Öldrun - 01.09.2001, Blaðsíða 19

Öldrun - 01.09.2001, Blaðsíða 19
19ÖLDRUN – 19. ÁRG. 2. TBL. 2001 fyrirbæri heldur geti innsæið verið mismikið. Sumir sjúklingar virðast gera lítið úr erfiðleikum sínum á meðan aðrir virðast átta sig á skerðingunni sem er til staðar en gera sér ekki grein fyrir alvarleika sjúkdóms- ins. Aðrir virðast hreinlega ekki hafa áhyggjur af því (Neary et al., 1986). Þess utan eru einstaklingar sem virðast bregðast mun „eðlilegar“ við með kvíða og áhyggjum (Agnew og Morris, 1998). Þunglyndi er oft greint í Alzheimerssjúkdómi en meirihluti sjúklinga virðast þó lausir við depurð (Reed, et al., 1993). Það er ekki vitað hvað veldur þessum breytileika innan sjúklingahópsins, af hverju sumir taka sjúkdóm- inn nærri sér og aðrir ekki. Lítill skilningur er á sam- bandi þunglyndis og innsæis og hvort innsæi breytist á reglubundinn hátt eftir stigi sjúkdóms, er ekki vitað (Reed, et al., 1993). Þessi fjölbreytileiki gerir því rannsóknir flóknar og það verður erfiðara um vik að reyna að svara spurn- ingum um anatómisk tengsl. Auk þess verður erfiðara að álykta hvort anosognosia sé óháð öðrum sjúk- dómum eða hluti af sjúkdómsmyndinni. Anosognosia gæti einnig tengst alvarleika annarra samverkandi truflana í taugakerfi. Fyrri rannsóknir hafa hins vegar gefið til kynna að samband sé á milli innsæisleysis og skerðingar í framheila- og hægra gagnaugasvæði frekar en alvarleika vitrænnar skerðingar (Reed, et al., 1993). Sálfræðilegt varnarkerfi? Upphaflegar rannsóknir á innsæi leituðust við að finna líffræðilega skýringu á fyrirbærinu, en seinna fékk nálgun sálgreiningarinnar meiri athygli. Sumir reyndu að skýra anosognosia sem „varnarkerfi“ sem varnaði því að alzheimerssjúklingar yrðu þunglyndir (Bahro, et al., 1995). Sú hugmynd kom einnig fram að fólk sem orðið hefði fyrir miklu álagi kynni að bregð- ast við með afneitun. Ramachandran (1996) bendir hins vegar á að við lömun af völdum heilablóðfalls, komi ansogonosia oft- ast ekki fram nema hjá þeim sjúklingum sem fengið hafa áfall í hægra heilahveli. Það sé því ólíklegt að hægt sé að skýra anosognosia eingöngu frá sjónarmiði sál- greiningarinnar. Áhugi rannsóknamanna virðist nú aftur orðinn taugalíffræðilegri þar sem sumir eru þeirrar skoðunar að anosognosia sé af völdum staðbundins heilaskaða (Prigatano, 1991). Rannóknir beinast mest að hægra heilahveli í ljósi þess að anosognosia kemur oftast fram hjá þeim sjúklingum sem orðið hafa fyrir skerð- ingu/hömlun í vinstri hluta líkamans (Michon, et al., 1994). Taugasálfræðilegir þættir Minniserfiðleikar eru mest áberandi vitræna skerðingin í Alzheimerssjúkdómi. Minni fyrir atburð- um er oftast hamlað en skammtímaminni mælt með „digit span“ prófi, er oft óskert. Eftir því sem líður á sjúkdóminn koma oft fram aðrar hamlanir eins og mál- erfiðleikar (t.d erfiðleikar með að finna orð) og sjón- rænir erfiðleikar (t.d skert ratvísi) (Rossor, 1993). Seinna í sjúkdómnum getur svo einnig farið að bera á framheilaeinkennum. Rossor (1993), bendir einnig á að geðrænir þættir eins og þunglyndi kunni að grein- ast í 40% tilvika þar sem sjúkdómurinn er oftast á byrj- unarstigum. Aðrir geðrænir þættir eru m.a. ranghug- myndir, ofskynjanir og árásargirni. Ýmsar rannsóknir hafa kannað samband innsæis og taugasálfræðilegrar getu í AD (t.d. Ott, et al., 1996; Derouesne, et al., 1999) án þess að geta sýnt fram á slíkt samband (t.d. Starkstein, et al., 1995). En þrátt fyrir misleitan sjúklingahóp og skort á stöðluðum inn- sæisprófum hefur þó tekist í sumum rannsóknum að endurtaka niðurstöður sem benda til sambands á milli innsæis annars vegar og stjórnunar, umsjónar og sjón- rænnar úrvinnslu hins vegar (Ott, et al., 1996). Þessar niðurstöður eru því í samræmi við fyrri rannsóknir sem sýnt hafa fram á samband á milli skerts innsæis og hægra heilahvels (e.g. Mangone, et al., 1991; Reed, et al.,1993). Minnisskerðing Einn vandi við að rannsaka innsæisleysi hjá minn- issjúkum einstaklingum er að sjúklingar með minnis- erfiðleika kunna hreinlega að hafa gleymt minniserfið- leikunum! Með þetta í huga mætti því ef til vill ætla að neikvætt samband sé á milli innsæis og stigs minnis- skerðingar. Engu að síður telja Agnew og Morris (1998) að rannsóknir sem hafa sýnt fram á slíkt sam- band séu fáar og koma með þá tilgátu að innsæisleysi sé ekki afleiðing minnisskerðingar heldur hjálpi minn- isskerðingin frekar að viðhalda innsæisleysinu. Fjöl- margir rannsakendur styðja þessa kenningu (t.d. Auc- hus et al., 1994; Reed, et al., 1993; Starkstein, et al., 1993) en þessir rannsakendur hafa einnig sýnt fram á hlutverk framheilans í innsæisleysi (Agnew og Morris, 1998). Til dæmis gerðu Mangone og félagar (1991) blóðflæðirannsókn með SPECT og fundu að anosog- nosia tengdist bæði skertu blóðflæði í hægri bakhlið framheila og hárri tíðni af falsk-jákvæðum svörum í kennslaminnisprófi. Starkstein og félagar (1993), báru saman sjúklinga með og án anosognosia sem valdir voru m.t.t. staðsetn- ingar skemmdar. Sjúklingar með anosognosia komu marktækt verr út á prófum sem talin eru reyna á fram- heila en sjúklingar án anosognosiu. Gagnstætt þeirri almennu skoðun að vitræn hömlun eins og minnis- skerðing, gegni veigamiklu hlutverki í tilurð anosog- nosiu, fundu rannsakendur engan mun á útkomu minnisprófa í hópunum tveimur. Það var því ályktað að framheilaskerðing gæti átt ríkan þátt í innsæisleysi sjúklinga. Frekari vísbendingar gegn því að minnisskerðing ein útaf fyrir sig valdi innsæisleysi koma fram í rann- sóknum á minnissjúkum einstaklingum með skaða í gagnaugablaði, en þessir einstaklingar þjást ekki af

x

Öldrun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Öldrun
https://timarit.is/publication/1137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.