Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2012, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2012, Blaðsíða 23
Fólk 23Miðvikudagur 10. október 2012 É g heyrði alls kyns skoð- anir varðandi útlit mitt þegar ég starfaði í sjón- varpi. Einhvern tímann varð ég fyrir því að tveir karlmenn, sem töldu sig þekkja mig, kölluðu á mig úti á götu og skömmuðu mig fyrir að vera orðin of grönn. Mig langar að vita hvort Logi Bergmann hafi einhvern tímann upplifað slíkt,“ segir fjölmiðlakonan Sigríður Arnardóttir, betur þekkt sem Sirrý. Engin sköllótt kona Í DV fyrr í vikunni kom fram að sjónvarpskonan Mar- grét Erla Maack fengi reglulega athugasemd- ir varðandi vaxtarlag sitt og þótt Sirrý sé hætt í sjónvarpi og sé ein reyndasta fjöl- miðlakona landsins kannast hún vel við upplifun Margrétar Erlu. „Konur í sjón- varpi þurfa að hafa allt það sem karl- menn hafa plús rétt- an aldur, útlit, klæðn- að og annað í þeim dúr. Ég hef allavega ekki séð sköllótta konu, mjög feita konu eða gamla konu á skjánum.“ Hanna Björg Vil- hjálmsdóttir, kennari í kynjafræðum, tekur undir orð Sirrýjar. „Ég held að það sé varla um það deilt að því eldri sem karl- ar eru því virðu- legri og áreiðanlegri þykja þeir. Þannig er því ekki farið með konur. Þar er enginn virðing í aldri,“ segir Hanna Björg en bæt- ir við að vissulega sé hún að alhæfa til að einfalda málið. Meiri hæfniskröfur „Að einhverju leyti er klámvæð- ingin áhrifavaldur. Þetta snýst um kynþokka og kynþokki er skilgreindur út frá æsku. Ef kon- ur eru ekki lengur með þessi æskueinkenni eru þær ekki lengur kynþokkafullar og þá eru þær ekki lengur með. Svo er líka spurning hvort þetta sé ein tegund af þöggun. Um leið og konur eru farnar að vera vald- efldar, á grundvelli reynslu og aldurs, eru þær teknar úr leik. Mín tilfinning er sú að kon- ur þurfa ekki að vera jafnhæfar heldur hæfari auk þess að hafa útlitið. Stundum finnst manni jafnvel gefinn afsláttur á hæfn- inni til að fá útlitið. En þær kon- ur halda ekki út. Til þess þarf að hafa burðina.“ Hanna Björg segir þróunina alvarlega. „Ef við herðum ekki á jafnréttisbaráttunni og fræðsl- unni held ég að eldri konur verði ekki lengur sýnilegar. Þetta er spurning um lýðræðislegar kröfur, þöggun, rödd og viður- kenningu. Þessi pressa sem konur búa við er náttúrulega al- veg óþolandi. Það er endalaust verið að troða því ofan í kokið á okkur hvað við verðum að vera kynþokkafullar svo margar okkar eru farnar að ganga svo langt að skera sig í kynfærin og brjóstin í örvæntingarfullri leit að viðurkenningu.“ Fínar, en ekki um of Sirrý ítrekar að konur eigi að styðja hver aðra. „Við eigum að standa saman. Það truflar ekki karlmenn að hafa ekki útlitið með sér. Spik, hærri aldur og furðuleg rödd gera þá mann- eskjulegri. Slíkt virðist gefa þeim karakter á meðan konur eru vegnar og metnar út frá út- liti og aldri. Við erum aldrei nóg. Við þurfum að vera klárar og faglegar og svo megum við ekki vera of fínar en samt nógu fín- ar, ekki of mjóar en samt mjóar. Sterkasta dæmið sem ég hef les- ið var viðtal í kvennablaði við frelsishetjuna Aung San Suu Kyi þar sem blaðamaðurinn talaði aðallega um hvað frelsishetjan hefði ótrúlega slétta og óhrukk- aða húð. Hvað er eiginlega í gangi?“ n indiana@dv.is „Það verður tekin ein kaka“ D agurinn verður eflaust frekar erilsamur því við erum svo að fara til Parísar í fyrramálið,“ segir tónlistarmaðurinn Magni Ásgeirsson sem fagnaði ásamt eiginkonu sinni, Eyrúnu Har- aldsdóttur, tveggja ára brúðkaups- afmæli á þriðjudaginn. Ferðin er þó, að sögn Magna, ekki endilega farin í tilefni brúðkaupsafmælis- ins heldur hitti dagsetningin bara svona skemmtilega á. Tilefni Par- ísarferðarinnar er nefnilega tónleik- ar með hljómsveitinni Radiohead sem haldnir verða þar í borg á föstu- daginn. Magni hefur lengi verið að- dáandi sveitarinnar, og var orðinn töluvert spenntur fyrir ferðinni þegar DV náði tali af honum á þriðju- daginn. „Ég er búinn að vera mikill Radiohead-kall frá örófi alda.