Gerðir kirkjuþings - 1980, Page 202
194
1980
12 ._kirk juþi.n2
6 . mál
T i 1 1 a £ a
til þingsályktunar um breytingu á lögum um kirkjuþing.
Flm. Helgi Rafn Traustason.
Kirkjuþing 1980 samþykkir að beina þeirri ósk til kirkjumálaráðherra að hann
beiti sér fyrir þeirri breytingu á samkomum kirkjuþings, að eftir kjör næstu
kirkjuþingsmanna, komi kirkjuþing saman á hverju ári, og megi þingið standa
allt að einni viku í senn.
Við fyrri umræðu flutti sr. Jón Einarsson breytingartillögu. 1
stað orðanna "allt að einni viku i senn," komi "tiu daga," og viö-
auki komi: "Jafnframt ályktar kirkjuþing að beina þeim eindregnu
tilmælum til kirkjumálaráðherra, að hann flytji á Alþingi frumvarp
það til breytinga á lögum um kirkjuþing og kirkjuráð, er afgreidd
var á kirkjuþingi 1976 (3. mál þingsins)."
Þá kom sr. Pétur Sigurgeirsson með þá ábendingu, aó nefnd sú, sem
fengi málið til athugunar, athugaði nánar lögin um kirkjuþing.
Málinu var visað til löggjafarnefndar.
2. umræðu var frestað tvisvar og málinu visað aftur til löggjafar-
nefndar, enda komu fram breytingartillögur vió nefndarálitið.
Endanlegt álit hennar var svo hljóóandi og samþykkt samhljóða
(framsögum.nefndarinnar sr. Sigurður Guðmundsson).
Kirkjuþing 1980 beinir þeim eindregnu tilmælum til kirkjumálaráð-
herra, að eftirfarandi breytingar verði gerðar á lögum um kirkju-
þing.
1. Kirkjuþing komi saman árlega og megi standa allt að 10 daga.
2. Fulltrúum á kirkjuþingi verði fjölgað úr 17 i 21 þannig, að
fyrsta kjördæmi, Reykjavikurprófastsdæmi, fái fjóra fulltrúa, tvo
presta og tvo leikmenn og öðru kjördæmi verði skipt í tvö kjördæmi,
Kjalarnesprófastsdæmi, er fái tvo fulltrúa, einn prest og einn leik-
mann, og Borgarfjarðar-, Snæfellsnes- og Dalaprófastsdæmi, er fái