Gerðir kirkjuþings - 1980, Side 231
223
Um 6. gr.
Hér eru ákvæði um úrslit kosningar. Er sá réttkjörinn biskup,
sem fær meirihluta greiddra atkvæða, en það er breyting frá regl-
unum, eins og þær eru i lögum 21/1921, og var þess áður getið.
Ef enginn nær þeim atkvæóafjölda, er mælt fyrir um aóra kosninga-
umferó, sem bundin er við nöfn þriggja manna, sem hæsta atkvæóa-
tölu hafa, en hlutkesti ræður, ef atkvæói eru jöfn, um þaó, milli
hverra kosningin stendur. Sá er réttkjörinn biskup, sem flest
fær atkvæóin i þessari lokaumferð, og þarf hann þá ekki að fá
meirihluta greiddra atkvæða. Ef atkvæði verða jöfn, skal veita
embættió öórum hvorum þeirra, sem flest fengu atkvæði, eða ein-
hverjum þeirra, þegar svo vill til, að þeir hljóta allir þrir sömu
aókvæðatölu.
Um 7. gr.
Sitthvaó, sem kosninguna varóar, er þess eðlis, að réttast
er að mæla fyrir um þaó i reglugeró. Vikið er sérstaklega aó
reglugerð i 2. gr. 1. tölulið, en einnig er vakin athygli á at-
hugasemdum um 2. gr. hér að framan.
Um 8. gr.
í þessari grein eru gildistökuákvæói. Er gert ráó fyrir í
greininni, að eftir lögum þessum fari um biskupskosningu á árinu
1981. Er próföstum falið aó gangast fyrir þvi, að leikmenn, sem
sæti eiga á héraðsfundi, kjósi kjörmenn samkv. 3. tölulió 2. gr.
Sérákvæói er um tilnefningu Prestafélags íslands á aóalmanni og
varamanni i kjörstjórn á árinu 1981. Samkv. 2. gr. á aðalfundur
Prestafélagsins að nefna til menn þessa. Sýnt er, aó kjörstjórn
þarf aó vera fullskipuó fyrra hluta árs 1981. Torvelt kann aó
vera að stofna til aóalfundar Prestafélagsins svo snemma árs, og
er þvi kirkjumálaráðherra heimilaó að mæla svo fyrir, að stjórn
Prestafélags Islands nefni til þessa tvo menn þessu sinni og aó
eigi þurfi aó kveðja til aóalfundar, á þessum tima,svo sem ella
yrói.