Öldrun - 01.09.2001, Blaðsíða 12

Öldrun - 01.09.2001, Blaðsíða 12
12 ÖLDRUN – 19. ÁRG. 2. TBL. 2001 ennfremur þurfti að koma saman lista yfir þá sem skyldu heimsóttir. Verkefnið var kynnt rækilega í fjöl- miðlum, bæði blöðum, útvarpi og sjónvarpi og útbúinn var bæklingur um tilgang og tilhögun heimsóknanna. Þennan bækling fékk markhópurinn sendan heim. Í október hófst svo markviss herferð þar sem verk- efnið var kynnt heilbrigðisstarfsfólki og ráðamönnum sem koma að þjónustu við aldraða á svæðinu. Að þessum kynningum sem voru um 10 talsins unnu bæði verkefnisstjórn og starfsmenn. Heimsóknirnar sjálfar hófust í júlí. Heimsóknirnar Um það bil viku fyrir áætlaða heimsókn fær fólk sent bréf með ákveðinni dag- og tímasetningu. Ef það kýs að þiggja ekki heimsókn er það beðið um að hringja og afþakka. Afþakki fólk heimsóknina fær það sent bréf að hálfu ári liðnu með tilboði um aðra heim- sókn. Þetta er gert í ljósi þess hve mikið aðstæður geta breyst á stuttum tíma og þar með þörf fyrir stuðning. Starfsmennirnir skipta hópnum á milli sín og þannig fær hinn aldraði alltaf sama starfsmanninn í heimsókn til sín. Í heimsóknunum er lögð áhersla á að kynnast þeim sem heimsóttur er og að fjalla um helstu þætti er hafa áhrif á líf og heilsu aldraðra. Þannig eru veittar upplýsingar um ýmsa þjónustu sem öldruðum stendur til boða hvað varðar t.d. heilsugæslu, heimaþjónustu, réttindi til almannatrygginga, ýmsa félagslega þætti, tómstundaiðju og fleira. Ennfremur er leitast við að fræða um og greina áhættuþætti varðandi heilsufar og veita ráðleggingar um fyrirbyggjandi aðgerðir svo sem slysavarnir, beinvernd, mataræði og hreyfingu. Eins og af ofantöldu er ljóst er megininntak heimsóknanna ráðgjöf og stuðningur. Reynt er að ýta undir sjálfsbjarg- arviðleitni með því að bjóðast ekki endilega til að gera hlutina fyrir fólk, heldur fá það til að taka málin í eigin hendur með hvatningu og upplýsingum. Það sem þó virðist einfalt í augum margra getur reynst býsna flókið fyrir aldraðan einstakling með þverrandi færni og að sjálfsögðu er veitt aðstoð þeim sem hennar þarfnast. Einnig er lögð mikil áhersla á að sá sem heimsóttur er leiði samtalið og komi sínum sjónarmiðum á framfæri. Þannig er reynt að viðhalda frumkvæði og ábyrgð þess sem heimsóttur er. Fyrsta heimsóknin fór að hluta til í að kynna þessa þjónustu og kynnast fólki og gera sér grein fyrir því hvernig hópurinn sem heild hefur það. Það er reynsla starfsmanna að í annarri heimsókn eru samskipti öll auðveldari og opnari og því hægt að fara dýpra í ýmis málefni, allt eftir þörfum og áhuga hvers og eins. Dæmi um slík umræðuefni eru mataræði fyrir sykur- sjúka, þvagleki, svefn eða dettni að ógleymdu ýmsu um andlega líðan, sorg og missi. Mikilvægt er að muna að allir á þessum aldri eru að upplifa missi á einhvern hátt. Færni minnkar og fólk upplifir sorg yfir glataðri getu og ættingjar og vinir kveðja. Starfsmenn bjóða upp á símatíma alla virka daga og getur fólk hringt í “sinn” starfsmann ef því liggur eitt- hvað á hjarta milli heimsóknanna. Þær upplýsingar sem fram koma í samtalinu eru skráðar þannig að hægt sé að taka upp þráðinn þar sem frá var horfið. Að sjálfsögðu ríkir fullkominn trúnaður á milli starfsmanns og húsráðanda í heimsóknunum og starfsmennirnir eru bundnir þagnarskyldu. Framgangur – þátttaka Í byrjun mars 2001 var lokið við að heimsækja alla einu sinni. Alls þáðu 422 einstaklingar af þeim 600, sem boðið var upp á heimsókn eða 70,33%. Nú eru starfs- menn langt komnir með að heimsækja hópinn öðru sinni og það er ánægjulegt að mun fleiri þiggja nú heimsókn en í fyrstu umferðinni. Þátttakan er sam- bærileg við það sem best gerist í Danmörku. Mat Mat starfsmanna eftir heimsóknirnar er að heilsu- far þessa hóps sé yfirleitt undir góðu eftirliti og fólk nokkuð meðvitað um eigin heilsu. Aðstæður og fjár- hagur fólks er hins vegar afar mismunandi en tilfelli þar sem um raunverulega neyð er að ræða eru sem betur fer ekki mörg. Starfsmönnum þykir sýnt að þörf fólks fyrir þessar heimsóknir er mismikil. Þannig hafa nokkrir einstaklingar fengið aukaheimsóknir, jafnvel oftar en einu sinni, á meðan aðrir telja sig ekki hafa mikil not fyrir heimsóknirnar þar sem þeir séu enn í fullu fjöri. Í framtíðinni væri hugsanlegt að beina heim- sóknunum í auknu mæli til ákveðinna áhættuhópa en jafnframt er vert að hafa í huga forvarnargildi þess að ná til fólks meðan enn er hægt að koma í veg fyrir færn- iröskun og stuðla þannig að fjölgun þeirra ára sem fólk býr við góða heilsu þrátt fyrir hækkandi aldur. Fjölmargir hafa lýst yfir ánægju með heimsókn- irnar og að þeim þyki öryggi í því að hafa einhvern ákveðinn aðila innan kerfisins að leita til ef með þarf, aðila sem þeir hafa séð og talað við. Ýmsar ábendingar hafa komið fram í heimsókn- unum sem beina mætti til bæjaryfirvalda varðandi þjónustu í bæjarfélaginu og reynslu aldraðra af henni. Í yfirstandandi heimsóknum er gerð lausleg úttekt á því hvort fyrri heimsókn hafi skilað einhverjum árangri og hvort einhverjar breytingar hafa orðið á högum hins aldraðra í kjölfar heimsóknanna t.d. varð- andi þjónustu, lyfjanotkun, hreyfingu, félagslegar aðstæður, hjálpartækjanotkun, fjármál og andlega og líkamlega líðan. Allir íbúar Akureyrar 75 og 80 ára fengu sendan spurningarlista fyrir fyrstu heimsókn og fjallaði hann um heilsutengd lífsgæði. Svörun var um 65% en ekki hefur enn verið unnið úr spurningunum. Þegar síðustu heimsókn lýkur mun sami hópur fá sendan samskonar spurningalista og gert verður mat á því hvort heim- sóknirnar hafi haft áhrif á þá þætti er spurningalistinn tekur til.

x

Öldrun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Öldrun
https://timarit.is/publication/1137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.