Gerðir kirkjuþings - 1980, Page 190
182
Lagt er til, aó 22. gr. orðist svo: "Prestar og formenn sókn-
arnefnda kjósa prófast og er biskup bundinn af þvi kjöri.
Ef einhver einn fær helming greiddra atkvæða, skipar ráðherra
þann". - Bent er á, að prófastar þurfi að hafa "kapellána
sér til aóstoðar, eigi þeir að geta rækt tilsjónarskyldu
sina nógsamlega". - Hafa þarf varnagla um umsagnarskyldu
prófasts um umsækjanda um prestsembætti, þegar hann er umsækj-
andi sjálfur. - Talið er, að nánari ákvæði vanti um visitazíu—
skyldu prófasta. - Lagt er til, að inn i 26. gr. hætist, að
haft skuli samráó við Guófræðideildina. — í einu prófasts-
dæmi er lagt til, aó prestar og fulltruar leikmanna á kirkju-
stefnu kjósi prófast.-
Við fimmta kafla frumvarpsins "Um prest" eru geróar margar
athugasemdir, einkum vió 27. greinina. Ekki veróa þær allar
taldar hér upp orðréttar, en helztu breytingartillögur og
athugasemdir eru þessar:
Flestir álita, að "fólk sé yfirleitt andvigt breytingum á
núgildandi prestskosningalögum og vill fá að halda rétti
sinum til að kjósa prest" Álitió er, að "almenningur sé
á móti því að fella niður eóa breyta prestskosningum i þvi
formi, sem verið hefur, safnaðarmeðlimir telji, aó þar séu
felld burt réttindi, sem fáir vilji missa, að hver kjósi
sinn prest".
Sumir taka þó fram, að um þetta mál séu skiptar skoðanir.
Enn aórir leggja til, að "óski 1/3 hluti atkvæðisbærra safn-
aðarmanna eftir almennum prestskosningum i söfnuðinum, skulu
þær fara fram. - Bent er á að tryggja þurfi, aó réttur sá,
er fólk nú hefur til að kalla sér prest, verði ekki skertur.
- Fram koma hugmyndir um, að ráðherra skipi prest beint, að
fenginni umsögn biskups. - Þvi er alfarió mótmælt, að aðrar
■ sóknarnefndir en þær, sem njóta eiga frumþjónustu prestsins,
geti haft áhrif á val sóknarprests. Sumir eru "algjörlega
mótfallnir sérstakri aógreiningu i sérþjónustu og frumþjón-
ustu til að sérhæfa starf prestsins". — Talið er, aó erindis-
bréf fyrir presta þurfi aó vera almennt og hió sama fyrir
alla sóknarpresta. "Óþolandi sé, að biskup (og prófastur)
geti fyrirvaralaust breytt starfi og starfsvettvangi presta
meó nýju embættisskjali." - í einu prófastsdæmi er lagt til,