Gerðir kirkjuþings - 1980, Page 90
82
Tít.3.4-7:
Þegar gæska Guðs frelsara vors og mannelska
birtist, þá frelsaði hann oss, ekki vegna
réttlætisverkanna, sem vér höfðum unnið, heldur
samkvæmt miskunn sinni fyrir laug endurfæðingar
og endurnýjungar heilags anda, sem hann úthellti
yfir oss ríkulega fyrir Desú Krist, frelsara
vorn, til þess að vlr, réttlættir fyrir náð
hans, yrðum í voninni erfingjar eilífs lífs.
I.Pét.2.4-5,9-10:
Komið til hans, hins lifanda steins, sem að
sönnu var útskúfað af mönnum, en er hjá Guði
útvalinn og dýrmætur og látið sjálfir uppbyggjast
sem lifandi steinar í andlegt hús til heilags
prestafélags til að frambera andlegar fárnir,
Guöi velþóknanlegar fyrir Desú Krist. Þer eruð
.útvalin kynsláð, konunglegt prestafélag, heilög
þjáð, eignarlýöur, til þess að þér skuluð víðfrægja
dáðir hans, sem kallaði yður frá myrkrinu til síns
undursamlega ljóss. Þér sem áður voruö "ekki lýður",
en eruð nú orðnir "Guðs lýður", þér sem ekki nutuð
miskunnar, en hafið nú miskunn hlotið.
Skipta má lestrinum milli nokkurra lesara.
á milli lestra má syngja t.d. nr. 250, 253 eða 255.
Aö ritningarlestri' loknum getur presturinn flutt
hugleiðingu um skírnina og gagn hennar og um hlutverk
guðfeðgina.
SÍöan fer athöfnin öll fram með sama hætti og skírn við
messu nema liður 9.
9. F yrirbæn
Þegar barnið hefur verið skírt, getur presturinn
gengið fyrir altarið og foreldrar og guðfeðgin
tekið sér stööu við gráðurnar, meðan beðið er
eftirfarandi bænar.
Presturinn (snýr sér aö altarinu):
• Látum oss biðja: Guð, faðir vor, vér þökkum þér,
að þú kallar oss með nafni frá myrkri til þíns
undursamlega ljóss í heilagri skírn, svo að vér
öðlumst eilíft líf fyrir Oesú Krist, Drottin vorn.
Svar:
Drottinn, heyr vora bæn.
Presturinn:
Uér biðjum þig: Staðfest fyrirheit þitt til handa
barninu, sem nú hefur þegið heilaga skírn. Ger
það að trúum lærisveini_ sonar þíns, svo að það
megi öölast arfleifð með öllum vottum þínum,
fyrir Oesú Krist, Drottin vorn.
Svar:
Drottinn, heyr vora bæn