“ Magni segir Eyrúnu einnig vera hrifna af sveitinni, en hún sé þó ekki jafn ein- lægur aðdáandi og hann. Eldri sonur þeirra hjóna, sem er sjö ára, verður með í för og ætla þau að nýta tækifærið og fara öll saman í Disneyland í París. Yngri sonurinn, sem er 10 mánaða, verður hins vegar fjarri góðu gamni í pössun heima á Íslandi. „Það eru blendnar tilfinn- ingar að fara til útlanda þegar maður er með einn svona lítinn heima,“ viðurkennir Magni. „Við eyðum ör- ugglega kvöldinu bara í að knúsa hann. Hann verður skilinn eftir hjá góðu fólki en við verðum eins fljót og við getum,“ bætir hann hlæjandi við. Vegna ferðarinnar hafa hjónin því lítinn tíma til að fagna saman á sjálfan brúðkaupsafmælisdaginn. Þau ætla þó að reyna að gera eitt- hvað. „Það verður tekin ein kaka eða eitthvað.“ Að þeim orðum sögð- um er hann rokinn í að undirbúa Parísarferðina. n Magni og Eyrún fagna tveggja ára brúðkaupsafmæli Á leið til Parísar Magni og Eyrún kona hans fögnuðu tveggja ára brúðkaupsafmæli á þriðjudag. MynD gassi Reynd sjónvarpskona Sirrý og Hanna Björg eru sammála um að konur séu vegnar og metnar út frá útliti og aldri frekar en getu. n Segir aðrar kröfur gerðar til kvenna í sjónvarpi Skömmuð fyrir að vera of grönn Tónlistarmaðurinn Valur Heiðar Sævarsson birti í upphafi vikunnar stöðuupp­ færslu á fésbókarsíðu sinni þar sem hann óskaði eftir hugmynd­ um frá vinum sínum að góðverki vikunnar. „Í síðustu viku var það: kaup á Bleiku Slaufunni og blóð­ gjöf,“ skrifaði Valur sem vill greini­ lega gera góðverk í hverri viku. Vinir hans komu með nokkrar hugmyndir, einn benti honum til að mynda á að skrá sig sem sjálf­ boðaliða hjá Rauða krossinum. Valur tók hann á orðinu, skráði sig um hæl og greindi frá því á fésbókinni. Þá mælti annar vinur með því að hann gleddi börn eða gamalmenni með gítarspili á elli­ heimili eða barnaspítala. Kolbrún Björnsdóttir, annar umsjónarmanna dægurmála-þáttarins Í bítið sem sendur er út á Bylgjunni, skellti sér í ferð til Minneapolis í Bandaríkjunum ásamt fríðum flokki vinkvenna um síðustu helgi. Í hópnum var með- al annars Katrín Brynja Hermanns- dóttir, fyrrverandi sjónvarpsþula á Ríkissjónvarpinu. Fæstir þeirra sem fara til Minneapolis láta Mall of America framhjá sér fara og var Kolbrún þar engin undantekning. Hún birti færslu á fésbókarsíðu sinni á mánudaginn þar sem hún merkti sig inn í verslunarmiðstöð- ina. „Þetta er algjör bilun …“ var það sem Kolbrún hafði um málið að segja. Nokkrir vina hennar skrifuðu athugasemdir undir færsluna og var hún meðal annars spurð hvort hún ætlaði ekki aftur daginn eftir. Kol- brún svaraði því til að hún treysti sér ekki til þess. „Þetta er algjör bilun“ Er að leggja loka- hönd á nýja bók R ithöfundurinn og femínist- inn Kristín Tómasdóttir er nú að leggja lokahönd á nýja bók sem væntanleg er úr prentun á næstu vikum og nær því að berast með jólabókaflóðinu. Kristín á að baki tvær aðrar bæk- ur, Stelpur! sem hún skrifaði ásamt systur sinni, Þóru Tómasdóttur, og svo Stelpur frá A–Ö sem kom út á síðasta ári. Fyrri bókin er eins kon- ar upplýsingabrunnur fyrir stelpur og hefur að geyma svör við ýmsum spurningum sem kunna að brenna á ungum stúlkum. Síðari bókin er örlítið persónulegri en í henni eru teknar saman spurningar frá ung- lingsstúlkunum sjálfum og þeim svarað. Bókin sem Kristín vinnur að núna hefur að geyma sögur af ungum stúlkum sem eru að gera góða hluti í lífinu. Eitt góðverk á viku

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.