Ægir

Årgang

Ægir - 01.04.2015, Side 46

Ægir - 01.04.2015, Side 46
46 Vélar og framdrifsbúnaður frá Marás Nýsmíði Samherja, Útgerðarfélag Akureyringa og FISK Seafood Bjóðum aðeins viðurkenndan búnað Marás ehf. Miðhraun 13 - 210 Garðabær Sími: 555 6444 - Fax: 565 7230 www.maras.is Sendum sjómönnum og fjölskyldum þeirra hamingjuóskir á sjómannadaginn TOIMIL generationpower STAMFORD AUTOMATION TECHNOLOGY Þorsteinn I. Guðmundsson er um þessar mundir að taka við formennsku í Sjómannafé- laginu Jötni í Vestmannaeyjum af Valmundi Valmundssyni sem gegnt hefur formennsku í fé- laginu í áraraðir. Þorsteinn hef- ur undanfarin ár verið varafor- maður félagins og þekkir því vel til. Hann hefur búið á höf- uðborgarsvæðinu síðastliðin 15 ár, en flytur nú aftur til Eyja. „Þetta leggst ljómandi vel í mig, ég hlakka til að koma til Vestmannaeyja á ný og takast á við ögrandi verkefni,“ segir hann. Leitað var til hans með að taka að sér starfið á liðnu hausti, þegar ljóst var að Val- mundur ætlaði að hætta störf- um, „en ég skoraðist undan,“ segir hann. Leikar fóru þó svo að eftir hvatningu lét hann hann til leiðast. 12 ára á sjó Þorsteinn er Siglfirðingur, fæddur þar í bæ í febrúar árið 1953 og tók frá unga aldri þátt í störfum sem tengjast grunnat- vinnuvegum Íslendinga, land- búnaði og sjávarútvegi, var í sveit á sumrin og byrjaði ungur að sækja sjóinn með föður sín- um. „Ég var 12 ára þegar ég fór með pabba á sjó, hann gerði út trillu yfir sumarið, við vorum á handfærum þannig að ég kynntist sjómennskunni ungur að árum,“ segir hann. Þorsteinn Þorsteinn I. Guðmundsson tekur við formennsku í Jötni í Vestmannaeyjum: Leggst vel í mig að taka við ögrandi verkefni Koddaslagur ómissandi þáttur í dagskrá sjómannadagsins. S jóm en n sk a n

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.