Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2012, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2012, Blaðsíða 21
Sport 21Miðvikudagur 10. október 2012 F orsvarsmenn spænska liðsins Atletico Madrid hafa gefið það til kynna að helsta stjarna liðsins, Kólumbíumaðurinn Radamel Falcao, muni ekki yfirgefa herbúðir fé- lagsins í janúar næstkomandi. Heim- ildir vefmiðilsins Soccernet herma þó að flest bendi til þess að Evrópumeist- arar Chelsea muni kaupa leikmann- inn næsta sumar. Falcao, sem er 26 ára, hefur farið hamförum með Atletico síðan hann gekk í raðir félagsins sumarið 2011. Hann skoraði 36 mörk í 50 leikjum á sínu fyrsta tímabili og það sem af er þessu tímabili hefur hann skorað 12 mörk í 7 leikjum – tölfræði sem Lionel Messi og Cristiano Ronaldo væru stoltir af. Áður en hann gekk í raðir Atletico lék hann með Porto þar sem hann skoraði 71 mark í 87 leikjum – þar af 21 í Evrópuleikjum. Forsvarsmenn Atletico hafa skellt 60 milljóna evra verðmiða á leikmanninn, upphæð sem nem- ur 9,5 milljörðum króna. Talið er nær fullvíst að Falcao verði seldur næsta sumar enda á Atletico í tals- verðum fjárhagsvandræðum og gæti sala á kólumbísku markamask- ínunni leyst þann vanda í einum vettvangi. „Falcao verður áfram hér að sinni, að minnsta kosti til loka tímabislins,“ segir Gil Marin, fram- kvæmdastjóri félagsins. Sjálfur hefur Falcao ekki útilok- að að leika á Englandi einn daginn, en auk Chelsea er Manchester City líklega áhugasamt. „England? Einn daginn gæti það gerst. Ég hef horft lengi á ensku knattspyrnuna og væri alveg til í að prófa ensku deildina. Ég horfði á leiki í ensku deildinni sem barn og leikmenn á borð við Roy Keane, Eric Cantona og Gianfranco Zola,“ segir Falcao en hans uppá- haldsleikmaður var að sjálfsögðu landi hans, Faustino Asprilla sem lék með Newcastle. n Falcao líklega til Chelsea n Vill spila á Englandi n Fyrirmyndin er Faustino Asprilla Gæti farið Falcao verður líkast til seldur næsta sumar. Chelsea er líklegasti áfangastaðurinn. Mynd ReuteRs Blatter fór á Þingvelli Sepp Blatter, forseti Alþjóða- knattspyrnusambandsins (FIFA), kom til Íslands á mánudag og hélt svo til Færeyja á þriðjudag. Hann nýtti tímann sinn hér á landi meðal annars til að skoða knattspyrnumannvirki og heim- sækja ráðherra íþróttamála, Katrínu Jakobsdóttur, og forseta Íslands, Ólaf Ragnar Grímsson. Blatter skoðaði höfuðstöðvar KSÍ og knattspyrnuhúsin Kórinn og Fífuna á mánudag, áður en hann hélt á Bessastaði til fundar við for- seta Íslands.  Áður en hann hélt af landi brott á þriðjudag skoðaði hann sig um á Þingvöllum þar sem hann fékk leiðsögn og fræðslu frá Ólafi Erni Haraldssyni þjóðgarðsverði. Coyle fékk sparkið Owen Coyle var rekinn úr starfi knattspyrnustjóra Bolton á þriðjudag eftir rúm tvö ár hjá fé- laginu. Hlutirnar hafa ekki geng- ið upp hjá Bolton á yfirstandandi leiktíð en liðið féll úr ensku úr- valsdeildinni í vor. Það situr nú í 18. sæti ensku Championship- deildarinnar en kornið sem fyllti mælinn var tap gegn Millwall um helgina. Coyle tók við Bolton í janú- ar 2010 og náði að bjarga liðinu frá falli um vorið. Liðið féll hins vegar úr deild þeirra bestu í vor og yfirgáfu margir lykilleikmenn félagið í kjölfarið. Coyle sagðist þakklátur félaginu í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér og óskaði liðinu og leikmönnum þess alls hins besta.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.