Öldrun - 01.09.2001, Blaðsíða 38

Öldrun - 01.09.2001, Blaðsíða 38
38 ÖLDRUN – 19. ÁRG. 2. TBL. 2001 Aricept - Pfizer TÖFLUR; R. 0. Hver tafla inniheldur: Donepezilum INN, hýdróklóríð, 5 mg eða 10 mg, samsvarandi Donepez- ilum INN 4,56 mg eða 9,12 mg. Töflurnar innihalda hjálparefnið mjólkursykur (laktósu). Ábendingar: Lyfið er ætlað til einkennameðferðar á vægum eða meðalsvæsnum Alzheimerssjúkdómi. Skammtar og lyfjagjöf: Fullorðnir/aldraðir: Upp- hafsskammtur er 5 mg einu sinni á dag. Lyfið á að taka inn að kvöldi rétt fyrir svefn. Halda skal 5 mg skammti óbreyttum í a.m.k. einn mánuð til að unnt sé að meta fyrstu áhrif meðferðarinnar svo og til að ná stöðugri dónepezíl þéttni. Þegar klín- ískt mat hefur verið lagt á meðferð fyrsta mánuðinn með 5 mg á dag má auka skammt af dónepezíli í 10 mg einu sinni á dag. Hámarksskammtur sem mælt er með er 10 mg á dag. Þegar lyfjameðferð er hætt dregur smám saman úr þeim gagn- legu áhrifum sem dónepezíl hafði. Ekkert bendir til versnunar sjúkdómsins sé lyfjameðferð hætt skyndilega. Skert nýrna- og lifrarstarfsemi: Fylgja má sömu skammtaleiðbeiningum fyrir sjúklinga með skerta nýrnastarfsemi eða væga til meðal- skerta lifrarstarfsemi, þar eð þessir sjúkdómar hafa ekki áhrif á klerans dónepezíls. Börn: Lyfið er ekki ætlað börnum. Frábendingar: Lyfið á ekki að gefa sjúklingum með þekkt ofnæmi fyrir dónepezíli, píperidínafleiðum eða öðrum inni- haldsefnum lyfjaformsins. Þungun er frábending við notkun Aricept. Varnaðarorð og varúðarreglur: Meðferð skal ákveðin og með henni fylgst af lækni, sem hefur reynslu í greiningu og meðferð á Alzheimerssjúkdómi. Greining sjúk- dómsins skal gerð samkvæmt viðurkenndum leiðbeiningum (t.d. DSM IV, ICD 10). Meðferð með dónepezíli skal því aðeins hafin að einhver nákominn sjúklingi eða annar umönnunaraðili sé tilbúinn til þess að stjórna töku lyfsins nákvæm- lega. Meta skal hvort hætta á meðferðinni ef ekki sjást lengur merki þess að hún hafi klínísk áhrif. Ekki er hægt að sjá fyrir svörun hvers einstaklings við dónepezíli. Notkun dónepezíls hjá sjúklingum með Alzheimerssjúkdóma á háu stigi, andlega hnignun af öðrum toga eða skert minni (t.d. skilvitlega skerðingu fyrir aldurs sakir) hefur ekki verið rannsökuð. Svæfingar: Þar sem dónepezíl er kólínesterasahemill mun það að öllum líkindum auka vöðvaslakandi verkun súxametón- lyfja meðan á svæfingu stendur. Hjarta- og æðakerfi: Vegna lyfjafræðilegrar verkunar kólínesterasahemla geta þeir haft kól- ínvirk áhrif á hjartsláttartíðni (t.d. valdið hægum hjartslætti). Líkur á þessari verkun getur einkum skipt máli fyrir sjúk- linga með „sick-sinus“ heilkenni eða aðrar ofanslegils leiðnitruflanir í hjarta eins og t.d. SA leiðslurof eða gátta-slegla rof. Greint hefur verið frá tilvikum um yfirlið og krampaköst. Þegar rannsakaðir eru sjúklingar sem verða fyrir slíku er mælt með því að hugað sé að leiðnitruflun í