Gerðir kirkjuþings - 1980, Page 307
299
c) Kirkjufræósla er skirnarfræðsla kirkjunnar.
Skirnarfræðsla er það starf, sem fram fer innann hins kristna
safnaðar og er tilboð til sérhvers einstaklings (skirðra jafnt og
óskirðra) á öllum aldri um upplýsingu og leiósögn varðandi inni-
hald og merkingu kristinnar trúar. I sögu kirkjunnar er fræðslan
i órofa tengslum við skirnina, og fylgir hún annaó tveggja i kjöl-
far skirnar ellegar leiðir til hennar. Hún er og nátengd öórum
þáttum kirkjustarfs, svo sem tilbeióslu, sálusorgun og annarri
þjónustu, að ógleymdri boóun orðsins. Verður hér ekkert frá öðru
skilið, ef heildarsamhengi ekki á að raskast.
d) Forsendur fræðslunnar.
Orsakir þess, að söfnuðurinn heldur uppi fræóslustarfi, eru
fyrst og fremst þær, að þaó er eðli hans að fræóa um þann sann-
leika, sem honum hefur verið opinberaóur og vera bergmál hans.
Rökin eru bibliuleg. Skal jafnan visað til lokaoróa Mattheusar
guðspjalls, þegar rætt er um forsendur kirkjufræóslu: "...kennið
þeim..."
e) Sifellt verkefni.
Kirkjufræðsla getur ekki gefið mönnum trú, en hún getur upp-
lýst hvað er kristin trú og hvað ekki. Aó þvi leyti er hún hjálp
til trúar. Sem skirnarfræósla er kirkjufræðslan sifellt verkefni,
er spannar mannsævina og á að stuðla að þvi, að hinn skirói vaxi
i trúnni. Þekking á innihaldi kristinnar trúar er honum mikil-
væg, lágmarks kunnáttu og skilning þarf hann að tileinka sér. Má
þar i voru samhengi nefna þau efni, sem saman eru tekin i Fræóum
Lúthers hinum minni.
f) Markmið og endurmat aðferða.
Markmið og innihald kirkjufræðslunnar er að sjálfsögóu Jesús
Kristur, eins og heilög ritning greinir frá honum og svo sem hann
er að finna i boðun kirkjunnar og tilbeiðslu. En sjálf hlýtur
kirkjan i sifellu að standa að endurmati á þvi, hvernig haga skuli
fræóslunni með tilliti til hvors tveggja, markmiðs og innihalds,
- og þess heims sem er vettvangur starfseminnar.
Meó framangreindum hætti gerir Kirkjufræðslunefnd tilraun til
aó skilgreina umfang og eðli kirkjufræðslunnar, en benda jafnframt