Öldrun - 01.11.2004, Blaðsíða 5

Öldrun - 01.11.2004, Blaðsíða 5
5ÖLDRUN – 22. árg. 2. tbl. 2004 www.oldrun.net eru sónarskoðanir vegna meðgöngu í samvinnu við kvensjúkdómalækni, auk tilraunaverkefnis í fjarlækn- ingum í samvinnu við LSH: upplýsingatæknideild, barnadeild, skurðdeild og háls-, nef- og eyrnadeild. Þessi búnaður hefur einnig sannað notagildi sitt hvað varðar endurmenntun starfsmanna, sem geta nú m.a. fylgst með fyrirlestrum og sótt námskeið og fundi, sem annars hefði þurft að sækja annað. Lionsklúbburinn á Seyðisfirði hefur í gegnum tíðina styrkt stofnunina dyggilega með góðum gjöfum. Á síð- ustu árum gaf klúbburinn stofnuninni m.a. tæki til sjúkraþjálfunar, sjúkraþjálfunarbekk, öflugt nuddtæki, en slíkt tæki hefur ekki verið til hér áður og hljóðbylgju- tæki, sem leysir af hólmi gamalt tæki sem var nánast orðið safngripur. Nýjasta gjöfin er svo 24 tíma blóð- þrýstingsmælir sem Lionsklúbburinn mun afhenda HSA á haustdögum. Heilsugæslustöð Upptökusvæði Heilbrigðisstofnunarinnar á Seyðis- firði er vel afmarkað og er aðallega Seyðisfjörður, en vaktsvæði nær einnig til Loðmundarfjarðar og upp á Fjarðarheiði. Íbúafjöldi er um 800 manns. Á heilsugæslusviði er rekin læknisþjónusta með tveim læknum sem skipta með sér einni stöðu; hjúkrun- arþjónusta með einum hjúkrunarfræðingi/ljósmóður sem jafnframt er deildarstjóri; röntgen- og rannsóknar- þjónusta með hálfri stöðu meinatæknis; ritaraþjónusta með eina stöðu ritara og tannlæknaþjónusta, sem er einkarekin. Samstarfið á heilsugæslunni og á stofnun- inni allri er til fyrirmyndar og gott andrúmsloft á vinnu- staðnum. Læknisþjónusta sinnir almennum lækningum og heilsugæslu ásamt slysamóttöku, sónarskoðunum og vaktþjónustu. Læknastöður eru báðar mannaðar sér- fræðingum í heimilislækningum. Í samstarfi við Heil- brigðisstofnunina á Egilsstöðum er tekið á móti 5. árs læknanemum í starfsnám og er hver þeirra viku í senn. Hjúkrunarþjónusta sinnir almennri heilsuvernd, ung/smábarna- og mæðravernd, slysa- skóla- og heima- hjúkrun. Á undanförnum árum hefur sífellt meiri áhersla verið lögð á heimahjúkrun og samvinnu við félagsþjónustu Seyðisfjarðarkaupstaðar. Koma annarra sérfræðinga Sérfræðingar s.s. háls- nef- og eyrnalæknir, augn- læknir og barnalæknir koma reglulega til Seyðisfjarðar. Öldrunarlæknir kemur einu sinni á ári í tengslum við þjónustusamning við heilabilunardeildina, en sinnir einnig eftirliti með skjólstæðingum heilsugæslunnar ef þörf krefur. Iðjuþjálfi er starfandi hjá HSA og hefur aðsetur á Egilsstöðum. Iðjuþjálfi vinnur eftir beiðnum frá Seyðisfirði og hefur verið mikið leitað til hans vegna skjólstæðinga okkar og einnig til að fá faglegar ráðlegg- ingar í starfi deildanna. Sjúkradeild Sjúkrasvið skiptist í tvær deildir, alls 22 rúm. Almenn sjúkradeild, Suðurhlíð, með þremur rúmum fyrir bráðainnlagnir og ellefu rúmum fyrir öldrunar- hjúkrunarsjúklinga, alls 14 rúm. Hin deildin, Norður- hlíð, er átta rúma sérdeild fyrir minnisskerta sjúklinga. Boðið er upp á dagvistun við deildina fyrir 5 einstak- linga í senn. Einnig er boðið upp á matarsendingar í heimahús. Hvíldarinnlagnir á sjúkradeildina eru líka möguleiki, t.d. til endurhæfingar í samvinnu við sjúkra- þjálfara sem og í öðrum tilgangi. Lögð hefur verið áhersla á að auka samskipti og samvinnu við aðstandendur sjúklinga sjúkradeildar- innar. Notast er við sérstök upplýsingablöð um ævi og lífshlaup einstaklinga til að fá upplýsingar um íbúann sem geta skipt máli í hjúkruninni frá degi til dags. Starfsfólk á námskeiði hjá Nordic Lights.

x

Öldrun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Öldrun
https://timarit.is/publication/1137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.