hjarta (heart block) og löngum hléum (sinusal pauses). Meltingarfæri: Hjá sjúk- lingum, sem auknar líkur eru á að fái magasár, skal fylgjast með einkennum þar um, t.d. hjá þeim, sem hafa sögu um maga- sár eða sjúklingum, sem samtímis taka inn bólgueyðandi gigtarlyf. Þvagfæri: Kólínvirk efni geta valdið þvaglátatregðu enda þótt það hafi ekki komið fram í klínískum rannsóknum með dónepezíl. Taugakerfi: Krampaköst: Nokkrar líkur eru á að kólínvirk efni geti valdið krampaköstum (útbreiddum rykkjakrömpum). Hins vegar geta krampaköst einnig verið afleið- ing Alzheimerssjúkdómsins. Lungu: Vegna kólínvirkrar verkunar kólínesterasahemla skal gæta varúðar við notkun þeirra hjá sjúklingum með sögu um astma eða lungnateppu (obstructive pulmonary disease). Forðast skal notkun dónepezíls samtímis öðrum asetýlkólínesterasahemlum eða efnum sem örva eða hemla kólínvirka kerfið. Milliverkanir: Rannsóknir in vitro hafa sýnt, að cýtókróm P450 ísóenzýmin 3A4 og í minna mæli 2D6, hafa áhrif á umbrot dónepezíls. Rannsóknir á milliverkunum, sem gerðar hafa verið in vitro sýna, að ketókónazól, sem hamlar CYP3A4 og kínidín, sem hamlar CYP2D6, hindra umbrot dónepezíls. Þau geta því hindrað umbrot dónepezíls eins og aðrir CYP3A4 hamlar eins og t.d. ítrakónazól og erýtrómýsín og CYP2D6 hamlar eins og t.d. flúoxetín. Í rannsókn á heilbrigðum einstaklingum jókst þéttni dónepezíls um 30% að meðaltali þegar ketókónazól var gefið samtímis. Enzýmhvetjandi efni, eins og t.d. rífampisín, fenýtóín, karbam- azepín og etanól, geta lækkað blóðþéttni dónepezíls. Þar sem ekki er vitað hversu mikil hamlandi eða hvetjandi verkunin er, skal fara varlega í að nota blöndur þessara efna. Dónepezíl getur haft áhrif á verkun andkólínvirkra lyfja. Jafnframt eru samverkandi áhrif hugsanleg við samtímis meðhöndlun með efnum eins og t.d. súxametóni, öðrum vöðvaslakandi/-lam- andi efnum, kólínvirkum lyfjum eða beta-blokkum, sem hafa áhrif á leiðslu hjartans. Meðganga og brjóstagjöf: Notkun á meðgöngutíma: Aricept á ekki að nota. Notkun við brjóstagjöf: Ekki er vitað hvort dónepezíl skilst út í brjóstamjólk kvenna og engar rannsóknir hafa verið gerðar á konum með börn á brjósti. Konur sem nota Aricept eiga því ekki að hafa barn á brjósti. Aukaverkanir: Algengustu aukaverkanirnar (tíðni ≥ 5%) voru niðurgangur, sinadráttur, þreyta, ógleði, uppköst og svefntruflanir. Aðrar algengar aukaverkanir (tíðni ≥ 5%) voru höfuðverkur, verkir, óhöpp (slys), kvef, óþægindi í kviðarholi og svimi. Yfirlið, hægsláttur og örsjaldan hefur verið greint frá hnúts- og gáttaleiðslurofi (sinoatrial block), gátta-slegla rofi og krömpum. Einstöku tilvik eru skráð um skerta lifrarstarfsemi þ.m.t. lifrarbólgu. Ef skert lifrarstarfsemi af óþekktri orsök kemur fram þarf að íhuga að hætta notkun Aricept. Eftir að lyfið var sett á almennan markað hefur verið greint frá geðrænum truflunum hjá sjúklingum, þ.m.t. ofskynjunum, æsing