Víkurfréttir


Víkurfréttir - 17.12.2009, Blaðsíða 26

Víkurfréttir - 17.12.2009, Blaðsíða 26
JÓLAAUGLÝSINGASÍMINN ER 421 000026 VÍKURFRÉTTIR I 50. TÖLUBLAÐ I 30. ÁRGANGUR Marta Eiríksdóttir TexTi & myndir Fyrir BLÓmSTrAndi mAnnLÍF Hvað er „Jól í skó kassa“? „Jól í skó kassa“ er al þjóð legt verk efni sem felst í því að fá börn jafnt sem full orðna til þess að gleðja önn ur börn sem lifa við fá tækt, sjúk dóma og erf ð leika með því að gefa þeim jóla gjaf ir. Með slík um gjöf um er þeim sýnd ur kær­ leik ur Guðs í verki. Gjaf rn ar eru sett ar í skó kassa og til þess að tryggja að öll börn in fái svip aða jóla gjöf er mælst til þess að til tekn ir hlut ir séu í hverj um kassa. Fyr ir jól in 2004 ákvað hóp ur ungs fólks inn an KFUM og KFUK að láta reyna á verk­ efn ið hér á landi. Þá voru und ir tekt irn ar frá bær ar og söfn uð ust rúm lega 500 kass ar það árið. Verk efn ið hélt svo áfram og árið 2005 urðu skó­ kass arn ir 2600. Sú tala nær tvö fald að ist árið 2006 þeg ar tæp lega 5000 gjaf r bár ust og svip að ur fjöldi aft ur árið 2007. Mik il fá tækt í Úkra ínu Skó kass arn ir eru send ir til Úkra ínu. Þar búa um 50 millj­ ón ir manna og er at vinnu leysi mik ið og ástand með al íbúa víða bág bor ið. Á því svæði þar sem jóla gjöf un um verð ur dreift er allt að 80% at vinnu­ leysi og þar rík ir mik il ör­ birgð. Ís lensku skóköss un um er með al ann ars dreift á mun­ að ar leys ingja heim ili, barna­ spít ala og til barna ein stæðra mæðra sem búa við sára fá­ tækt. Flest börn in búa á mun að­ ar leys ingja heim il um við erf­ ið ar að stæð ur. Þau eiga ekk­ ert sjálf og dag arn ir eru all ir eins. Þau vakna á sama tíma, horfa á sjón varp og leika sér á ákveðn um tím um og fara að sofa á ákveðn um tíma. Eng in til breyt ing. En þeg ar skó kass­ arn ir koma frá Ís landi ger ist eitt hvað. Þau fá gjaf r sem þau eiga sjálf, þau skynja að það er ekki öll um sama um þau, þau fnna kær leik ann. Svo fá þau að gefa sjálf þeg ar Ís lend ing­ arn ir koma með kass ana. Þau und ir búa alls kon ar sýn ing ar, búa til sæl gæti og föndra kort. Þau læra um Ís land og munu aldrei gleyma því þetta er þeim svo mik il vægt. Kirkj an í Úkra ínu er rúss­ nesk rétt trún að ar kirkja og starfar KFUM í Úkra ínu inn an þeirr ar kirkju deild ar. Að al skipu leggj andi dreif ing­ ar inn ar í Úkra ínu er fað ir Ev­ heniy Zhabkovskiy sem kom ið hef ur tvisvar hing að til lands í heim sókn. Hollt að gefa frá sér Stjórn for eldra fé lags leik skól­ ans á Akri á hug mynd ina að jóla gjafasöfn un inni á Akri en þar er for mað ur Þór anna Jóns dótt ir, en ásamt henni í stjórn eru Ósk Lauf ey Ótt ars­ dótt ir og Mille Toft Sör en sen. Tek ið var vel í hug mynd ina af for eldr um, leik skól an um sjálf um og þeim fyr ir tækj um sem leit að var til. Gjaf irn ar sem sett ar eru ofan í skó kass­ ana koma einnig frá börn­ un um sjálf um. „Já okk ur fannst það hollt fyr ir börn in okk ar að gefa frá sér dót, sem þau jafn vel eru ekk ert að nota og önn ur fá tæk ari börn gætu jafn vel ekki lát ið sig dreyma um að eign ast. Við höf um það svo gott hérna mið að við svo marga í heim in um, þrátt fyr ir allt. Börn in okk ar eru alin upp í allsnægt um af öllu tagi. Við vor um svo hepp in með fyr ir­ tæki, því þau hrein lega misstu sig í gjafa gleði, æð is legt hvað þau voru góð við okk ur. Við erum þeim svo þakk lát“, seg ir Þór anna. Stjórn in er að prófa þessa söfn un í fyrsta sinn og mið að við und ir tekt ir for eldra og barna þá vilja þær sjá þetta fal lega fram tak aft ur að ári í leik skól an um Akri. „Börn un um fannst þetta spennó, að sjá not uð föt og göm ul leik föng gef in frá sér, þau voru sjálf hrif in af hug­ mynd inni og vildu vera góð við fá tæku börn in. Þrátt fyr ir að við kvört um hérna heima, þá höf um við það svo gott mið að við börn in í Úkra ínu, sem búa mörg við mikla fá­ tækt. Við í stjórn erum svo þakk lát ar for eldr um fyr ir að koma hing að og vera með í söfn un inni, ómet an legt og leik skól an um fyr ir að vera með,“ seg ir Þór anna. Grein ar höf und ur þekk ir sjálf til Úkra ínu, hún á hrein­ lega mág konu það an og veit af eig in raun hvern ig mág­ kon an brást við ýmsu hér á landi þeg ar hún flutti hing að. Það sem okk ur fannst sjálf­ sagt mál, var lúx us í henn ar huga. Bara það að hafa renn­ andi vatn í hús inu, hvað þá heitt renn andi vatn! Bara það að fá ilm sápu í jóla gjöf eða geta far ið í renn andi sturtu­ bað á hverj um degi eða hafa heitt inni í hús inu eru mörg stig upp á við í lífs gæð um. Já, þetta er ótrú legt að heyra fyr ir okk ur dek ur dýr in hérna á Ís landi en svona er þetta og mág kona mín stóð samt ágæt­ lega þar í landi fjár hags lega mið að við marga. Við vit um ekki hvað við höf um það gott hérna, fyrr en við frétt um af eðli leg um lífs gæð um td. í Úkra ínu. rÍk ir geFA Fá Tæk um Það var fjörug stemn ing í saln um á leik skól an um Akri einn seinnipart í byrj un nóv em ber, þeg ar börn og for eldr ar voru í óða önn að setja dót ofan í skó kassa en þetta voru jóla­ gjaf r. Fram tak ið kem ur upp haf ega frá KFUM og K og er fal leg hugs un á bak við þess ar jóla gjafa send ing ar. BLÓMSTRANDI Kristín Embla Magnúsdóttir. Jón Garðar Arnarsson. „Allskonarsvonadót“ sem fór í jólaskókassana.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.