Gerðir kirkjuþings - 1980, Page 19
11
Samfélagið um Guðs borð - liðir 14-22
14. Friðarkveðja (Pax)
Aður en uér búum oss undir að neyta þeirra gjafa
sem staðfesta friðinn milli himins og jarðar,
lýsum uér sátt og friði meðal vor innbyrðis.
Syndajátning getur komið á undan friðarkveðjunni.
Kirkjugestir geta áskað hver öðrum friðar eftir að
presturinn hefur flutt friðarkveðjuna. Gera þeir
það með handtaki og segir hver við sinn sessunaut:
Friður sá með þér.
15. Sálmur
Undir sálminum tilreiðir presturinn brauð og vín.
í lesmessum skal lesa úr Davíðssálmi 116 og flytja
bæn. í sungnum messum má presturinn lesa sálminn og
bænina í hljáði, á meðan sálmurinn er sunginn.
16. Þakkarqjörðin - Upphaf (Praefatio)
Vér hefjum þakkargjörð vora til Guðs fyrir allt, sem
hann hefur gefið oss, sameinuð kirkju himnanna.
17. Þakkargjörðin - Heilagur (Sanctus)
Uár tökum undir lofsöng hinna himnesku herskara frammi
fyrir hástáli Drottins. (3es.6.2-3; Op.4.8)
18. Þakkargjörðin - Þakkarbæn (oratio eucharistica)
Uér þökkum Guði fyrir að hafa skapað oss og alla
hluti, fyrir að hafa endurleyst oss fyrir son sinn
Desú Krist og fyrir að álíta oss verð að vera þjánar
hans í heiminum. Vér minnumst þess sem 3esús gerði
nóttina sem hann var svikinn, minnumst fyrir Guði
fyrirheita hans og biðjura hann líta á þau, en ekki á
syndir vorar.
Allt atferli vort í messunni tekur mið af atferli
3esú við hina síðustu máltíð, er hann tók brauð,
braut það, þakkaði og gaf. Þegar presturinn fer
með innsetningarorðin, sem felld eru inn í þakkar-
bænina, líkir hann eftir atferli 3esú.
Yfir brauðinu:
Við orðin: MTók hann brauðið”, tekur presturinn eina
oblátu eða patínuna sér í hönd.
Við orðin: ”Gjörði þér þakkir", gerir presturinn
krossmark yfir brauðinu.
Eftir orðin: "Gjörið þetta í mína minningu", má
presturinn lyfta einni oblátu. Heldur hann henni
þá milli þumal- og vísifingurs beggja handa.
Yfir kaleiknum:
Við orðin: "Tók hann kaleikinn", tekur presturinn
kaleikinn.
Við orðin: "Gjörði þér þakkir", gerir presturinn
krossmark yfir kaleiknum.
Eftir orðin: "Gjörið þetta í mina minningu", má
presturinn lyfta kaleiknum.