Gerðir kirkjuþings - 1980, Page 306
298
II. Kirkjufræðsla.
a) Hlutverk nefndarinnar.
í skipunarbréfi nefndarinnar er hlutverk hennar lýst á þann
veg aó hún skuli "fjalla um fræðslumál þjóðkirkjunnar." Flutnings
menn á Kirkjuþingi höfðu til hliðsjónar tillögur Starfsháttanefnd-
ar, en þeirri nefnd vannst ekki "timi til þess að taka fræðslumál
þjóðkirkjunnar til jafn gagngerrar endurskoðunar og æskilegt hefói
verið," eins og segir i nAliti Starfsháttanefndar" (bls. 107 ).
Þaö liggur i augum uppi, aó viðfangsefni þau, er nefndinni
voru falin, gátu orðið næsta mörg og fjölbreytileg. Eitt fyrsta
verkefni þessa starfshóps var það að reyna að gera sér grein fyrir
þvi, hvað i þvi fælist aó "fjalla um fræðslumál þjóðkirkjunnar,"
hvert væri umfang og eðli verksins i heild, hverjir væru einstakir
þættir þess og hvar þungamiðja þeirra i fyrstunni og siðar.
b) Skilgreining kirkjufræðslu.
Til aðgreiningar frá allri annarri fræðslu, þykir rétt að
velja fræóslumálum Þjóókirkjunnar i heild heitið "kirkjufræðsla."
Orð þetta er hér notað i tviþættri merkingu. Annars vegar táknar
"kirkjufræðsla" allt það starf, sem fram fer á vegum kirkjunnar
og horfir til aukinnar þekkingar einstaklinga á kristnum dómi.
Hér skipar hin almenna guðsþjónusta safnaðarins öndvegi, en i
kjölfar hennar siglir fundahald og félagastarf af öllum toga,
námskeið, ráðstefnur og útbreiðslustarfsemi, ásamt æskulýósstarfi,
fermingarundirbúningi, kirkjuskóla, sunnudagaskóla og hvers konar
barnastarfi ööru. Þessi er hin margbreytilega, ytri mynd kirkju-
fræóslunnar, og mætti þó enn við auka upptalninguna.
Hins vegar á orðió "kirkjufræösla" sér ákveóió innihald, er
snertir framangreinda liði alla og aógreinir þá frá hvers konar
fræóslustarfsemi annarri. Þetta innihald og tengsl þess vió hiö
margþætta starf, sem hér hefur verið nefnt, má draga saman i full-
yróingunni: Kirkjufræðsla er skirnarfræðsla kirkjunnar.