Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2012, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2012, Blaðsíða 20
Góður stuðningur Verði stuðn- ingurinn gegn Sviss eins góður og gegn Noregi gætu Íslendingar átt von á góðu. Mynd ReuteRs / inGólfuR júlíusson Erfiðir leikir gegn Albaníu og Sviss n Kristján Guðmundsson telur að Ísland vinni Albaníu en geri jafntefli við Sviss É g tel að íslenska liðið og allir sem að því standa muni læra af leiknum gegn Kýpur,“ segir Kristján Guðmundsson, fyrr- verandi þjálfari karlaliðs Vals í knattspyrnu, um landsleikina sem eru framundan gegn Albaníu og Sviss í undankeppni HM 2014. Ís- lenska liðið mætir Albaníu á útivelli á föstudagskvöld en tekur svo á móti Sviss á Laugardalsvelli á þriðjudag. Kristján segist vera nokkuð bjart- sýnn fyrir hönd íslenska liðsins en segir þó að liðið þurfi að gera mun betur en í síðasta leik þegar það tap- aði 1–0 fyrir Kýpur. Albanía er í 84. sæti á styrkleikalista FIFA en Sviss er í 15. sæti. Íslenska liðið er í 97. sæti. Munu skapa færi „Það er erfitt að eiga við Albaníu á útivelli en ég treysti á að við vinn- um leikinn og náum í þrjú stig. Ég hef trú á íslenska landsliðinu og hef haft lengi. Þetta er flott kynslóð sem er að koma inn í liðið og ef varnar- leikurinn verður góður þá veit ég að liðið mun skapa sér færi. Ég vona – og raunar held – að það muni skila sér í sigri,“ segir Kristján. Alban- ir eru líkt og Íslendingar með þrjú stig í riðlinum. Þeir lögðu Kýpverja að velli, 3–1, í eina heimaleik sínum til þessa en töpuðu svo gegn Sviss á útivelli, 2–0. Sviss er með sex stig, fullt hús stiga, á toppi riðilsins. Kristján segist vera bjartsýnni fyrir leikinn gegn Albaníu en gegn Sviss á Laugardalsvelli enda Svisslendingar með unga og spennandi leikmenn innan sinna raða. „Sviss er bara með virkilega gott landslið. Margir af þeirra lykilmönnum eru rétt rúm- lega tvítugir og hafa unnið stórmót með yngri landsliðunum. Þeir koma til með að sýna okkur aðeins veik- leikana í okkar liði.“ Guðjón kemur inn Athygli vekur að aðeins tveir hrein- ræktaðir framherjar eru í íslenska hópnum fyrir komandi leiki: Alfreð Finnbogason og Guðjón Baldvins- son sem var kallaður inn í hóp- inn í vikunni. Kolbeinn Sigþórs- son, Aron Jóhannsson og Gunnar Heiðar Þorvaldsson eru meiddir og þá ákvað Björn Bergmann Sig- urðarson að gefa ekki kost á sér. Kolbeinn verður líklega frá fram að áramótum en Aron, sem hefur far- ið hamförum í dönsku deildinni, glímir við lítilsháttar nárameiðsli. „Aron hefur ekki enn spilað A- landsleik en hefur að vísu verið funheitur að undanförnu. Það er mjög slæmt að vera án Kolbeins, hann er náttúrulega frábær fram- herji en ég á von á að annað hvort Alfreð eða Birkir Bjarnason klári þetta dæmi.“ Gunnar Heiðar Þorvaldsson spilaði síðast í vináttuleik gegn Japan í febrúar en hann á 23 lands- leiki að baki og hefur skorað í þeim 5 mörk. Kristján segir að það hefði verið gaman að sjá hann spreyta sig en hann verður sem fyrr segir ekki með. „Það er gríðarleg orka og vinnusemi í Gunnari þegar hann spilar fótbolta og hann getur skor- að mörk,“ segir Kristján en í hans stað mun Guðjón Baldvinsson hugsanlega fá tækifæri. Guðjón leikur með Halmstad í næst efstu deild Svíþjóðar og er þar í 3. sæti yfir markahæstu menn. Hann hef- ur skorað 15 mörk á tímabilinu í 26 leikjum. Hann á einn landsleik að baki, gegn Færeyjum í vináttuleik í Kórnum árið 2009. sigur og jafntefli Ljóst er að íslenska liðið á mikið und- ir því að áhorfendur mæti á heimaleiki og láti vel í sér heyra. Stuðningurinn gegn Noregi fleytti liðinu langt og til að eiga möguleika gegn Sviss verða áhorfendur að láta að sér kveða. „Ég er viss um að það verður góður stuðn- ingur gegn Sviss. Við unnum síð- asta heimaleik, umgjörðin var góð og áhorfendur fengu svörun frá lands- liðsmönnum og stjórnendum liðsins sem þökkuðu fyrir sig. Ef við vinnum í Albaníu þá held ég að það verði alveg risastemning á Laugardalsvelli gegn Sviss.