Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2012, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2012, Blaðsíða 11
Þ etta mál er sérlega sársauka- fullt og sorglegt fyrir mig og hefur verið dómsmál síðan árið 2011. Lögmaður minn hefur ráðlagt mér að ræða ekki um málið opinberlega meðan það er fyr- ir dómi,“ segir Eggert Dagbjartsson, íslenskur fjárfestir sem búsettur er í Cambridge í Massachusetts-fylki í Bandaríkjunum, um dómsmál sem hann hefur höfðað gegn eignarhalds- félagi Boga Pálssonar fjárfestis, Shd Acquisition LLC, vegna viðskipta þess með svefnrannsóknarfyrirtækið Flögu í ágúst í fyrra. Það sem kemur í veg fyrir að Egg- ert geti kært málið til lögreglunnar í Bandaríkjunum er sú staðreynd að bandarískur banki var ekki aðili að viðskiptunum. Samkvæmt banda- rískum lögum kemur þessi stað- reynd í veg fyrir að opinberir aðil- ar í Bandaríkjunum geti rannsakað málið og hugsanlega ákært hlutað- eigandi eftir atvikum. Sömu sögu má því segja um mál Arion banka gegn Boga. Vinir og samstarfsmenn til margra ára DV greindi frá inntakinu í stefnu Arion banka gegn Boga Pálssyni í sama málinu á mánudaginn var og hefur nú stefnu Eggerts gegn fé- lagi Boga undir höndum. Mál Egg- erts gegn Boga er rekið fyrir dómi í borginni Denver í Colorado-fylki í Bandaríkjunum. Eggert er einn af hluthöfum Flögu, sem í dag heit- ir Sleep Holdings LLC, og hefur átt hlut í félaginu frá árinu 2000 og setið í stjórn þess frá sama tíma. Hann hef- ur átt 44 prósenta hlut í Flögu síðast- liðin ár. Inntakið í stefnu Eggerts er að Boga hafi borið að veita honum upplýsingar um sölu á eignum Flögu þar sem hann hafi bæði verið hlut- hafi í félaginu og stjórnarmaður. Bogi og Eggert höfðu því unnið saman um margra ára skeið en Bogi hafði verið stjórnarformaður Flögu frá árinu 2005. Auk þess eru þeir sagðir hafa verið góðir vinir fram að viðskiptum Boga með eignir Flögu í fyrra. Blekkingar og fjársvik Stefna Arion banka gegn Boga gekk út á að Bogi Pálsson hefði svikið og blekkt bankann í ágúst í fyrra þegar hann keypti tæplega 12 milljóna dollara skuldir Flögu af bankanum fyrir 4 milljónir dollara. Þremur vik- um seinna seldi hann eitt af dóttur- félögum Flögu fyrir 16 milljónir dollara, fjórum sinnum hærra verð. Bogi hafði gert samning við bank- ann í árslok 2008 í tengslum við fjár- hagslega endurskipulagningu Flögu en samkvæmt honum átti hann að vinna að því fyrir hönd bankans að selja eignir Flögu uppi í skuldirnar við Arion banka og eða endurfjár- magna félagið. Bogi greindi bankan- um hins vegar frá því að ekkert gengi að finna kaupanda að eignum Flögu, sumarið 2011, eftir að hann hafði hafið samningaviðræður um kaup bandaríska svefnrannsóknarfyrir- tækisins Natus á einu af dótturfélög- um Flögu, Emblu. Þann 25. ágúst 2011 skrifaði Bogi undir samning við bankann um kaup á skuldum Flögu fyrir fjórar milljón- ir dollara. Þremur vikum síðar seldi Bogi Emblu til Natus fyrir 16,1 millj- ón dollara, rúmlega 12 milljón dollara munur var því á kaupverðinu á skuld- um Flögu og söluverðinu á þessu eina dótturfélagi. Bogi upplýsti Arion banka hins vegar aldrei um viðræð- urnar um söluna til Natus þrátt fyr- ir að hann hefði átt að gera það sam- kvæmt samningnum sem hann hafði undirritað við bankann. Bankinn tel- ur að Bogi hafi gert þetta til að hagnast persónulega á viðskiptunum. Arion krefst þess í stefnunni að samningi bankans við Boga um kaup á skuld- um Flögu frá því í ágúst 2011 verði rift á þeim forsendum að um fjársvik hafi í reynd verið að ræða. Eggert lánaði Flögu Í stefnu Eggerts gegn eignarhalds- félagi Boga, sem hann stofnaði gagn- gert um að miðjan ágúst 2011 til að eiga í viðskiptunum við Arion banka, kemur fram að hann persónulega veitti Flögu lánalínu að upphæð tvær milljónir dollara þegar félagið var í fjárhagslegri endurskipulagningu eftir hrunið 2008. Flaga hafði feng- ið 1,3 milljónir dollara að láni frá eignarhaldsfélaginu Sleep Holdings Finance sem Eggert stofnaði gagn- gert til að veita lánið. Í stefnunni kemur fram að þetta tveggja milljóna lán frá Eggerti hafi verið liður í fjár- hagslegri endurskipulagningu Flögu en Arion banki hafði meðal annars gert Flögu að endurfjármagna fé- lagið um tvær milljónir dollara sem fyrst. Þá segir í stefunni að Bogi hafi, öfugt