Gerðir kirkjuþings - 1980, Page 230
222
njóti kosningarréttar. Tekið skal fram, að varamaður kirkjuþings-
manns eða kirkjuráðsmanns getur komið i stað aðalmanns i þessu
efni, er aðalmaður andast eða getur ekki neytt atkvæðisréttar t.d.
sakir alvarlegra veikinda. Er eðlilegt, að kjörstjórn leysi úr
sliku máli, en skipa má því einnig með reglugerð.
Um 3. tölulið. Hér er kveðið svo á, að einn leikmaður úr
hverju prófastsdæmi eigi kosningarrétt, alls 15 talsins, og kjósi
leikmenn á héraðsfundi, þ.e. safnaðarfulltrúar (varasafnaóarfull-
trúar), þennan kjörmann og varamann hans. Leikmenn á héraðsfundi
eru eigi bundnir við að kjósa mann úr sinum hópi i þessu skyni.
Um héraðsfundi og safnaðarfulltrúa visast til laga 36/1907 , 16.-20.
gr., sbr. lög 71/1941.
Um 3. gr.
Hér eru m.a. fyrirmæli um kjörstjórn, samningu og framlagn-
ingu kjörskrár og um úrskurðun á kosningarrétti og kjörgengi og
heimild til að skjóta úrskurðum kjörstjórnar til kirkjumálaráó-
herra. Um tilnefningu Prestafélags íslands á manni i kjörstjórn
eru bráðabirgðaákvæði i 8. gr. frv., sem taka mið af þvi, að tor-
velt er að stofna til aðalfundar i Prestafélagi Islands á þeim
tima, er tilnefna þarf mann fyrsta sinni í kjörstjórn.
Um 4. gr.
í þessari grein eru meginákvæðin um fyrirkomulag kosningar.
í 1. málsgr. er mælt fyrir um svipaóa kosningatilhögun og þá, sem
gildir i kosningum til kirkjuþings, sbr. einkum 7. gr. laga 43/1957.
Kjörseðill, sem berst eftir auglýstan skilafrest, er ekki talinn
meó. 1 2. málsgr. felst sú breyting frá þvi, sem er i lögum
21/1921, að kjósandi nefnir aóeins einn mann sem biskupsefni.
Kjósandi getur ýmist handskrifað eóa vélritaó nafn biskupefnis.
Auðkenning á seðli getur valdið þvi, aó hann verói úrskuróaóur
ógildur. Þrátt fyrir orðalag 2. málsgr. á kjósandi aó sjálfsögðu
kost á aó skila auóum atkvæðaseðli.
Um 5. gr.
1 1. málsgr. er kveðió á um kærur út af kosningunni. Þykir
rétt að gera ráð fyrir sliku og jafnframt aó binda kæru vió stutt-
an timafrest og heimila einnig i þessu tilviki málskot til kirkju-
málaráðherra.