Gerðir kirkjuþings - 1980, Side 226
218
embættið öðrum hvorum þeirra, sem flest fengu atkvæðin, eða ein-
um af þremur, ef þeir fá allir jöfn atkvæði.
7. gr.
í reglugerð, sem kirkjumálaráöherra setur, skal mælt nánar
fyrir um biskupskosningu.
8. gr.
Lög þessi taka tildi 1. janúar 1981, og fer eftir þeim um
kosningu biskups á árinu 1981. Frá sama tima falla úr gildi lög
nr. 21, 27. júni 1921 um biskupskosningu.
Prófastar gangast fyrir þvi, þegar eftir gildistöku laga
þessara, að leikmenn, sem sæti eiga á héraðsfund\im, kjósi kjör-
menn, sbr. 2. gr. 3. tölulið. Kirkjumálaráðherra getur heimilað,
að stjórn Prestafélags íslands tilnefni á árinu 1981 aóalmann
og varamann i kjörstjórn biskupskosninga til þess tima, er grein-
ir i 3. gr. 2. málsgr.
Frv. þetta samdi dr. Ármann Snævarr að tilmælum biskups.
Dr. Armann kom á þingfund og gerði ýtarlega grein fyrir frv. að
lokinni framsögu.
Málinu var visað til löggjafarnefndar. Kom dr. Ármann á
hennar fund, skv. ósk, skýrói málið nánar og svaraói fyrirspurnum.
Löggjafarnefnd lagði til breytingu á 2. gr., 3. lið: "Enn
fremur einn leikmaóur fyrir hvert prófastsdæmi, þó tveir fyrir
Reykjavíkurprófastsdæmi, kjörnir af leikmönnum, sem sæti eiga á
héraðsfundi, til 4 ára í senn, og skal varamaður/varamenn einnig
kjörinn/kjörnir á sama hátt."
Að öðru leyti lagði nefndin til, aó frv. væri samþykkt óbreytt
Allar greinar frv. voru samþykktar samhljóóa, en einn kirkjuþings-
maóur, sr. Þorbergur Kristjánsson, sat hjá. Sr. Jón Einarsson
sat hjá við afgreiðslu 6. gr., þar eð hann kvaðst "andvígur því,
aö hlutkesti geti ráóið þvi, hver skipar æðsta embætti kirkjunnar.
Þegar einstakar greinar höfðu verið samþykktar var frv. i heild
borið undir atkv. og samþykkt samhljóða, en einn sat hjá.