við Eggert, ekki lánað félaginu neina peninga á þessum tíma. Þá er það nefnt að Bogi hafi sjálf- ur fengið 250 þúsund dollara árs- laun, meira en 30 milljónir króna, frá Flögu meðan á fjárhagslegri endurskipulagningu fyrirtækisins stóð en lánið frá Eggerti var með- al annars notað til að standa straum af rekstrarkostnaði Flögu á þessum tíma. Lánið frá Eggerti var því með- al annars notað til greiða laun Boga. Eggert, og hinn stjórnarmaður Flögu, fulltrúi Arion í stjórninni, fengu hins vegar engin laun fyrir störf sín. Teiknaði upp dökka mynd Lögmaður Eggerts segir í stefnunni að líkt og í tilfelli Arion banka hafi Bogi Pálsson ekki veitt Eggerti nein- ar upplýsingar um viðræðurnar við Natus um kaupin á Emblu. Á stjórn- arfundi Flögu í júní í fyrra dró fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins, David Baker, upp dökka mynd af möguleik- unum á því að selja eitthvað af eign- um félagsins. Þá þegar höfðu þeir sett upp sérstaka FTP-heimasíðu með gögnum með fjárhagsupplýs- ingum um Emblu þrjú ár aftur í tí- mann sem Natus hafði aðgang að. Þetta var gert sem liður í áreiðan- leikakönnun fyrir sölu fyrirtækisins. Í stefnunni segir að Bogi og Baker hafi veitt Natus þær upplýsingar að aðrir hluthafar Flögu fylgdust „náið með öllum viðræðum“ um söluna á Emblu. Þetta var hins vegar ekki rétt þar sem Eggert og Arion banki vissu ekki um viðræðurnar við Natus. Bauð Eggerti að vera með Þann 7. júlí árið 2011 sendi Bogi tölvupóst til Eggerts og bauð hon- um að taka þátt í að kaupa skuldir Flögu af Arion banka. Í stefnunni segir að í bréfinu hafi Bogi sagt að jafnvel þó að einhverjir aðilar væru áhugasamir um að kaupa eignir Flögu þá væri söluferli á eignun- um ekki langt komið. Á sama tíma stóðu viðræðurnar um kaupin á Emblu yfir við Natus. Bogi gaf Egg- erti auk þess einungis tvo daga til að taka eða hafna tilboði hans. Orðrétt stóð í tölvupóstinum: „Ég held að í versta falli muni það taka mörg ár að fá fjárfestinguna til baka án vaxta […] Í besta falli mun- um við endurheimta fjárfestinguna og vexti af henni til fulls með sölu á SleepTech og Emblu. […] Ég er alls ekki að reyna að sannfæra neinn […] um að þessi fjárfesting […] sé ekki áhættulaus.“ Í stefnunni er bent á að ekkert í tölvupósti Boga hafi bent til þess að Flaga væri í þeirri stöðu að geta selt eignir sín- ar með skömmum fyrirvara upp í skuldirnar við Arion banka, líkt og síðar átti eftir að koma í ljós. Þá segir að Bogi hafi viljandi „gefið skamman frest til að taka tilboðinu til að koma í veg fyrir að það hlyti hljómgrunn.“ Tveimur dögum seinna, þann 9. júlí 2011, greindi Natus fram- kvæmdastjóra Flögu, David Ba- ker, frá því skriflega að fyrirtæk- ið vildi kaupa Emblu fyrir rúmlega 16 milljónir dollara. Bogi og Ba- ker eru í stefnunni sagðir hafa rætt um áhuga Natus þennan sama dag. Viðræðurnar við Natus héldu áfram allan júlí án þess að Bogi greindi stjórn Flögu frá þeim. Í september, eftir söluna til Natus, lá fyrir að fé- lag Boga hafði hagnast um mörg hundruð milljónir þvert á orð hans sjálfs. Vill Boga út Í stefnunni eru kröfur Eggerts í málinu raktar en meðal þeirra er sú krafa að eignarhaldsfélag Boga skili öllum hlutabréfum í Flögu, nú Sleep Holdings, aftur til félags- ins, að Boga verði bannað að ráð- stafa eignum félagsins sem heldur utan um hlutabréfin í fyrirtækinu og hagnaðinn af sölunni til Nat- us og að Eggert fái skaðabætur frá Boga vegna viðskiptanna. Þá er þess jafnframt krafist að Boga verði meinað að koma að starf- semi Flögu, nú Sleep Holdings, í framtíðinni. Allar kröfur Eggerts eru hins vegar í enn fleiri og ítar- legri liðum. Reiknað er að með að mál- flutningur í máli Eggerts gegn eignarhaldsfélagi Boga fari fram í maí á næsta ári. n Þjóðin eigi auðlindirnar Fréttir 11Miðvikudagur 10. október 2012 Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is n Eggert lánaði Flögu í nauð n Stefnir Boga í Denver n „Sársaukafullt“ mál Sveik vin sinn „Ég held að í versta falli muni það taka mörg ár að fá fjárfestinguna til baka án vaxta Teiknaði upp dökka mynd Bogi teiknaði upp dökka mynd af möguleikunum á því að selja eignir Flögu með miklum hagnaði í tölvu- pósti til Eggerts. Þeir voru vinir áður en til viðskipta Boga kom.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.