Gerðir kirkjuþings - 1980, Side 9
1
Tólfta kirkjuþing islenzku þjóðkirkjunnar var háð i Reykjavik
24. okt. til 6. nóv. 1980. Það hófst með guðsþjónustu i Hall-
grimskirkju, fostudaginn 24. okt. kl. 14. Sr. Trausti Péturs-
son prófastur á Djúpavogi og kirkjuþingsmaður prédikaði. Altaris-
þjónustu önnuðust sóknarprestar Hallgrimskirkju, sr. Karl Sigur-
björnsson og sr. Ragnar Fjalar Lárusson. Organleikari var Jón
Stefánsson. Söngfólk úr kirkjukór hans annaðist sönginn. Fylgt
var guðsþjónustuformi skv. þeirri handbókartillögu, sem lá fyrir
þinginu. Að lokinni guðsþjónustu var gengið i safnaðarsal Hall-
grimskirkju. Biskup setti þingið og bauð kirkjuþingsmenn velkomna.
Sérstaklega bauð hann velkomna forsætisráðherra dr. Gunnar Thor-
oddsen, kirkjumálaráðherra Friðjón Þórðarson og frú Kristinu Sig-
urðardóttur, ráðunsytisstjóra Baldur Möller og Þorleif Pálsson
deildarstjóra.
Biskup minntist látinna kirkjuþingsmanna: Hákon Guðmundsson, fv.
yfirborgardómari, andaðist 6. jan. s.l. þá 75 ára, f. 18. okt. 1904,
en hann sat á kirkjuþingi 1960 og 1962 sem fulltrúi 1. kjördæmis.
Sr. Þorsteinn B. Gislason, þrófastur i Steinnesi, andaðist 8. júni
s.l. þá 82 ára, f. 26. júni 1897. Sr. Þorsteinn sat á kirkjuþingi
1958 - 1968 fyrir 4. kjördæmi. Jóhann Hafstein, andaðist 15. mai.
Hann átti sem kirkjumálaráðherra sæti á kirkjuþingi 1963 - 1970.
Aó lokinni ræðu biskups ávarpaði Friðjón Þórðarson kirkjumálaráð-
herra þingið, minntist á mörg mál, sem varða kirkju og kristni i
landinu, gerói grein fyrir nokkrum atriðum úr fjárlagafrumvarpi
1981, sem nú liggur fyrir Alþingi og varóar kirkjuna. Að lokum
árnaói kirkjumálaráðherra þinginu heilla i störfum. Biskup þakk-
aði ráðherra hlý orð i garð kirkjunnar og gat þess, að kirkjan
vænti mikils af ráðherra þar sem hann þekkti svo vel til málefna
kirkju og kristni i landinu, enda eini ráðherrann, sem verið hafi
kirkjuþingsmaður, sem kosinn fulltrúi.
Tveir kirkjuþingsmenn höfðu boðað forföll: Óskar Sigurbjörnsson,
(5. kjördæmi) og Þórður Tómasson (7. kjördæmi). Fyrri varamaður
5. kjördæmis af leikmanna hálfu er látinn, annar varamaður var
forfallaóur. Varamaður Þórðar Tómassonar, Jón Guðmundsson, Fjalli,
sat þingið.
Þingskrifarar voru kosnir: Hermann Þorsteinsson,
Jón Guðmundsson.