Ægir

Volume

Ægir - 01.04.2015, Page 20

Ægir - 01.04.2015, Page 20
20 Vel búið tækjum Venus NS er búið til veiða með flottroll og nót. Skipið er 80 metra langt og 17 metra breitt. Það er tæplega 3800 brúttó- tonn að stærð, lestir þess rúma tæplega 3000 tonna afla sam- anlagt en miðað er við að 2300- 2400 tonna afla þegar öflugt sjókælikerfi skipsins er nýtt til fulls. Aðalvél skipsins er 4500 Kw og er af gerðinni Wartsila sem Vélar og skip selja hér á landi. Sömuleiðis kemur skrúfubún- aður og niðurfærslugír frá Wart- sila. Ljósavélar eru frá Scania en umboðsaðili hér á landi er Klettur hf. Vindukerfið og fiski- dælur koma frá Rapp Hydema og kranar og blakkir frá Triplex en búnað þessara framleiðenda selur Vélasalan hér á landi. Af öðrum tækjabúnaði má ÓSKUM HB GRANDA OG ÁHÖFN TIL HAMINGJU MEÐ GLÆSILEGT SKIP Venus NS í flota HB Granda N ý tt sk ip Uppsjávarskipinu Venusi NS 150 var vel fagnað á Vopnafirði þann 27. maí síðastliðinn en með komu skipsins hefst mikil endurnýjun fiskiskipaflota HB Granda sem mun fá 5 ný fiskiskip á tveimur ár- um. Skipið var smíðað hjá skipasmíðastöðinni Celiktrans Denitz í Tyrklandi og mun systurskipið, Víkingur, koma til landsins í lok árs. Í kjölfarið fylgja síðan þrír togarar en HB Grandi samdi einnig við Celiktrans um smíði þeirra. Venus NS hélt strax til kolmunnaveiða suður af Færeyjum eftir móttökuhátíðina á Vopnafirði. Kostnaður við smíði skipsins var um 3,5 milljarðar króna. Hluti setustofu áhafnar.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.