Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.2015, Síða 37

Ægir - 01.04.2015, Síða 37
37 opnar möguleika á að skera beingarð úr fiskflökum og skera þau í bita. Vatnsskurður hefur verið að ryðja sér rúms í fisk- vinnslum í landi að undanförnu en Rammi hf. er fyrsta útgerðar- fyrirtæki vinnsluskipa sem stíg- ur það skref að færa þessa tækni út á sjó. Rými verður fyrir allt að 1.200 tonn af afurðum á brett- um í 1.900 rúmmetra frystilest. Í skipinu verða líka mjöl- og um- búðalestir og í því verður ný gerð fiskimjölsverksmiðju frá Héðni. Nýi togarinn leysir af hólmi frystitogarana Mánaberg og Sigurbjörgu, sem báðir eru komnir til ára sinna. Mánaberg er 43 ára en Sigurbjörg 36 ára. Nýi togarinn verður mjög spar- neytinn og til marks um það er að olíueyðsla skipsins verður álíka og annars gömlu skip- anna, þrátt fyrir að vera mun stærra skip. Hönnun nýja skipsins er frá Skipsteknisk AS í Noregi. Sól- berg ÓF verður 80 metra langt skip, 15,4 metra breitt og búið Warsila aðalvél sem er skráð 4.640 Kw. Frystigetan verður 90 tonn af afurðum á sólarhring. Ólafur Marteinsson, fram- kvæmdastjóri Ramma hf. segir það hafa verið betri valkost fyrir fyrirtækið að ráðast í byggingu nýs frystitogara í stað þess að færa vinnslu aflans í land. „Við höfum komist að þeirri niðurstöðu að arðsemi nýja skipsins jafnast fyllilega á við landvinnslu og ísfiskútgerð, miðað við samsetningu afla- heimilda okkar. Markaðurinn er traustur og vörumerkið RAMMI þekkt fyrir gæði og áreiðan- leika; reyndar trúlega þekktasta vörumerkið í „fish and chips“- geiranum í Bretlandi. Við teljum það vera bæði mikilvægt og verðmætt að halda þeirri góðu stöðu. Við búum svo vel að á skip- um okkar eru frábærar áhafnir. Ef sú ákvörðun hefði orðið ofan á að fara að gera út á ísfisk og vinna fisk í landi hefðum við þurft að fækka sjómönnum og líklega flytja inn vinnuafl til fisk- vinnslu. Heildarlaunagreiðslur í Fjallabyggð hefðu lækkað með tilheyrandi neikvæðum áhrif- um. Þetta er svarið!“ FJÓRAR HAGNÝTAR NÁMSBRAUTIR Fisktækniskóli Íslands býður upp á fjölbreytt nám í sjávarútvegi á framhaldsskólastigi. Námið er hagnýtt tveggja ára nám sem er byggt upp sem önnur hver önn í skóla og hin á vinnustað. Nemendur geta valið sér námsleiðir í sjómennsku, fiskvinnslu og fiskeldi. Verkefni og vinnustaðir eru valdir með hliðsjón af áhuga hvers og eins. Nám í skóla - nám á vinnustað Víkurbraut 56 240 Grindavík, info@fiskt.is FISKTÆKNI Tveggja ára hagnýtt framhaldsskólanám til starfa í sjávarútvegi og fiskeldi. Inntökuskilyrði: Grunnskólapróf. Á Fisktæknibraut er hægt að velja þrjár línur: Sjómennska/veiðar - Fiskvinnsla- Fiskeldi Hvert námsár skiptist í eina önn í skóla og eina á vinnustað undir leiðsögn tilsjónamanns (72 ein). MAREL VINNSLUTÆKNI Eins árs nám við vélar og hugbúnað frá Marel. Inntökuskilyrði: Hafa lokið námi í Fisktækni eða sambærilegu námi. Námsárið skiptist í fagbóklegar greinar og vinnustaðanám undir leiðsögn tilsjónamanns (36 ein). GÆÐASTJÓRN Eins árs nám í gæðstjórnun. Inntökuskilyrði: Hafa lokið námi í Fisktækni eða sambærilegu námi. Námsárið skiptist í fagbóklegar greinar og vinnustaðanám undir leiðsögn tilsjónamanns (36 ein). NETAGERÐ Þriggja ára iðnnám með mikla starfsmöguleika til starfa við veiðarfæragerð (48 ein). Spennandi blanda bóklegs og verklegs náms sem gefur mikla starfsmöguleika eða til frekari menntunnar. Nánari upplýsingar hjá starfsmönnum Fisktækniskóla Íslands í síma 412-5966 eða á www.fiskt.is Námskeið Við bjóðum fyrirtækjum og einstaklingum upp á ýmis námskeið svo sem HACCP, vélstjórn, smáskipanám og fl. sjá heimasíðu. Innritun hafin fyrir haustönn 2015 Vatnsskurðarvél frá Völku ehf. er meðal þess búnaðar sem verður um borð. Þetta er í fyrsta sinn sem vatns- skurðarvél er sett í frystitogara hér á landi. F réttir

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.