og árásarhneigð, en þessi einkenni hafa horfið þegar skammtar hafa verið lækkaðir eða meðferð hætt. Einnig hefur verið skýrt frá lystarleysi, maga- og skeifugarnarsári og blæðingum frá meltingarvegi. Smávægileg aukning á blóðþéttni kreatínínkínasa frá vöðvum hefur sést. Ofskömmtun: Ofskömmtun kólínesterasa hemla getur leitt til kólínvirknikreppu, sem einkennist af svæsinni ógleði, uppköstum, aukinni munnvatnsmyndun, aukinni tilhneigingu til að svitna, hægum hjartslætti, lágþrýstingi, öndunarslævingu, losti og krömpum. Aukinn vöðvaslappleiki er hugsanlegur og nái hann til vöðva í öndunarfærum getur hann leitt til dauða. Eins og ávallt við ofskömmtun skal beita almennri einkennameðferð. Lyfhrif: Dónepezíl er sérhæfður og afturkræfur hemill á asetýlkólínesterasa, sem er ríkjandi kólínesterasi heilans. Dónepezíl hefur in vitro meira en 1000 sinnum meiri hömlun á þetta enzým en bútýrýlkólínesterasa, en það er enzým sem einkum finnst utan miðtaugakerfisins. Pakkningastærðir og verð (1. ágúst. 2001): Töflur 5 mg: 28 stk. (þynnupakkað), verð: 12.545 kr., 98 stk. (þynnupakkað), verð: 38.063 kr. Töflur 10 mg: 28 stk. (þynnupakkað), verð: 15.025 kr., 98 stk. (þynnupakkað), verð: 45.958 kr. Að ákveðnum skilyrðum uppfylltum og að fenginni umsókn frá sérfræðingum í geðlækningum, taugalækningum og öldrunarlækningum getur Tryggingastofnun ríkisins gefið út lyfjaskírteini sem veitir heimild til greiðsluþátttöku samkvæmt merk- ingunni E. Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í sérlyfjaskrártexta samþykktum af Lyfjanefnd ríkisins 1. febrúar 2000. Fullorðinsfræðsla í 62 ár DAG- OG KVÖLDNÁMSKEIÐ FRAMANDI TUNGUMÁL Hollenska, þýska, franska, ítalska, spænska, por túgalska, tékkneska, rússneska, og arabíska. VERKLEGAR GREINAR, SKÖPUN, FYRIRLESTRAR OG NÁMSHRINGIR Glerlist, prjónanámskeið, myndprjón, hekl, húsgagnaviðgerðir, olíumálun og skopmyndateikning. Ritlist – skapandi skrif, Feng Shui og föt, Hugrækt, Bragfræði og söngtextagerð, Vísnagerð SÉRTILBOÐ FYRIR ALDRAÐA Enska og tölvukennsla. INNRITUN Í MIÐBÆJARSKÓLA, FRÍKIRKJUVEGI 1 KL. 9-19 DAGANA 6.-19. SEPTEMBER 2001. Kennsla hefst 24. september. Upplýsingar í síma: 551 2992 Netfang: nfr@namsflokkar.is, Heimasíða: http://www.namsflokkar.is Kennt verður í Miðbæjarskóla, Mjódd, Þönglabakka 4 og Miðgarði Grafar vogi SVO LENGI LÆRIR SEM LIFIR SBA - NORÐURLEIÐ Hafnarstræti 82 • Akureyri HÓPFERÐIR ÁÆTLUN Akureyri: Sími: 462 3510 Fax: 462 7020 Reykjavík: Sími: 551 1145 Fax: 562 6550 Hópferðabílar frá 9 til 66 farþega. Sjónvarp, mynd-bandstæki, hallandi sæti og önnur þægindi. Akureyri - Reykjavík Akureyri - Mývatn Akureyri - Húsavík - Raufarhöfn - Þórshöfn Akureyri - Egilsstaðir Tölvupóstur: sba@sba.is www.sba.is

x

Öldrun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Öldrun
https://timarit.is/publication/1137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.