Öldrun - 01.09.2001, Blaðsíða 32

Öldrun - 01.09.2001, Blaðsíða 32
Bókasafn og upplýsingamiðstöð LSH Fagbókasafn í öldrunarfræðum 32 ÖLDRUN – 19. ÁRG. 2. TBL. 2001 Fljótandi handsápa var notuð þegar hreinsiefni fyrir gervitennur voru ófáanleg, en sá tími er liðinn og í dag þarf enginn að hreinsa munn og gervitennur með handsápu, eins og ráðlagt er á heimasíðu tannlækna- félagsins og tannheilsuvef tannverndarráðs. Í öllum helstu apótekum landsins fást góð hreinsi- efni fyrir munn og gervitennur, framleidd úr náttúru- legum efnum eins og aloe vera, tea tree, og fl. Þessi efni eru framleidd í samvinnu við tannheilsufagfólk í Danmörku sem tryggir hámarks árangur. Tea tree olían hefur verið rannsökuð og reynd af hópi vísinda- manna og lækna. Olían vinnur á allt að 13 mismunandi bakteríum, 27 sveppum, m.a. Candía Albertcans, Herpes o.fl. sem eru algengir kvillar í munni. Náttúrulegar olíur efnanna græða sár, drepa sveppi eru deyfandi, kælandi, sótthreinsandi og örva munn- vatnsrennsli. Í efnunum er einnig að finna B- og E- víta- mín sem styrkja blóðrennslið og flýta fyrir endurnýjun á slímhimnufrumunum. Þau berast með plastefni tann- gómsins til slímhúðar munnsins. Ef slímhúð munnsins er hrein og gervitönnunum haldið í stöðugu og jöfnu biti með eðlilegu eftirliti og endurnýjun er það ágæt forvörn til að koma í veg fyrir sjúkdóma í munnholi. Við hreinsun gervitanna skilur á milli tannburst- unnar og kemiskrar hreinsunnar. Hægt er að fá sér- staka tannbursta fyrir gervitennur og slímhúð munns- ins sem er nauðsynlegt fyrir daglega ummönnun munns og tanna. Notið alltaf sérstakt tannhreinsiefni sem ætlað er sérstaklega fyrir gervitennur. Notið aldrei venjulegt tannnkrem með slípimassa það skaðar gervitennurnar. Tannburstun Bakteríuskán og munnvatn mynda tannstein sem oft sest á þá fleti sem eru hrjúfir og rispaðir, og ekki nægjanlega vel hreinir. Hægt er að fá sérstakt hreinsi- efni (Tannsteinsfjerner) sem leysir upp tannstein og litarefni af gervitönnum. Tóbaksreykingar, kaffi, te, og ýmis matvara litar tennurnar. Vikuleg hreinsun á gervitönnum með tannsteinshreinsi er því nauðsynleg, þá nær tannsteinn og litarefni ekki að festast við gervi- tennurnar og þær haldast glansandi hreinar. Til að halda munninum heilbrigðum er nauðsyn- legt að bursta gervitennur og munnhol minnst tvisvar á dag með þar til gerðum hreinsiefnum (Proteserens). Ekki er næjanlegt að leggja gervitennur í bleyti í freyði- töflur. Það getur verið gott samhliða tannburstun, en kemur ekki í staðinn fyrir reglulega tannburstun sem þarf að framkvæma minnst tvisvar á dag. Sameining: Um síðustu áramót sameinuðust Sjúkrahús Reykjavíkur og Landspítali í eina stofnun, Landspítala-háskólasjúkrahús. Í framhaldi af því voru bókasöfn stofnunarinnar sameinuð 1. ágúst sl. undir heitinu Bókasafn og upplýsingamiðstöð LSH. Nýr forstöðumaður og sviðsstjóri Bókasafns og upplýsinga- sviðs er Sólveig Þorsteinsdóttir, bókasafns- og upplýsinga- fræðingur. Bókasafn og upplýsingamiðstöð LSH sinnir upplýsingaþjónustu á fjórum stöðum: í Fossvogi, á Geðdeild Hringbraut, Landspítala Hringbraut og á Landakoti. Aðal- safnið er á Landspítala Hringbraut, Eirbergi. Starfsemin á Landakoti sem snýr beint að notendum mun verða óbreytt fyrst um sinn. Þjónusta: Áfram verður lögð áhersla á að þjóna starfsfólki Öldrun- arsviðs LSH og öðrum, sem starfa að öldrunarmálum á land- inu. Fólk er velkomið í heimsókn til skrafs og ráðagerða við bókasafnsfræðing. Nýjungar: Þeir, sem starfa á LSH og hafa aðgang að heimasíðu stofnunarinnar, munu væntanlega á næstu mánuðum sjá örar breytingar á aðgangi að upplýsingum bókasafnanna. Nýr vefur er í smíðum fyrir Bókasafn og upplýsingamiðstöð LSH og verða sérstakar síður fyrir upplýsingaþjónustuna í Fossvogi, á Geðdeild Hringbraut, Landspítala Hringbraut og á Landakoti. Kappkostað verður að gera vefinn sem aðgengi- legastan fyrir notendur. Þar mun fólk t.d. sjá einn tímarita- lista og krækjur á rafræn tímarit og mun einn aðili sjá um að krækjurnar virki alltaf. Hægt verður að hafa samband við þann aðila, ef vandamál koma upp. Verkefnisstjórn um aðgang að gagnasöfnum hefur samið um landsaðgang að 31 gagnasafni. Þar er nú að finna rúmlega 6.300 altexta tímarit, alfræðisöfn, orðabækur o.fl. Slóð Verkefnisstjórnar er: www.hvar.is og hvetjum við fólk til að kynna sér hvað þar er í boði. Í vetur mun Bókasafn og upplýsingamiðstöð LSH vera með námskeið í notkun þess- ara gagnasafna og verða þau vandlega auglýst. Margrét Gunnarsdóttir, bókasafns- og upplýsingafræðingur, sem starfað hefur í Fossvogi, mun annast skipulagningu nám- skeiðanna. Eftir sem áður mun bókasafnið á Landakoti bjóða safnkennslu fyrir einn, tvo eða þrjá í senn. Gott er að hafa samband fyrirfram og panta tíma. Hervör Hólmjárn bókasafns- og upplýsingafræðingur heh@landspitali.is

x

Öldrun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Öldrun
https://timarit.is/publication/1137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.