Gerðir kirkjuþings - 1980, Page 326
318
sina vió aðgangshörð öfl fjölmiðla og dægurflugu. Ekki tjóir að
ganga i þann leik nema til þess sé i nokkrum mæli hægt aó taka á
sig flikur nýrrar aldar, leita uppi þá tóna og liti, sem hún heyr-
ir og sér og beita hvoru tveggja að svo miklu leyti sem hæfir. En
varast ber til hins ýtrasta að semja sig svo að heimsins háttum,
aó innihaldi þess boðskapar, sem kirkjan flytur, sé stefnt i tvi-
sýnu.
Hinn hátturinn, sem sérlega ber aó hafa i huga við rikjandi
aðstæður, er þessi: Andspænis aðgangshörku fjölhyggjunnar hlýtur
kirkjan aó spyrja sjálfa sig róttækra spurninga varðandi trúfesti
við innihald og markmið eigin fræðslu. Þær efasemdir um eðli og
hlutverk kirkjunnar, sem gætir á Noróurlöndum, eru að sönnu hóg-
værari hér á landi enn sem komið er. En full ástæða er til aö
ætla, að þær dragi okkur uppi innan tíóar, ekki vegna þess aó þær
verði beinlinis fluttar inn, heldur einfaldlega af þvi aó þær eru
sjálfkrafa afsprengi þeirra lifsviðhorfa og samfélagshátta, sem nú
ryðja sér til rúms hér sem annars staðar og setja spurningarmerki
aftan viö öll endanleg svör, er varöa manninn og tilveru hans.
Þessi þróun hlýtur aö benda i þá átt, að forsendur stefnumótunar
um kirkjufræðslu sé að finna i varanlegu uppgjöri á vettvangi
kirkjufræði, ecclesiologiu, og þar með að sjálfsögóu trúfræöi i
heild. Kirkjan hlýtur að svara sundrungarhneigð fjölhyggjunnar
með sifelldri áréttingu þess sannleika, er hún hefur aó flytja og
einn ræóur úrslitum fyrir manninn i heiminum andspænis Guði. En
til þess aó árétting þessi megi fram fara, þarf að halda uppi
innan kirkjunnar stöðugri umræöu um þau grundvallarsannindi trú-
arinnar, sem sist mega i fyrnsku falla.