“ Blaðamaður biður Kristján að lok- um að spá í úrslit leikjanna gegn Al- baníu og Sviss. „Varnarleikurinn heldur í Albaníu og við vinnum 2–0. Leikurinn gegn Sviss verður gríðarlega erfiður. Það er lykilatriði að halda þeim leik jöfnum eins lengi og við mögulega getum. Til að fá úrslit verðum við að skora fyrsta markið. Ég segi 1–1.“ n Staðan í E-riðli 1 Sviss 2 2 0 0 4:0 6 2 Ísland 2 1 0 1 2:1 3 3 Albanía 2 1 0 1 3:3 3 4 Kýpur 2 1 0 1 2:3 3 5 Noregur 2 1 0 1 2:3 3 6 Slóvenía 2 0 0 2 1:4 0 Einar Þór Sigurðsson blaðamaður skrifar einar@dv.is Bjartsýnn Kristján er bjartsýnn fyrir hönd íslenska liðsins og telur að það nái að landa sigri gegn Albaníu. Mynd siGtRyGGuR ARi erfitt verkefni Ísland hefur landað einum sigri í þremur leikjum gegn Albaníu. Okkur hefur hins vegar aldrei tekist að vinna Sviss. Mynd ReuteRs / inGólfuR júlíusson Leikir Íslands og Albaníu 30. maí 1990, undankeppni EM 1992 Ísland - Albanía 2–0 Arnór Guðjohnsen (́ 40) Atli Eðvaldsson (́ 86) 26. maí 1991, undankeppni EM 1992 Albanía - Ísland 1–0 31. mars 2004, vináttuleikur Albanía - Ísland 2–1 Þórður Guðjónsson (́ 64) Leikir Íslands og Sviss 22. maí 1979, undankeppni EM 1980 Sviss - Ísland 2–0 9. júní 1979, undankeppni EM Ísland - Sviss 1–2 Janus Friðrik Guðlaugsson (́ 50) 16. nóv. 1994, undankeppni EM 1996 Sviss - Ísland 1–0 16. ágúst 1995, undankeppni EM 1996 Ísland - Sviss 0–2 Myndi aldrei taka við Real Diego Simeone, stjóri Atletico Madrid, hefur lýst því yfir að hann muni aldrei taka við erki- fjendunum í Real Madrid. Simeone hefur verið að gera góða hluti með Atletico-liðið á yfir- standandi leiktíð en það situr í öðru sæti spænsku deildarinn- ar. Liðið er með jafn mörg stig og Barcelona sem er á toppnum með betri markatölu. „Ég myndi aldrei taka við Real Madrid ef það stæði til boða. Ég elska Atletico Madrid það mikið,“ segir Sime- one en rígurinn á milli Atletico og Real er mjög mikill. Samning- ur hans við félagið rennur út í vor og segist Simeone vonast til þess að fá að stýra félaginu áfram um ókomin ár. Selja treyjur í bílförmum Manchester United og Real Madrid deila efsta sætinu á lista yfir þau knattspyrnufélög sem selja flestar treyjur á heimsvísu. Bæði félög hafa selt 1,4 milljónir treyja að meðaltali á ári síðustu fimm ár. Í þriðja sætinu er Barcelona en meðalasala þeirra síðustu fimm ár er 1,15 milljónir treyja. Ensk félög skipa fjögur af tíu efstu sætunum en auk United eru Chelsea, Liver- pool og Arsenal á listanum. Bayern München er í fimmta sæti og eina þýska liðið sem kemst á topp tíu. Ítölsku félögin Juventus, Inter og Milan skipa sæti átta til tíu. Skammar Suarez Michael Kightly, vængmaður Stoke City, hefur gagnrýnt Luis Suarez, leikmann Liverpool, hressilega eftir leik liðanna um helgina. Suarez var gagnrýndur nokkuð eftir leikinn fyrir að henda sér í jörðina inni í teig Stoke til þess að krækja í vítaspyrnu. Brendan Rodgers, stjóri Liverpool, kom sínum manni til varnar eftir leikinn en Kightly hellti sér hressi- lega yfir Suarez í viðtali við The Sentinel. „Í níu skipti af tíu þegar hann hendir sér í jörðina er ekkert að honum. Þetta er eitthvað sem við erum að reyna að koma úr fót- boltanum. Dómararnir þurfa að taka til sinna ráða. Stundum vita menn að þeir eiga von á tæklingu, fá snertingu og fara niður. Það er góð leið til að vinna vítaspyrnu. En það er ekki gott fyrir leikinn þegar menn henda sér niður án þess að fá nokkra snertingu.“ 20 Sport 10. október 2012 Miðvikudagur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.