Öldrun - 01.09.2001, Síða 5

Öldrun - 01.09.2001, Síða 5
5ÖLDRUN – 19. ÁRG. 2. TBL. 2001 læknirinn, ásamt öðrum starfsmönnum heilsugæslu, hefur vegna langvarandi kynna af sjúklingum og fjöl- skyldum þeirra, góða möguleika til að greina heila- bilun snemma [10]. Greining heilabilunar er að mestu leyti klínísk og þar skiptir sjúkrasaga og skoðun mestu. Rannsókn Rannsókn á tíðni og greiningu geðsjúkdóma og heilabilunar var unnin á árunum1995-1997 í Linköping í Svíþjóð [11-13]. Einstaklingum 70 ára og eldri, sem komu til læknis á heilsugæslustöð (N=1339), var boðið að taka Mini Mental próf (Mini-Mental State Examin- ation [14], MMSE) og tilviljanakennt úrtak þess hóps var síðar rannsakað frekar með viðtali í heimahúsi (N=350). Gerð var ítarleg athugun á geðrænu ástandi með almennri geðskoðun og aðstoð staðlaðra spurn- ingalista ( MMSE og CPRS=Comphrehensive Psyc- hopathological Rating Scale) [15]. Ennfremur var tekið viðtal við aðstandendur í síma (N=350). Við sjúkdóms- greiningu var stuðst við skilgreiningar ameríska geð- læknafélagsins (DSM-III-R)[16]. Sjúkraskrár sjúkling- anna (N=350), til og með þeim degi sem sjúklingur var skráður í rannsókn, voru lesnar og skráðar. Ellefu læknar voru starfandi við heilsugæsluna. Heilabilun: Tíðni heilabilunar í þessu úrtaki var 16 % (N=57), 15 % hjá körlum, 17 % hjá konum og önnur 3 % (N=11) til viðbótar voru flokkuð sem hugsanleg heilabilun. Hjá hinum heilabiluðu höfðu 37% væga bilun, 46% flokkuð- ust til miðlungsbilunar og 17% höfðu alvarlega heila- bilun (flokkun samkvæmt getu sjúklings að sjá um sig, DSM-III-R). Til að kanna greiningu heilabilunar og geð- sjúkdóma voru rannsóknarviðtölin borin saman við athugasemdir og greiningu samkvæmt sjúkraskrám viðkomandi. Vitræn truflun eða heilabilun var nefnd af heimilis- lækni í sjúkraskrá 14 af 57 heilabilaðra eða í 25% tilfella og í einu af 11 tilfellum (9%) hugsanlegrar heilabilunar. Þessar niðurstöður eru studdar af fyrri rannsóknum sem benda til þess að heilabilun sé mjög vangreind [17-19]. Af ýmsum þáttum sem rannsakaðir voru, þá var það aðeins lengd og alvarleiki heilabilunar sem juku líkur á greiningu. Meirihluti heilabilaðra sjúk- linga í rannsókninni (60%) höfðu hinsvegar skráða geð- sjúkdóma í sjúkraskrá, 11% voru tilgreindir þunglyndir, 23% með kvíða og 32% með svefntruflanir (sjá Töflu 1). Ef notuð hefðu verið hefðbundin viðmið með skurðlínu 23/24 stiga (af 30) í MMSE-prófi, hefðu margir heilabilaðra sjúklinga í þessari rannsókn ekki greinst þar sem 70% vægra tilfella og 30% meðalslæmra tilfella fengu fleiri en 23 stig. Geðsjúkdómar Í rannsókn þessari útilokaði heilabilun aðrar grein- ingar þ.e. þá taldist sjúklingur ekki hafa geðsjúkdóma (sem er vissulega mjög algengt meðal heilabilaðra). Önnur 17% af eldri skjólstæðingum heilsugæsl- unnar reyndust samkvæmt DSM-III-R hafa geðsjúk- dóm. Tólf prósent höfðu þunglyndi og 11% kvíðasjúk- dóm, margir hvort tveggja. Greining þessara sjúkdóma samkvæmt skráningu í sjúkraskýrslu var einnig afar lág, 12% sjúklinga voru áður greindir með þunglyndi en 30% kvíðasjúklinga voru þekktir. Eins og sjá má í töflu 1 var nokkuð um að sjúklingar fengju geðgreiningu í sjúkraskrá sem ekki greindust í DSM-III-R greiningu. Ef lagðir eru saman þeir sjúk- lingar sem höfðu greiningu í sjúkraskrá og úr rann- sókn má segja að 40% skjólstæðinganna höfðu geðsjúk- dóm eða heilabilun (þeir sem höfðu hvort tveggja voru ekki tvítaldir). Notkun geðlyfja Farið var yfir notkun geðlyfja samkvæmt upplýs- ingum frá sjúklingi og sjúkraskrá. Fjórðungur hópsins notaði einhver geð- eða svefnlyf. Tafla 2 sýnir notkun miðað við mismunandi greiningar bæði samkvæmt DSM-III-R og svo sjúkraskrá. M.a. sést að 17% þeirra sem greinast með þunglyndi í rannsókninni eru með þunglyndislyf en mun fleiri með róandi lyf. Tæplega helmingur heilabilaðra var á einhverju geðlyfi. Viðhorf heimilislækna til greiningar og umönnunar sjúklinga með heilabilun. Í bréflegri könnun [16] komu fram viðhorf sænskra heimilislækna til umsýslu heilabilaðra í heilsugæslu. Heimilislæknar sýndu góða þekkingu á

x

Öldrun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Öldrun
https://timarit.is/publication/1137

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.