Ægir

Volume

Ægir - 01.04.2015, Page 45

Ægir - 01.04.2015, Page 45
45 Þuríður Einarsdóttir, oftast nefnd Þuríður formaður, var einn mesti kvenskörungur í Ár- nesþingi á 19. öld og þekktust fyrir formennsku sína á sjó og því að koma upp um Kambs- ránið. Hún stundaði sjó til ársins 1843 eða í ein 55 ár og var lengst af formaður á bát sem þótti einstakt fyrir konur á hennar tíma. Þuríður var fædd á Stéttum í Hraunshverfi 1777 og byrjaði að róa á vorvertíð hjá föður sinum 11 ára gömul og gerðist fullgildur háseti rúm- lega tvítug að aldri. Hún byrjaði formennsku sína 1802 fyrst á vor- og haustvertíð, síðan á vetrarvertíðum. Frá 1830 til dauðadags 1863 bjó Þuríður á Eyrarbakka að undanskildum 7 árum er hún dvaldist við versl- unarstörf í Hafnarfirði. Lengst af sá hún um sig sjálf, ýmist við smábúhokur eða sem húskona á Skúmsstöðum þar til seinustu 8-9 árin sem hún lifði, er hún varð að þiggja sveitarstyrk, komin fast að áttræðu. Hún dó í Einarshöfn haustið árið 1863, þá 86 ára gömul. Seint á nítjándu öld kom út saga Þuríðar og Kamsránsins sem skrifuð var af Brynjúlfi Jónssyni frá Minna Núpi. Þar er Þuríði lýst sem orðheppinni, gáfaðri og yfirvegaðri konu. Hún hafði mikla athyglisgáfu en var samtímis fljóthuga og minnug. Þá segir að hún hafi verið fiskin og lagin við öll verk sem féllu til á sjó. Athyglisgáfan kom sér vel þegar hún var feng- in til að upplýsa rán sem framið var á bænum Kambi í Flóa 1827 þegar fjórir grímuklæddir menn réðust inn í bæinn, bundu heimilisfólk og höfðu á brott með sér 1000 ríkisdali. Hlutverk Þuríðar fólst helst í að bera kennsl á verksummerki þjóf- anna. Þar kannaðist hún við handbragð á skó sem skilinn hafði verið eftir og för á járn- fleini gat hún rakið til tiltekins steðja í Hraungerðishreppi. Dr. Margaret Wilson sagnfræðingur telur að Þuríður hafi nánast ver- ið tilneydd að upplýsa um gjörningsmennina. Lífsviður- væri hennar hafi að nokkru leyti verið undir sýslumanni komið því til hans þurfti hún að sækja leyfi til að klæðast karlmanns- fötum þegar hún sótti sjóinn. Þuríðarbúð á Stokkseyri var reist árið 1949 til minningar um Þuríði formann. Búðin stendur nálægt þeim stað sem búð Þur- íðar stóð. Teikning af Þuríði formanni sem Finnur Guðmundsson (1909- 1979) frá Kjöreyri gaf Þjóðminja- safninu. Þuríður formaður Sjókonum fækkar með stærri skipum Íris Gyða segir að með vélvæð- ingu fiskveiðiflotans um 1900 hafi bátarnir stækkað og um leið hafi þátttaka kvenna í sjó- sókn minnkað. „Upp úr því eru ekki miklar heimildir um konur um borð í stærri fiskiskipum en þær héldu samt áfram að róa til fiskjar og að draga björg í bú á smærri bátum í fámennari sam- félögum. Fyrir aldamótin 1900 breytist síðan fjölskyldumynstr- ið og konur urðu bundnari heimilinu en áður.“ Hún segir að fjöldi sjókvenna hafi verið talsvert breytilegur í gegnum tíðina og þannig hafi þeim fjölgað á síldarárunum þegar margar störfuðu sem síldar- kokkar. Eins hafi orðið áberandi aukning með öflugri kvenrétt- indabaráttu upp úr 1970. Hún segir gögn Hagstofunnar benda til að með stækkun skipa og fækkun í áhöfnum hafi orðið erfiðara fyrir konur að fá pláss og konur með reynslu jafnvel orðið að víkja fyrir reynslulaus- um körlum. Konum virðist því fækka til sjós þegar eftirsókn eftir skipsplássi eykst. „Sam- kvæmt tölfræðiupplýsingum frá Hagstofunni voru konur um 13% þeirra sem skráðir voru til sjós um aldamótin 2000 en á árunum fyrir hrun fækkaði þeim verulega og 2011 voru þær um 5,7% sem er þó mun meira en í nágránnalöndunum þar sem konur eru sjaldséðar til sjós. Helstu sóknarfæri kvenna hér á landi í dag eru dagróðrabátarn- ir en konur hafa sinnt og sinna í dag öllum störfum til sjós.“ Sýningin Sjókonur er á neðri hæð Bryggjusalar Sjóminja- safnsins við Grandagarð. Íris Gyða segir að við uppsetningu hennar sé lögð áhersla á list- ræna framsetningu og upplifun sýningargesta. Meðal annars með myndverkum en einnig er textum brugðið á skjái og frá- sögnum og viðtölum við ís- lenskar sjókonur miðlað af myndböndum. Útlit sýningar- innar er hannað af Finni Arnar Arnarssyni.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.