Gerðir kirkjuþings - 1980, Side 270
262
Enn eru ný fræðslulög sett árið 1946. Þá verður sú breyting á stöðu kristinna
fræða, að ekki er gert ráð fyrir þeim sem sárstakri námsgrein fyrr en í 4. bekk.
Að öðru leyti segja lögin ekkert frekar um kristinfræðikennsluna.
Námskrá vegna þessara laga, sem voru í ýmsu tilliti allróttæk breyting
á íslenska skólakerfinu, var ekki gefin út fyrr en árið 1960, eða 14 árum eftir
setningu laganna. Þar segir svo um markmið kristinfræðikennslunnar: Kristin-
dómsfræðslan á að veita nemendum þekkingu á aðalefni ritningarinnar, fræða þá
um líf, kenningu og starf Jesú, efla þroska þeirra með fræðslu um lífsskoðun
og siðfræði kristinnar trúar. Þeir skulu læra nokkra valda sálma og ritningar-
greinar og vita deili á helstu viðburðum kirkjusögunnar.
Námskrá þessi gerir ráð fyrir nokkurri kennslu í kristnum fræðum í
1.-3. bekk, þótt lögin kveði ekki á um það. Ekki eru ætlaðar sérstakar
kennslustundir til þessarar fræðslu en gert ráð fyrir að hún tengist átthaga-
fræðinni fyrstu þrjú námsárin.
í ábendingum um val námsefnis er meginefnið Biblíusögur, en auk þess
nokkur kirkjusaga. Gert er ráð fyrir samtölum um trú og siðgæði, en kennslu-
bækur þær sem í notkun voru frá árinu 1936 og sniðnar voru eftir Biblíusögum
Berggravs biskups í Oslo gáfu ekki sérstaklega tilefni til slíks. Biblíusögur
sem samdar voru og gefnar út skömmu eftir útkomu námsskrárinnar voru einnig í
hefðbundnum stíl. Kirkjusaga til notkunar í unglingaskólum eftir Jónas Gísla-
son þáverandi sóknarprest, kom út um svipað leyti. Sérstakar handbækur eða
kennsluleiðbeiningar hafa aldrei verið gefnar út í þessum fræðum utan drög
að kennslufræði ásamt leiðbeiningum, sem séra Helgi Tryggvason
gaf út á eigin kostnað árið 1970.
í athugasemdum um 'kennsluna segir svo í námskránni frá 1960: Kennaranum
verður að vera það ríkt í huga að kennsla hans í kristnum fræðum á að vera
börnúnum undirstaða undir trú þeirra og siðgæði ævilangt. Hann verður að
miða fræðsluna við það, að nemandinn fái heilsteypta mynd af Jesú, lífi hans
og starfi. Og ennfremur: Kristindómsfræðsla hans má aldrei stríða gegn
frjálsri hugsun, en verður jafnan að vera einörð, hrein og sönn. Hún verður
að vera ljós og lifandi, svo ekki slakni á áhuga nemendanna. Utanbókarlærdómi
skal í hóf stillt, en einkum sé þess gætt, að börnin fari rétt með orð Jesú.
Þrjú fyrstu skólaárin á kennarinn að segja börnunum sem mest af námsefninu.
Kennarinn veiti nemendum leiðbeiningar um það, hvernig nota skuli Nýja
testamentið við námið.