Gerðir kirkjuþings - 1980, Page 224
216
1980
12kirkju]Ding
25. mál.
Frumvarp
til laga um biskupskosningu.
Flutt af kirkjuráði.
Framsögum. Sigurbjörn Einarsson, biskup.
1. gr.
Kjörgengur til embættis biskups íslands er hver guðfræði-
kandidat, sem fullnægir skilyrðum til þess að vera skipaður prest-
ur i Þjóðkirkjunni.
2. gr.
Kosningarrétt við biskupskjör eiga:
1. Allir þjónandi prestar og prófastar i þjóðkirkjunni,
þ.á.m. prestar þeir er 6. gr. 2. málsgr., 7. gr. 1. málsgr.,
8. og 9. gr. laga nr. 35/1970 taka til, þjónandi vigslubiskupar
og biskup, kennarar guðfræðideildar, sem eru i föstum embættum
eða störfum (prófessorar, dósentar, lektorar), enda séu þeir guð-
fræðikandídatar, og biskupsritari með sama skilorði, svo og prests-
vigðir menn, sem ráðnir eru til sérstakra starfa innan þjóðkirkju
á vegum kristnisjóðs, eftir þvi sem nánar segir i reglugeró sbr.
7. gr.
2. Leikmenn þeir, sem sæti eiga á kirkjuþingi, þegar biskups-
kosning fer fram, svo og leikmenn, sem sitja i kirkjuráði, en eru
eigi jafnframt kjörnir kirkjuþingsmenn.
3. Enn fremur einn leikmaður fyrir hvert prófastsdæmi, kjör-
inn af leikmönnum, sem sæti eiga á héraðsfundi, til 4 ára i senn,
og skal varamaður einnig kjörinn á sama hátt.
3. gr.
Biskupskosning skal vera skrifleg og leynileg.
Þriggja manna kjörstjórn fer með yfirstjórn, undirbúning og
framkvasmd biskupskosningar. Formaður hennar er ráðuneytisstjór-
inn i Dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, en varamaður hans skrif-
stofustjórinn i sama ráðuneyti. Aðalfundur Prestafélags íslands