Gerðir kirkjuþings - 1980, Page 47
39
Þakkarbæn 3
Presturinn:
Sannarlega eru himnarnir og jörðin full af
heilagleik dýrðar þinnar í Drottni Guði uorum
og frelsara Desú Kristi. Hann afklæddist
þinni dýrð, steig niður af himni til uor,
fæddist af Maríu meyju fyrir heilagan anda
og tók á sig þjónsmynd til að endurleysa oss.
Hann var hlýðinn allt fram í dauða á krossi,
þar sem hann útbreiddi sínar helgu hendur,
er hann leið, svo að hann mætti dauðann
sigra, slíta fjötra satans og frelsa frá
glötun alla þá sem trúa og veita oss föllnum
hlutdeild í guðdómi sínum.
Hann bauð £ helgu guðspjalli, að þessa skyldi
minnst verða, er hann - é þeirri nóttu sem
hann svikinn var, tók brauðið, gjörði þakkir
og braut það og gaf sínum lærisveinum og sagði:
Takið og etið, það er minn líkami, sem fyrir
yður verður gefinn. Gjörið það í mína minningu.
Sömuleiðis eftir kvöldmáltíðina tók hann kaleikinn,
gjörði þakkir, gaf þeim hann og sagði:
Drekkið allir hér af. Það er kaleikur hins
nýja testamentis £ m£nu blóði, sem fyrir
yður úthellist til fyrirgefningar syndanna.
Gjörið þetta svo oft sem þér það drekkið,
£ m£na minningu.
Þess vegna gjörum vlr við þetta helga altari
minningu þá er hann bauð oss og minnumst
p£nu hans og dauða, sigrandi upprisu hans
og dýrðarfullrar himnafarar og göngum að
hásæti náðar þinnar með þetta helga brauð
lifsins og kaleik eil£fs hjálpræðis sem
þakkar- og lofgjörðarfórn vora. I samneyti
hennar játum vér hina einu algildu syndafórn,
sem þinn elskaði sonur, æðsti prestur vor,
færði á krossinum £ eitt skipti fyrir öll,
til eil£frar lausnar öllum þeim sem
helgaðir verða.
l/lr biðjum þig að meðtaka þessa skyldugu
þjónustu vora £ náð og að afmá syndir vorar,
að vlr megum maklega neyta þessa helgasta
leyndardóms, mettast allri himneskri blessun
og náð, öðlast arfleifð með þ£num helgu
postulum, p£slarvottum og öllum útvöldum
og verða einn likami með Kristi og
allri kirkju hans.
Fyrir hann, með honum og £ honum, sl þér
og heilögum anda heiður og dýrð £ heilagri
kirkju þinni um aldir og að eil£fu.
Svar:
Amen.
Þá hefst liður 19