Gerðir kirkjuþings - 1980, Side 266
258
Fyrrnefndar tilskipanir um kristindómsfræðslu og lestrarkunnáttu eru
hin einu almennu lagaboð um barnafræðslu, sem gilda fram til 1880, en þá
setur Alþingi lög m fræðslu barna í skrift og reikningi.
Árið 1907 er í fyrsta skipti sett heildarlöggjöf um fræslu barna og
unglinga. 1 þeim lögum segir svo um kennslu í kristnum fræðum: Hvert barn,
fullra fjórtán ára á að hafa lært í kristnum fræðum það, sem heimtað er eða
heimtað kann að verða að börn kunni í þeirri grein til fermingar. Með þessum
lögum er skólanum gert að þjóna kirkjunni að því er varðar kristna fræðslu
ungmenna. Kristindómsfræðsla skólans verður þannig hluti af skírnarfræðslu
kirkjunnar. Þetta er ekki óeðlilegt, þar sem öll fræðsla ungmenna hafði að
meira eða minna leyti verið á ábyrgð kirkjunnar fram til þessa tíma, enda
þótt heimilin önnuðust fræðsluna að mestu leyti.
Eftir því sem skólum fjölgaði í kjölfar njhrrar fræðslulöggjafar færðist
kristindómsfræðslan í æ ríkari mæli út af heimilunum og inn í skólana. Þotti
þetta eðlilegt, enda voru prestar og guðfræðingar víða stjórnendur skóla
framan af öldinni, eins og verið hafði áratugina síðustu fyrir aldamótin.
Kverkennslan flyst þannig smám saman inn í skólana. Framan af voru kver og
Biblíusögur höfuðgreinar skólanna, en upp úr aldamótum breytist þetta, og
aðrar námsgreinar taka að krefjast rúms við hliðina á spurningakverinu. Um
svipað leyti tekur að gæta vaxandi gagnrýni á kverkennsluna. Guðmundur
Finnbogason segir í skýrslu um fræðslu barna, „að allt of víða er þessi kennsla,
einkum kverkennslan, þululærdómurinn alkunni, yfirheyrslur og bókstafastagl".
Um kristindómsfræðsluna um síðustu aldamót segir annar þekktur skólamaður,
Sigurður Jónsson: „Ofan á allt þetta (þvingun og úreltar kennsluaðferðir)
bætist svo, að börnin skilja ekki eitt einasta orð af því, sem þau eru að læra,
og fer því svo fjarri, að þau hafi nokkra hugmynd um að það sé nokkuð, sem þau
geti haft gagn af eða komi þeim neitt við". í framhaldi af þessari gagnrýni
sinni bendir Sigurður á að mikil vantrúaralda hafi gengið yfir þjóðina og kennir
hann ístöðuleysið rangri kristindómsfræðslu. Telur hann að hjá þjóðinni sé
kominn inn „einhver leiði á þeirri sálarfæðu, sem hún á að venjast við, svo
að hún sækist eftir tilbreytni í einhverri mynd. Og ég fyrir mitt leyti er
nú sannfærður um það, að þessi leiði hefur hjá mörgum byrjað í fjósinu, þegar
hann var þar sem barn að berjast við að læra kverið sitt". Mælti hann með
því að horfið yrði að aukinni Biblíusögukennslu með munnlegum endursögnum og
lestri erfiðari sagna með skýrirgum.