Gerðir kirkjuþings - 1980, Page 273
fyrir einstaklinga og samfélög,
2. kynna þeim starf íslensku þjóðkirkjunnar, eigin safnaðar og annarra
kirkjudeilda og beina athygli þeirra einkum að sameiginlegum arfi
og hlutverki kristinna manna,
3. leiða huga þeirra að siðrænum viðfangsefr.um, glæða ábyrgðartilfinningu
þeirra gagnvart Guði og mönnum, öllu lífi og umhverfi og efla sið-
ferðilega dómgreind þeirra og hæfni til heillavænlegra ákvarðanna
og athafna,
4. hjálpa þeim að tileinka sér þær samskiptareglur er byggja á mann-
helgi og félagslegu réttlæti, glæða með þeim umhyggju fyrir öðrum
mönnum og þakklæti til Guðs og manna,
5. stuðla í hverri bekkjardeild og hverjum skóla að mótun þess félags-
anda er virðir einstaklinginn án tillits til getu hans, hæfileika og
aðstöðu og efla þannig andlega heilbrigði og sjálfsvirðingu hvers
nemanda,
6. hjálpa þeim að skynja fegurð í lífi og listum, fræða þá um líknar- og
mannúðarstörf og þroska með þeim hugsjónir friðar, bræðralags og
samábyrgðar,
7. fræða þá um helstu trúarbrögð heims og mun á þeim og kristindómi,
innræta þeim umburðarlyndi og virðingu fyrir rétti manna til
mismunandi trúar- og lífsskoðana og fræða þá um sameiginleg réttindi
og skyldu allra manna.
Helstu breytingar sem námskráin kveður á um eru þær að gert er ráð
fyrir að kristin fræði séu kennd allt frá 2. til 9. skólaárs, og er það aukning
frá því sem áður var. Lögð er áhersla á tengsl námsefnisins við daglegt lxf
nemandans og að kennslan hæfi þroska hans og getu. Aukin áhersla er lögð á
siðfræðileg viðfangsefni í Ijósi kristins boðskapar, kirkjusaga og starf
kirkjunnar unnið af lærðum og leikum er hluti námsefnisins flest námsárin, gert
er ráð fyrir fræðslu ’jm helstu kirkjudeildir og sértrúarflokka, auk þess sem
trúfræði fær aukið rými í kennslunni. Lagt er til að tengsl við aðrar náms-
greinar verði aukin. Ennfremur er lagt til að notkun Nýja testamentisins verði
aukin í kennslunni og nemendur fræddir nokkuð um tilurð þess og lesi á náms-
timanum a.m.k. eitt rit í samhengi með útskýringum. Að lokum er lagt til að