Gerðir kirkjuþings - 1980, Side 84
76
lærisveinum, skírið þl til nafns föðurins og sonar-
ins og hins heilaga anda og kennið þeim að halda
allt það sem ég hef boðið yður. Og sjá, ég er með
yður alla daga, allt til enda veraldarinnar."
(natt.28.18-20).
f beinu framhaldi segir presturinn (eða annar lesari):
Heyrum ennfremur þessa frásögn: Plenn færðu börn
til Desú, til þess að hann skyldi snerta þau, en
lærisveinarnir ávítuðu þá. En er Oesús sá það,
gramdist honum það og hann sagði við þá: "Leyfið
börnunum að koma til mín og bannið þeim það ekki,
því að slíkra er Guðs ríki. Sannlega segi ég
yður: Hver sem ekki tekur á máti Guðs ríki eins og
barn, mun alls eigi inn í það koma." Og hann ték
börnin sér í fang, lagði hendur yfir þau og blessaði
þau. (flark.10.13-16).
(Við skírn fullorðinna er í stað þessarar frásögu lesið
Dáh.3.3-6):
Desös sagði við Nikédemus: "Sannlega, sannlega segi
eg þér: Enginn getur séð Guðs ríki, nema hann endur-
fæðist." Nikédemus segir við hann: "Hvernig getur
nokkur fæðst, þegar hann er orðinn gamall? Hvort
getur hann aftur komist inn £ kvið méður sinnar
og fæðst?" Desús svaraði: "Sannlega, sannlega segi
ég þér, ef maðurinn fæðist ekki af vatni og anda,
getur hann ekki komist inn í Guðs ríki."
4. Skírnarbænir
Þá biður presturinn eina eftirfarandi bæna:
A. Látum oss biðja. (Eða: Biðjum).
Almáttugi, eilífi Guð, faðir Drottins vors Desú
Krists, vér áköllum þig fyrir þetta barn og biðjum
þig að veita því skírnargjöf þína, hina eilífu náð
fyrir laug endurfæðingarinnar. Tak það að þér og
svo sem sonur þinn hefur sagt: "Biðjið og yður mun
gefast, leitið og þér munuð finna, knýið á og mun
fyrir yður upp lokið verða," svo gef þú þessu barni
gjafir þínar og ljúk upp fyrir því dyrum náðar þinnar,
svo að það megi hljéta eilífa blessun og inngöngu í
ríki þitt, sem þú hefur heitið fyrir Drottin vorn
Desú Krist.
Svar:
Amen.
B. Látum oss biðja. (Eða: Biðjum).
Almáttugi faðir, skapari vor. Vér þökkum þér það
undur sköpunar þinnar, sem þú hefur leyft oss að
reyna og sjá í þessu barni, þá dýrmætu gjöf, sem
þú auðgar oss með og það traust sem þú sýnir oss.
Veit hjörtum vorum og höndum hlýju og alúð, styrk
og festu, að vér getum annast það vel og miðlað því
af kærleika þínum. Vér færum þér það í trausti til
fyrirheita þinna og biðjum: Veit því fyrirheit
skírnarinnar. Gef því heilagan anda, að hann veki
og glæði allt gott, sem þú hefur félgið í sálu þess.
Fyrir Desú Krist, Drottin vorn.