Ægir

Årgang

Ægir - 01.04.2015, Side 6

Ægir - 01.04.2015, Side 6
6 Fyrir margan Íslendinginn er sjómannadagurinn nánast eini snertiflöt- urinn við þessa stóru og miklu grein sem sjávarútvegurinn er. Dagskrá á bryggjunum dregur fólk alltaf að sér og ber jafnan eitt og annað at- hyglisvert fyrir augu, hvort heldur fólk hefur áhuga á sjávarútvegi eða ekki. Sjónarsviptir yrði af því í samfélaginu ef sá siður að helga sjó- mönnum og fjölskyldum þeirra einn dag á ári yrði aflagður. Á þessum degi er líka minnt á nauðsyn þess að vel sé hlúð að öryggismálum sjó- manna sem er meðal stærstu hagsmunamála þeirra. Þó margt hafi sannarlega áunnist í þeim efnum eru alltaf þörf verkefni til staðar, úr að leysa. Störf sjómanna eru sumpart lík því sem var fyrir tugum ára en líka á margan hátt gjörbreytt. Því verður seint breytt að það þarf að takast á við óblíð náttúruöflin og stórveður. Hins vegar hafa skipin og bátarnir breyst mikið. Við erum að vísu með alltof gamlan fiskiskipaflota í heild og sér í lagi stærri skipin. Í flota smærri bátanna hafa verið stigin mikil framfaraskref sem ekki aðeins má mæla í ártalinu í skráningarskírtein- unum heldur líka í því hversu sá flokkur útgerðarinnar afkastar. Þar eru ólíku saman að jafna við það sem áður var. Hvað stærri skipin varðar er ljóst að nú standa Íslendingar á þrösk- uldi nýs skeiðs. Venus, nýtt uppsjávarskip HB Granda sem hér er fjallað um í blaðinu, er það fyrsta af fimm skipum sem eru í smíðum fyrir fyr- irtækið og á næstu árum fá margar stærri útgerðanna hér á landi ný skip afhent. Þetta þýðir gjörbreytingu, sannkallaða byltingu, á vinnu- stöðum sjómanna. Að hluta getur þetta líka leitt til fækkunar starfa við sjómennsku en á hinn bóginn leiðir nýjasta tækni líka til ákveðinnar þróunar sem aftur leiða af sér ný störf. Á þessum vettvangi hefur áður verið sagt að það er fiskveiðiþjóð eins og Íslendingum ekki til fram- dráttar þegar svo fer að árin og jafnvel áratugir líða án þess að endur- nýjuð séu öflugustu fiskveiðiskip flotans. Slíkt má einfaldlega ekki ger- ast. Það er athyglisvert að fara um borð í ný skip og ræða við sjómenn- ina, spyrja þá um hver sé mesta breytingin. Svarið er raunar algjörlega samhljóða því sem útgerðarmenn og aðrir benda á. Aðbúnaður áhafnar - vinnuaðstaðan. Reyndar má í þessu sambandi minna á að sjómenn eiga stóran þátt í að svo mikill árangur hefur náðst í aukn- ingu verðmæta í sjávarútvegi á undanförnum árum. Við náum meiri verðmætum úr minni heildarafla. Og það meira að segja þrátt fyrir að lykilskip séu orðin nokkuð aldurhnigin. Tímarnir eru að sönnu breyttir. Við sjáum litla og gangmikla línu- báta komna út á togslóðir, sem óþekkt var áður fyrr. En við heyrum líka æ sjaldnar af því að bátar lendi í óvæntum stórveðrum með til- heyrandi vandræðum eða jafnvel slysum. Þökk sé þróun í veðurspám og upplýsingamiðlun um veður, aðgengi að interneti til sjós og fleiru. Nú vill heldur enginn sjá risahol í bolfiski vegna þess að allir vita hver áhrif þess eru á gæðin. Risaholin þóttu afreksmerki fyrir mjög fáum ár- um síðan. Þannig má áfram telja. Sjávarútvegur er kvik grein, spennandi grein og þýðingarmikil. Vonandi verður svo um langa framtíð. Íslenskum sjómönnum og fjölskyldum þeirra er óskað til hamingju með sjómannadaginn. Jóhann Ólafur Halldórsson skrifar Breyttir tímar Út gef andi: Athygli ehf. ISSN 0001-9038 Rit stjórn: Athygli ehf. Glerárgötu 24, Ak ur eyri. Rit stjór i: Jóhann Ólafur Hall dórs son (ábm.) Sími 515-5220. GSM 899-9865. Net fang: johann@athygli.is Aug lýs ing ar: Augljós miðlun. Sími 515-5206. GSM 898-8022. Net fang: inga@athygli.is Suðurlandsbraut 30. Reykjavík. Hönnun & umbrot: Athygli ehf. Suðurlandsbraut 30. Reykjavík. Sími 515-5200. Á skrift: Hálfsársáskrift að Ægi kostar 5500 kr. Áskriftar símar 515-5200 & 515-5205 ÆG IR kem ur út 11 sinn um á ári. Eft ir prent un og ívitn un er heim il, sé heim ild ar get ið. R itstjórn a rp istilll Vökvakerfislausnir Vökvadælur, vökvamótorar og stjórnbúnaður Danfoss hf. Skútuvogi 6, 104 Reykjavík, Sími: 510 4100 www.danfoss.is Stjórnbúnaður skipa. Tæknibúnaður sem ætlaður er til notkunar á sjó mætir erfiðustu hugsanlegu skilyrðum. Álag óblíðrar náttúru, miklar hitabreytingar og stöðugur ágangur af söltum sjó, eykur þörf viðskiptavina fyrir áreiðanlegan og skilvirkan búnað.

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.