Víkurfréttir


Víkurfréttir - 17.12.2009, Blaðsíða 18

Víkurfréttir - 17.12.2009, Blaðsíða 18
JÓLAAUGLÝSINGASÍMINN ER 421 000018 VÍKURFRÉTTIR I 50. TÖLUBLAÐ I 30. ÁRGANGUR HS Orka hf HS Veitur hf Starfsfólk HS Orku hf og HS Veitna hf Sendum Suðurnesjamönnum og landsmönnum öllum bestu óskir um gleði og frið á jólum Megi nýja árið verða ykkur gott í leik og starfi Guð ný Stef áns dótt ir í Reykja nes bæ var dreg in út í fyrsta út drætti Jólalukku VF og versl ana og hlaut Evr­ ópu ferð með Icelanda ir. Næsti drátt ur verð ur 19. des. og sá síð asti fyr ir jól eft ir lok un á Þor láks messu. Eins og und an far in ár geta við skipta vin ir versl ana sem taka þátt í Jólalukku Vík ur­ frétta skil að lukku mið um sem eru ekki með vinn ingi í Nettó og Kaskó. Glæsi leg ir vinn­ ing ar eru í boði og sá stærsti verð ur dreg inn út í lok in en það er 100 þús. kr. gjafa bréf í Nettó auk tutt ugu ann arra vinn inga. Fimmt án versl an ir í Reykjanebæ bjóða upp á Jólalukku VF. Svona fór fyrsti út drátt ur: 1. vinn ing ur. Guð ný Stef­ áns dótt ir Lang holti 16 230 Reykja nes bæ. Evr ópu ferð með Icelanda ir að eig in vali. 2. vinn ing ur. Sig rún Al­ berts dótt ir Brekku stíg 18 260 Reykja nes bæ. 20 þús. kr. gjafa bréf í Nettó. 3. vinn ing ur. Sal björg Björns dótt ir Hæð ar götu 14 260 Reykja nes bæ. 20 þús. kr. gjafa bréf í Nettó. 4. vinn ing ur. Pálmi Hann es­ son Klapp ar stíg 12. Melissa brauðrist frá Heim il is­ tækj um í Reykja nes bæ. 5. vinn ing ur. Ástríð ur Guð­ munds dótt ir Steinási 20 260 Reykja nes bæ. Konfekttvenna frá Nettó/Kaskó 6. vinn ing ur. Sig rún Guð­ jóns dótt ir Greni teig 9, Reykja es bæ. Konfekttvenna frá Nettó/Kaskó. Guð ný vann fyrstu Evr ópu ferð ina í Jólalukku VF Ég sé að þú ert með grein mér til handa á heimasíðunni. Ég ætla ekki að svara henni neitt. Eitt af því sem þar stendur finnst mér mjög ósanngjarnt af þér að segja þú gefur í skyn að ég hafi dregið fjölskyldu þína inn í okkar misklíð í vor um skólastjórastöðuna. Það bara kannast ég ekki við og myndi ekki gera. Þetta hér að ofan er úr tölvupósti sem oddviti framsóknarmanna sendi mér þann 7. desember. Tveimur dögum síðar valdi hún að mæta á Bryggjuna á fund með forustumönnum flokkanna hér í Grindavík í þeim eina tilgangi að manni virðist að ljúga upp á mig fjarstaddan. Þar var líka gert að umtalsefni af hverju ég mætti ekki á þennan fund. Svarið við því er einfaldlega það að ég er metnaðarfullur kennari og ég tek ekki frí frá kennslu kl. 09 að morgni. Oddvitinn var síðan mætt í fréttir sama kvöld og gerði síðan lítið úr mér í viðtali við Víkurfréttir sem birtist 10. desember. Það er alveg ljóst frá mínum bæjardyrum séð að ég hef lítið við oddvitann að ræða og hennar ábyrgð á meirihlutaslitum er a.m.k. jafn mikil og mín ef ekki meiri. Mikið er ég nú samt feginn að hún ákvað að svara ekki greininni minni á heimasíðunni ef þetta er að svara henni ekki!!!!! Þá finnst mér furðulegt hvað oddvitinn á erfitt með að átta sig á því hve mikið af óhreinindunum sem hún ber ábyrgð á slettast á fjölskylduna mína. Nokkrar spurningar koma upp í huga minn sem einhver annar en ég ætti að spyrja um það hvers vegna rofnaði samstarfið í síðasta meirihluta. Getur verið að ekki var búið að taka út laun bæjarstjóra í fjárhagsáætlun fyrir árið 2010 eftir að ljóst var að þáverandi bæjarstjóri hafnaði biðlaunum? Hvers vegna var það ekki gert ef ætlunin var að vinna kauplaust í þriggja bæjarstjóra kerfi Framsóknar? Í samtali oddvita framsóknarmanna, oddvita Samfylkingar og fjármálastjóra var rætt um það að taka laun fyrir þriggja bæjarstjóra kerfið. Af hverju spyr enginn blaðamaður fjármálastjórann??? Í hvaða fyrirtæki eru þrír forstjórar? Þrír launalausir jafnvel? Hver ber ábyrgð í slíku fyrirtæki? Hver er það sem er að gera öll mál persónuleg ef ekki oddviti Framsóknar? Sjálfsagt væri hægt að spyrja margra spurninga til viðbótar sem eru til þess fallnar að ljúka þessum skrifum en ég á ekki von á að þeim ljúki hér. Garðar Páll Vignisson, bæjarfulltrúi Vg Grindavík. Sælir Garðar n Garðar Páll Vignisson, bæjarfulltrúi í Grindavík, skrifar:

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.