplýsingarétt og er nýmæli: „Öllum er frjálst að safna og miðla upplýsingum. – Stjórnsýsla skal vera gegnsæ og halda til haga gögnum, svo sem fundargerðum, og skrásetja og skjalfesta erindi, uppruna þeirra, ferli og afdrif. Slíkum gögnum má ekki eyða nema samkvæmt lögum. – Upplýsingar og gögn í fórum stjórnvalda skulu vera tiltæk án undandráttar og skal með lög­ um tryggja aðgang almennings að öll­ um gögnum sem opinberir aðilar safna eða standa straum af. Listi yfir öll mál og gögn í vörslu hins opinbera, upp­ runa þeirra og innihald, skal vera öll­ um aðgengilegur.– Söfnun, miðlun og afhendingu gagna, geymslu þeirra og birtingu má aðeins setja skorður með lögum í lýðræðislegum tilgangi, svo sem vegna persónuverndar, friðhelgi einkalífs, öryggis ríkisins eða lögbund­ ins starfs eftirlitsstofnana. Heimilt er í lögum að takmarka aðgang að vinnu­ skjölum enda sé ekki gengið lengra en þörf krefur til að varðveita eðlileg starfs­ skilyrði stjórnvalda. Um gögn sem lög­ bundin leynd hvílir yfir skulu liggja fyrir upplýsingar um ástæður leyndar og tak­ mörkun leyndartíma.“ 16. greinin fjallar svo um frelsi fjöl­ miðla, sú 17. um frelsi lista og fræða og svo framvegis. Þetta skiptir öllu. Ef við höfum engin tæki eða tól til að komast að því hvað er að gerast á bak við luktar dyr í stjórnar­ ráðinu og víðar, getum við ekkert gert. Greinarnar eru hluti af mannréttinda­ kaflanum – upplýsingafrelsið er skil­ greint sem mannréttindi okkar. Ég hef ekki heyrt neinn mæla á móti þessum nýju greinum en ég hef heyrt marga andstæðinga nýrrar stjórnarskrár segja að það hafi nú alveg verið óþarfi að endurskoða mannréttindakaflann. Mig grunar að það sé vegna þessara ákvæða. Það er einhvern veginn ekki hægt að vera á móti þeim opinberlega en ef maður hefur eitthvað að fela eru þær andstyggilegar! Þá er einnig kveðið á um margvís­ lega aðra upplýsingaskyldu stjórnvalda, t.d. vegna umhverfis og náttúru sem og fjárhagslegra hagsmuna þingmanna og ráðherra og þeim gert að veita þinginu réttar upplýsingar. Einnig er skylt að veita upplýsingar um styrki til stjórn­ málasamtaka og frambjóðanda og réttur fjárlaganefndar þingsins til upp­ lýsingaöflunar styrktur. Þriðja atriðið sem ég vil nefna sem eitt þeirra sem eru vopn í baráttu gegn spillingu er auðveldara inngrip al­ mennings í stjórnmálin og stjórnsýsl­ una. Mörg okkar vöknuðu upp við vondan draum veturinn 2008–2009 þegar við áttuðum okkur á að við gæt­ um ekkert gert annað en að vera með læti við Alþingishúsið. Á 21. öldinni hljótum við að geta komið okkur saman um betri aðferðir til að fá okkar fram. Með því að hluti þjóðarinnar geti krafist þjóðar atkvæðagreiðslu eða lagt fram þingmál erum við að tryggja að­ komu almennings að lagasetningu og stjórnun landsins. Menn geta líka lagt fram tillögu um þingrof eða að einstak­ ir ráðherrar víki ef þörf krefur. Þetta getum við ekki nú. Hrunið var mannanna verk en það er óþarfi að láta annað eins henda aftur. Lærum af því sem gerðist. Mætum öll á kjörstað þann 20. október og gefum þinginu skýr skilaboð. Ný stjórnarskrá gegn spillingu? Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður: Ólafur M. Magnússon Ritstjóri: Reynir Traustason (rt@dv.is) Fréttastjóri: Ingi Freyr Vilhjálmsson (ingi@dv.is) Umsjón helgarblaðs: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir (ingibjorg@dv.is) Umsjón innblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir (kristjana@dv.is) Framkvæmdastjóri og vefstjóri DV.is: Jón Trausti Reynisson (jontrausti@dv.is) Sölu­ og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir (heida@dv.is) Umbrot: DV Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur DV á netinu: www.dv.is F R J Á L S T, Ó H Á Ð D A G B L A Ð Heimilisfang Tryggvagötu 11 Hafnarhvoli, 2. hæð 101 Reykjavík FRéTTASkoT 512 70 70 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 AÐALnúmeR RiTSTJÓRn ÁSkRiFTARSími AuGLýSinGAR 14 10. október 2012 Miðvikudagur Leiðari Ingi Freyr Vilhjálmsson ingi@dv.is „Lærum af því sem gerðist Kjallari Margrét Tryggvadóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.