Gerðir kirkjuþings - 1980, Síða 322
314
öþarft mun vera að fjölyrða um þá harðvítugu gagnrýni, sem
þessi viðhorf sæta, enda mun hún liggja nokkuð i augum uppi. En
gagnrýnina má draga saman i þvi hefðbundna viðhorfi, að markmið
fermingar og fermingarundirbúnings sé það að leiða barnið til
sætis i kristnum söfnuði, þar sem þátttaka i guðsþjónustunni
telst miðlæg, en aðild að öðru safnaðarstarfi, svo sem sálgæslu
og annarri umönnun, að ógleymdu félagslifi, verði ekki fyrir borð
borin.
Um starfsaðferðir virðist rikja nokkru meiri samstaða meðal
kirkjumanna i Þýskalandi og Sviþjóð. Menn benda á, að rikjandi
hættir likist um of hefðbundnu skólanámi. Endurnýjun fermingar-
fræðslu telst verjast i vök vegna þeirrar beinu samkeppni við
skólakerfið, er af þessu sprettur. Ýmsar tillögur eru uppi,
ásamt tilraunum, og má þar einkum nefna meiri háttar fermingar-
barnamót að sumri, eins konar heimavistarskóla, þar sem börnin
dvelji i heila viku eða fleiri, og fari fermingarundirbúningur
jafnvel aó fullu og öllu fram við slikar aðstæður. Ahersla virð-
ist af öllum aðilum á það lagður, að undirbúningur verói ekki ein-
hlióa og raunar jafnvel ekki fyrst og fremst fræðsla, heldur leiði
hann umfram allt til nýrrar lifsreynslu og einhvers konar persónu-
legrar ákvarðanatöku.
í Danmörku togast á svipaðar hugmyndir um markmiðin og áóur
var getió. Einnig þar er deilt um þaó, hvort fermingarfræðsla
skuli fremur mióast við beina boðun eóa almenna þjónustu við ung-
menni á öðrum tímamótum.
Að þvi er varðar starfsaðferóir má benda á a.m.k. þrennt, sem
ofarlega virðist á baugi meðal danskra kirkjumanna. 1 fyrsta lagi
telst forsenda bættra hátta við fermingarundirbúning vera fólgin
i umbótum á guófræðinámi. Krafist er stóraukinnar áherslu á
kennimannlega guðfræði og þar með á almenn tengsl guófræðideilda
við prestsþjónustuna. Sérstök beiðni er á lofti um ýtarlegra
trúaruppeldi innan háskólanna, en þessu öllu tengist hugmyndin
um eflingu sérstakrar ráðgjafarstofnunar, þar sem sérfróóir menn
vinni að staóaldri að leiðbeiningum um fermingarfræðslu.
í annan stað gætir mjög hugmyndarinnar um aukna aóild leik-
manna aó fermingarundirbúningi. Bent er á það, aó prestar i þétt-
býli fái ekki valdið þvi geigvænlega verkefni, sem fermingarundir-
búningurinn leggur þeim á herðar.