Gerðir kirkjuþings - 1980, Side 225
217
tilnefnir annan kjörstjórnarmann til 4 ára i senn, svo og vara-
mann. Kirkjumálaráðherra skipar þriðja manninn og varamann hans
til 4 ára í senn.
Kjörstjórn semur kjörskrá fyrir biskupskosningu, og skal
hún liggja frammi á biskupsstofu eóa öórum stað eða stöðum, sem
kjörstjórn ákveður, í 4 vikur, eftir þvi sem nánar segir i aug-
lýsingu kjörstjórnar.
Kjörstjórn úrskurðar um kosningarrétt samkvæmt lögum þessum,
svo og um gildi einstakra atkvæðaseðla, og enn fremur um kjörgengi.
ÍJrskurði kjörstjórnar má, innan viku frá þvi er hann gekk, skjóta
til kirkjumálaráðherra, sem leysir úr málinu til fullnaðar.
4. gr.
Kjörstjórn sendir þeim, sem kosningarrétt eiga, nauósynleg
kjörgögn: auóan kjörseðil, óáritað umslag, eyðublað fyrir yfir-
lýsingu kjósanda um það, að hann hafi kosið, og umslag með utan-
áskrift kjörstjórnar. Þá skal fylgja leiðbeining um það, hvernig
kosning fari fram. Greina skal glögglega, fyrir hvaóa tima kjör-
seðill skuli hafa borist kjörstjórn.
Kjósandi ritar á kjörseðil nafn eins biskupsefnis. Eigi
skal hann undirrita kjörseðil eða auðkenna hann með öðrum hætti.
Setur hann seðilinn siðan i óáritaða umslagið, sbr. 1. málsgr.,
og lokar því, útfyllir eyðublaðið og leggur gögnin i áritaða um-
slagið og sendir kjörstjórn það i ábyrgðarpósti.
5 . gr.
Kærur út af kosningunni skulu hafa borist kjörstjórn innan
viku frá þvi, er fresti lauk til að skila atkvæóaseólum, og úr-
skuróar kjörstjórn þær. Aó svo búnu telur kjörstjórn atkvæði og
úrskurðar þau, nema kosning sé úrskuróuð ógild. Úrskurði kjör-
stjórnar má skjóta til kirkjumálaráðherra innan viku frá þvi að
hann gekk, og leysir hann úr málinu til fullnaðar.
6 . gr.
Réttkjörinn biskup er sá, sem fær meirihluta greiddra atkvæða.
Nú fær enginn þann atkvæðafjölda, og skal þá kosið aó nýju milli
þeirra þriggja, sem flest fengu atkvæði. Ef atkvæói veróa jöfn,
skal hlutkesti ráða um þá, sem kosið er milli. Sá er réttkjörinn,
sem þá fær flest atkvæði. Nú verða atkvæði jöfn, og skal þá veita