Gerðir kirkjuþings - 1980, Qupperneq 240
232
og aó kirkjan sé þegar búin að finna mikilvæga fótfestu og hafi
stórum bætt aóstööu sina til þess að geta oróið aó gagni á þessu
sviói. Helgi Hróbjartsson hefur verið ötull i þvi aó kanna stöó-
una, eins og hún liggur fyrir, og þegar hefur nokkuð áunnist i sam
vinnu vió erlendar sjómannastofur, aó veita islenzkum sjómönnum i
erlendum höfnum aukna aóhlynningu. Þá var þaó e.t.v. mesti ávinn-
ingurinn hingaó til, aö það tókst eftir talsverða eftirleitan og
ýtni aó fá skipaó velferóarráð sjómanna. Það er skipaó af sjávar-
útvcgsráóherra skv. tilnefningu frá samtökum sjómanna og útgeróar-
manna, hver þeirra aöilja um sig tilnefnir sinn fulltrúa, en kirkj
an á tvo fulltrúa og Helgi Hróbjartsson er formaóur ráósins. Meó
þessu er fenginn grundvöllur fyrir samvinnu kirkjunnar vió félög,
sem málefni sjómanna eiga mikió undir, og auk þess er i þessu
fólgin opinber vióurkenning á þeirri starfsemi kirkjunnar, sem
hér á i hlut, og sú vióurkenning leióir af sér fjárhagsstuóning
vió starfió. En vitaskuld þarfnast þaó mikilla fjármuna, ef nokk-
urt gagn á af þvi aó verða, og geti kirkjan áfram lagt til starfs-
mann og goldió honum laun, þá er vel og þaó er út af fyrir sig
mikió framlag, en rckstur starfsins aó öóru leyti er kirkjunni of-
vióa og þar veróur opinber aóstoó aó koma til, svo og hugsanleg
framlög einstaklinga og samtaka. Hér er aöeins verið aó tala um
rekstur, þ.e. starfsaðstöóu, ferðakostnað, svo og hugsanlega fjölg
un fastra starfsmanna, er vinni aó velferðarmálum sjómanna innan
lands og utan. En þar fyrir utan er svo þörfin fyrir sjómanna-
stofur, bæói hér í Reykjavik og viða um land.
Meó sjómannafulltrúa, Helga Hróbjartssyni, hefur starfaó
hópur sjálfboóalióa, sem að tilmælum hans er til ráðuneytis og
stuónings um skipulag og viógang sjómannastarfsins, einkum hér
innanlands. Þennan hóp hafa s.kipaó: Sr. Björn Jónsson, Akranesi,
Jóhann Guömundsson, Seltjarnarnesi, Einar Sveinsson, Sandgerói,
Páll Sigurósson, Seltjarnarnesi, Eiríkur Eiríksson, Reykjavík og
Þorsteinn Sverrisson Reykjavik.
Þessi liðsveit þyrfti aö stækka og veröa aó samtökum áhuga-
manna i öllum sjávarbyggóum landsins.
Nu eru á vegum sjómannastarfsins send islenzk blöö til þeirra
erlendu sjómannastofa, sem islenzkir sjómenn sækja helzt eóa geta
sótt. Þessar sendingar eru kostaðar af opinberu fé. Sjómenn