Gerðir kirkjuþings - 1980, Page 69
61
til þín, svo að þeir megi allir gleðjast yfir
miskunn þinni og lofa þig. Fyrir Drottin vorn
DbslÍ Krist.
Allir:
Amen.
Lesari:
Uér skulum og biðja fyrir þeim sem villir fara
og sundrung tvístrar, að Guð Drottinn vor láti
þá heyra rödd hins gðða hirðis og skipast í
hans hjörð.
Látum oss biðja.
Prestur:
Almáttugi, eilífi Guð, þú sem ekki vilt dauða
syndugs manns, heldur að hann snúi sér og lifi.
LÍt til þeirra sem afvegaleiddir eru og villu-
ráfandi, að þeir hafni villu sinni og hverfi
aftur til einingar í sannleika þínum. Fyrir
Drottin vorn Desú Krist.
Allir:
Amen.
Lesari:
\lér skulum einnig biðja fyrir eignarlýð Guðs,
Gyðingum, að Guð leiði þá til þekkingar á Desú
Kristi, Drottni vorum.
Látum oss biðja.
Prestur:
Almáttugi, eilífi Guð, heyr þú bænir vorar, er
vér biðjum þig fyrir lýð þínum. Lát hann viður-
kenna ljés sannleika þíns, sem er Kristur. Fyrir
hinn sama Drottin vorn Jesú Krist.
Allir:
Amen.
Lesari:
\Jér skulum einnig biðja fyrir heiðingjum, að
almáttugur Guð nemi brott blindu hjartna þeirra
og þeir snúi sér til hans, hins eina lifandi
sanna Guðs, föður Drottins vors Jesú Krists.
Látum oss biðja.
Prestur:
Almáttugi, eilífi Guð, sem elskar syndarann og
hefur fyrirbúið honum hjálpræði, meðtak £ líkn
bæn vora. Frelsa heiðingjana og leið þá til
trúar á þig, þínu nafni til lofs og dýrðar.
Fyrir Drottin vorn Jesú Krist.
Allir:
Amen.
Ef altarisganga á að fara fram, hefst hér liður 14 £ hinni
almennu messu.
Ef altarisganga fer ekki fram, segir prestur:
Biðjum saman bænina, sem Drottinn hefur kennt oss.
Allir:
Faðir vor ...