Öldrun - 01.11.2004, Blaðsíða 32

Öldrun - 01.11.2004, Blaðsíða 32
32 www.oldrun.net ÖLDRUN – 22. árg. 2. tbl. 2004 Það var um árið 1980 sem Rauði krossinn ásamt fleiristyrktaraðilum opnuðu dagvist að Ármúla 34 í Reykjavík, Múlabæ. Þar var fyrirhugað að aldraðir, sem bjuggu einir í heimahúsum og væru í hættu með að ein- angrast, fengju aðstoð við böð, fót- og hársnyrtingu sem og félagslega upplyftingu og endurhæfingu ýmiss konar. Fyrirhugað var að fólk dveldi þar daglangt eða frá átta til fjögur tvo til þrjá daga vikunnar, þrjá til fjóra mánuði í senn eða eftir aðstæðum hvers og eins. Hvert pláss átti að nýtast sem flestum til afþreyingar. Fljótlega stóðu stjórnendur Múlabæjar frammi fyrir því að stór hópur minnissjúkra, sem dvaldi í skjóli maka eða nákominna ættingja í heimahúsum, knúði fast dyra og vildi vera með eða fá einhverja úrlausn sinna mála. Þessi hópur passaði engan veginn inn í þá starfsemi sem var í Múlabæ, en það var erfitt að neita þeim um aðstoð. Þessi hópur var utan við kerfið, gat ekki dvalið á venju- legum öldrunardeildum eða hjúkrunarheimilum vegna þeirrar sérstöðu sem minnissjúkdómar setja fólk í. Það var þá sem Guðjón Brjánsson framkvæmda- stjóri Múlabæjar ásamt fagfólki frá dagspítala Landspít- alans að Hátúni 10 í Reykjavík, boðaði alla aðstand- endur heimabúandi minnissjúkra sem þau náðu til á þriggja kvölda námskeið. Hópurinn sem þarna hittist ákvað að mynda þrýstihóp sem færi á fund ráðamanna í þjóðfélaginu og fengi þá til að gera eitthvað fyrir þennan þögla, gleymda hóp. Hópurinn stofnaði formlegt félag í mars 1985. Eitt- hvað vafðist nafnið fyrir félagsmönnum. Hópurinn sam- anstóð af áhugafólki og aðstandendum, enginn mátti verða útundan og því heitir félagið Félag áhugafólks og aðstandenda Alzheimerssjúklinga og annarra skyldra sjúkdóma. Nafnið er bæði langt og óþjált svo að í daglegu tali gengur það undir skammstöfunni FAAS eða Faas. Gerður Pálmadóttir í Flónni var fyrsti formaður félagsins enda hafði hún verið driffjöðrin í hópnum og sjálfkjörin til forystu fyrir starfshópinn. Ári síðar eða í mars 1986, var svo Hlíðabær fyrsta dagvistin fyrir minn- issjúka opnuð meðal annars vegna öflugs atbeina félags- ins. Hlutverk og markmið félagsins er: • að gæta hagsmuna umbjóðenda sinna þ.e. fólks með minnissjúkdóma og aðstandenda þeirra. • að efla samvinnu og samheldni aðstandenda meðal annars með fræðslufundum, útgáfustarfsemi og fleiru. • að auka skilning stjórnvalda og almennings á þeim vanda sem sjúklingar og aðstandendur þeirra eiga við að glíma. • að Alzheimers-sjúklingar og aðrir minnissjúkir fái þá hjúkrun og félagslegu þjónustu sem nauðsynleg er og á að vera fyrir hendi í nútíma þjóðfélagi. Frá upphafi hefur félagið verið með opna fræðslu- fundi yfir vetrarmánuðina. Í fyrstu fjórum til fimm sinnum á vetri, en nú seinni árin sjö sinnum á vetri frá miðjum september, en sá síðasti er í maí og er jafnframt aðalfundur. Þessir fundir eru öllum opnir. Í tengslum við hvern fund gefur félagið út fréttabréf sem sent er til félagsmanna þar sem m.a. er auglýst fundarefni hvers fundar. Mikill skortur hefur verið á upplýsingaritum og bókum sem að gagni koma fyrir aðstandendur og aðra þá sem að hjúkrun og umönnun minnissjúkra koma. Úr þessu hefur félagið reynt að bæta, bæði eitt sér og í samstarfi við aðra. Má þar nefna bækurnar: Þegar á reynir, Umönnun fólks sem þjáist af heilabilun, Karen í viðjum Alzheimers, og Hvers vegna svararðu ekki afi? Félagið selur allar þessar bækur á vægu verði. Einnig fást hjá FAAS bæklingar án endurgjalds. Félagið býður upp á símaþjónustu, heimaþjónustu og þátttöku í stuðningshópum. Nú eru félagsmenn rösklega fimm hundruð, flestir af höfuðborgarsvæðinu en þó nokkrir vítt og breitt af landinu, en félagið er landssamtök. Reyndar eru ekki færri hringingar utan af landi en úr þéttbýlinu, því þar sem fólk er eitt þarf það virkilega á stuðningi að halda og aðgangur að upp- lýsingum er því miður víða afar bágborinn. Í október 1997 var félaginu gefið tveggja hæða einbýlishús að Austurbrún 31 í Reykjavík. Gefandinn var Pétur Símonarson ættaður frá Vatnskoti í Þingvalla- sveit. Kona hans, Fríða Ólafsdóttir ljósmyndari, hafði þjáðst af Alzheimers-sjúkdómi og Pétur annaðist hana á heimili þeirra síðustu ár ævi hennar. Hann vissi því vel hvar skórinn kreppti að. Pétur gaf húsið í minningu um Fríðu konu sína. Því skýrðum við húsið Fríðuhús. Það FAAS Félag áhugafólks og aðstandenda Alzheimers- sjúklinga og annarra skyldra sjúkdóma María Th. Jónsdóttir, formaður FAAS

x

Öldrun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Öldrun
https://timarit.is/publication/1137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.