Gerðir kirkjuþings - 1980, Blaðsíða 33
25
Prestur:
Vér biðjum þig fyrir öllum sjúkum á líkama og sllu ...
(hér má hafa þögn eða bæta við sérstökum bænarefnum),
fyrir föngum, fátækum og einstæðingum, fyrir sorg-
mæddum, ellihrumum og deyjandi ... (hér má biðja sér-
staklega fyrir þeim er óskað hafa fyrirbænar safnaðarins).
Líkna þeim, styrk þá og hugga, fyrir 3esú Krist,
Drottin v/orn.
Söfnuður:
Drottinn, heyr vora bæn.
Hér er höfð þögn til hljóðrar bænar eða beðið bænar í
sérstökum aðstæðum.
Að síðustu mælir prestur:
Almáttugi Guð, þú hefur gefið oss náð til þess á
þessari stundu að koma með óskir vorar fram fyrir
þig og hefur heitið því, að hvar sem tveir eða þrír
eru saman komnir og samhuga í þínu nafni munir þú
heyra bænir þeirra. Uppfyll þær að
vilja þínum. Gef oss í þessum heimi þekkingu á
sannleikanum og £ hinum komandi eilíft líf. Fyrir
3esú Krist, Drottin vorn.
Söfnuður:
Drottinn, heyr vora bæn.
Fari altarisganga fram, hefst hér liður 14 - friðarkveðja.
Fari ekki fram altarisganga mælir presturinn:
Allar bænir vorar felumvér í þeirri bæn sem
Drottinn hefur kennt oss og biðjum öll
saman:
Allir:
Faðir vor ...
Því næst er blessun, liður 23.
Bæn 3
Prestur:
Guð, vér treystum miskunn þinni og biðjum fyrir
kirkju þinni í öllum heimi. Sameina hana og
endurnýja með anda þínum. Hjálpa oss til að
finna til ábyrgðar gagnvart henni. Send trúa
verkaraenn í víngarð þinn. Tak frá oss alla
lesti og ótta, svo að veröldin megi £ oss skynja
starfandi elsku þ£na, fyrir Desú Krist, Drottin
vorn.
Svar:
Drottinn, heyr vora bæn.
Prestur:
Ver biðjum, Guð, fyrir öllum, sem þjást vegna
styrjalda eða náttúruhamfara, vegna kynþáttahaturs
eða annars ranglætis. Vér biðjum fyrir þeim sem
sæta kugun. Uek oss til meðvitundar um þjáningu
annarra, fvrir Desú Krist, Drottin vorn.
Söfnuður:
Drottinn, heyr vora bæn.