Öldrun - 01.11.2004, Blaðsíða 7

Öldrun - 01.11.2004, Blaðsíða 7
landi. Gerð var yfirlýsing um fag- legt samstarf Sjúkrahúss Reykja- víkur (sem er nú Landspítali-há- skólasjúkrahús Landakoti) og Heil- brigðisstofnunarinnar á Seyðisfirði um uppbyggingu á fyrirhugaðri deild. Deildin var síðan formlega tekin í notkun 1. mars 1998. Fagleg ráðgjöf frá öldrunarsviði Land- spítala-háskóla- sjúkrahúss Þjónustusamningur var gerður við öldrunarsvið Sjúkrahúss Reykjavíkur um þjónustu við sér- deild fyrir heilabilaða, sem rekin yrði í Heilbrigðistofnuninni á Seyð- isfirði. Allar götur síðan hefur Jón Snæ- dal komið árlega, tekið út starfsem- ina á deildinni, ráðlagt um meðferð íbúa, verið með fræðslu og fleira. Við höfum fengið skriflega skýrslu eftir hverja heim- sókn, þar sem fram hafa komið ábendingar um úrbætur á því sem betur má fara og einnig bent okkur á það sem vel gengur, sem hefur stutt okkur og styrkt í því starfi sem við erum að vinna. Haustið 2003 var Berglind Magnúsdóttir sálfræðingur í för með Jóni til ráðgjafar og var hún með fræðslu til starfsfólks sem mæltist mjög vel fyrir. Það er von okkar að í framtíðinni munum við fá að njóta ráðgjafar og fræðslu frá fleiri fagaðilum á Landakoti, sem starfa að þessum málum. 7ÖLDRUN – 22. árg. 2. tbl. 2004 www.oldrun.net Undanfari opnunar heilabilunardeildar á Seyðisfirði Árið 1997 boðuðu stjórnvöld sparnað í heilbrigðis- kerfinu. Heilbrigðisstofnuninni á Seyðisfirði var gert að skera niður starfsemina og spara slíka upphæð, að ljóst var að þeim sparnaði yrði ekki náð nema með því að loka öðrum ganginum á sjúkradeildinni. Þegar dæmið var reiknað var þó greinilegt að þessi ráðstöfun myndi spara ótrúlega litla fjármuni. Þess vegna kom fram sú hugmynd að reyna að finna leiðir til að nýta þann starfs- kraft og húsnæði sem fyrir hendi var á annan hátt en verið hafði. Fljótlega kom þá upp sú hugmynd að setja þar upp lokaða sérdeild fyrir heilabilaða einstaklinga á Austurlandi, sem þyrftu sérstök úrræði og erfitt væri að vista á venjulegri sjúkradeild eða hjúkrunardeild. Ljóst var að þetta þyrfti að vinna faglega og leggja fram góð rök fyrir stofnun slíkrar deildar. Jón Snædal öldrunarlæknir var því fenginn til að gera úttekt til að meta aðstæður og þörf fyrir slíka deild. Í þessari grein- argerð kom meðal annars fram að vegna fjölgunar eldri borgara væri fyrirsjáanleg vaxandi þörf á úrræðum fyrir einstaklinga sem fá einkenni heilabilunar. Þörfin fyrir Austurland var metin 4-8 pláss, en að þeim myndi fjölga í 6-12 næstu 15 árin. Húsnæði og stærð einingar þóttu ákjósanleg út frá umönnunar- og meðferðarsjónar- miðum. Í kjölfarið var einnig gerð könnun meðal lækna á Austurlandi hvort þeir myndu nýta þessa deild. Við- brögð þeirra voru mjög jákvæð. Það varð því úr að þjón- ustusamningur var gerður við Heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytið um rekstur á allt að 8 rúma deild með sérþjónustu fyrir heilabilaða sjúklinga á Austur- Þorrablót eru vinsælasta skemmtunin á veturna. Íbúar eru hvattir til að gera herbergin sín heimilisleg.

x

Öldrun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Öldrun
https://timarit.is/publication/1137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.