Öldrun - 01.09.2001, Blaðsíða 10

Öldrun - 01.09.2001, Blaðsíða 10
10 ÖLDRUN – 19. ÁRG. 2. TBL. 2001 Heilsuverndarstarf fyrir ákveðna hópa fólks á sér nokkuð fastan sess hér á Íslandi en það hafa einkum verið verðandi mæður og ung börn sem fengið hafa til- boð um slíkt. Engu að síður er það tiltekið í lögum um heilbrigðisþjónustu nr. 97/1990 að á heilsugæslu- stöðvum eða í tengslum við þær skuli boðið upp á heilsuvernd aldraðra. Útfærsla þessa lagaákvæðis er sjálfsagt afar mismunandi en yfirleitt er þó ekki um að ræða sérstakt tilboð til aldraðra eða þjónustu sem sér- staklega er löguð að þörfum þeirra. Aðdragandi Á árunum 1991-1995 tók öldrunarþjónustan á Akureyri þátt í samnorrænu rannsóknarverkefni, NOVA, sem fór fram í fimm norrænum sveitarfélögum, einu í hverju landi. Markmið verkefnisins var m.a. að kanna samsetningu öldrunarþjónustu og hvernig vax- andi þjónustuþörf er mætt á breytingatímum þ.e.a.s. þegar hlutfall aldraðra hækkar og kröfur um hag- kvæmni og gæði þjónustu aukast. NOVA verkefnið veitti heilmikið af upplýsingum um öldrunarþjónustu á Akureyri og dýrmætan saman- burð við öldrunarþjónustu annars staðar sem vakið hafa ýmsar spurningar um hvort við erum á réttri leið. Verkefnið var í stuttu máli afar gagnlegt fyrir þróun öldrunarþjónustu á Akureyri og upplýsingar þaðan eru hluti af ástæðu þess að farið er af stað með ýmsar breytingar á þjónustunni. Í ljós kom að á Akureyri bjó mun stærri hluti aldraðra á stofnunum en í hinum sveitarfélögunum. Heimaþjónusta var hér mun minni og takmarkaðri en t.d. í danska og norska sveitarfélag- inu. Þröskuldurinn inn í þjónustuna hér var samt lægri en t.d. í sænska sveitarfélaginu. Kostnaður við öldrun- arþjónustu á hvern íbúa 80 ára og eldri var langhæstur í íslenska sveitarfélaginu, þ.e. Akureyri og skýrist það fyrst og fremst af því að stofnanaþjónusta er mjög dýrt úrræði samanborið við önnur. Rétt er að taka fram að Akureyrarbær er líklega ekki frábrugðin öðrum sveit- arfélögum á Íslandi að þessu leyti. Þessar niðurstöður komu mörgum á óvart, bæði Á starfssvæði Heilsugæslustöðvar- innar á Akureyri hefur undan- farið ár verið boðið upp á heilsu- eflandi heimsóknir til aldraðra og er þessi nýjung kynnt í eftirfar- andi grein. Inga Dagný Eydal, hjúkrunarfræðingur ingaeydal akureyri.is Kristín Sigursveinsdóttir, iðjuþjálfi kristin akureyri.is Heilsueflandi heimsóknir til aldraðra – tilraunaverkefni í heilsuvernd

x

Öldrun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Öldrun
https://timarit.is/publication/1137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.