Öldrun - 01.11.2004, Blaðsíða 39

Öldrun - 01.11.2004, Blaðsíða 39
39ÖLDRUN – 22. árg. 2. tbl. 2004 www.oldrun.net Dagana 23.–26. maí 2004 var 17. Norræna öldrunar-fræðaráðstefnan haldin í Stokkhólmi. Þar var fjallað um þær áskoranir sem norrænar þjóðir standa frammi fyrir á nýrri öld með breyttri aldurssamsetningu þjóð- anna, sérstaklega auknum fjölda aldraðra og þá mögu- leika sem þessi breyting felur í sér. Efni ráðstefnunnar spannaði vítt svið eins og líklegt er á þverfaglegri ráðstefnu; allt frá lífeðlisfræði til menn- ingarfélagsfræði og allt þar á milli, en aðaláherslan var að vonum á lækningar, hjúkrun, félagsfræði og sálfræði. Þátttakendur á ráðstefnunni voru u.þ.b. 700. Íslend- ingar fjölmenntu og lögðu sitt af mörkum, en tæplega 40 Íslendingar sóttu ráðstefnuna og a.m.k. 14 þeirra voru með kynningu. Alls voru um 400 kynningar á ráðstefn- unni. Þær voru í ýmsum myndum m.a. í formi hátíðarfyr- irlestra á sal, málstofa sem keyrðar voru samhliða 9 í senn alla dagana, að ógleymdum veggspjaldakynning- unum, en þær höfðu meira vægi en á fyrri ráðstefnum. Vísindadagskráin var opnuð með tveimur fyrir- lestrum fyrsta daginn. Þann fyrri hélt Gunnhild Hag- estad, prófessor í félagsfræði við Agder University Coll- ege í Noregi og þann síðari Yngve Gustafsson öldrunar- læknir, prófessor frá Háskólanum í Umeå. Gunnhild fjallaði í erindi sínu um hættuna sem sam- félaginu stafar af aðskilnaði aldurshópa í samfélaginu. Hún lagði áherslu á að breyta þurfi opinberri stefnu- mótun í málefnum aldraðra og gera verði þá kröfu til nútíma stefnumótunar, að hún vinni gegn aðskilnaði ald- urshópa og aldursfordómum. En aðskilnaður aldurs- hópa leiðir af sér „stereotypiskar“ hugmyndir um hinn aldraða, sem svo verði til þess að stefnumótun verði ein- hæf. Færði hún rök fyrir því að aldursaðskilnaður vinni gegn félagslegri samstöðu með því að hindra samskipti milli barna, unglinga, fullorðinna og aldraðra og að hann ali einnig á fordómum, sem sé bæði hættulegt samheldni í samfélaginu og heilsu okkar. Ingve fjallaði um mikilvægi þverfaglegrar teymis- vinnu við innlögn aldraðs einstaklings á sjúkrastofnun og var þá sérstaklega að beina sjónum að öldrunarmat- inu. Hann lagði ríka áherslu á að öldrunarmat megi aldrei framkvæma af einum aðila, hvort sem það er hjúkrunarfræðingur, læknir, iðjuþjálfi eða félagsráðgjafi, svo dæmi séu nefnd. Hann vitnaði í rannsóknarniður- stöður sínar sem sýna fram á fjárhagslega hagkvæmni af starfi öldrunarteymis, en umönnun og endurhæfing, sem byggir á þverfaglegu öldrunarmati, minnkar bæði þörf á endurteknum stofnanainnlögnum og dánarlíkur ef því er að skipta. Einnig lagði hann ríka áherslu á það sem mestu máli skiptir og það er að lífsgæði fólks aukast. Aukin lífsgæði fáist m.a. með endurhæfandi aðgerðum, sem gripið er til á grundvelli öldrunarmatsins. Galdur- inn felst að mati hans í þverfaglegu eðli öldrunarmatsins sem tekur til allra þátta lífsins, þegar vel tekst til, en ekki bara afmarkaðra þátta eins og líkamlegrar færni þar sem félagslegum þáttum s.s. fjölskyldu og vinum, félags- legum stuðningi og andlegri líðan er ekki gefinn gaumur. A. Norberg frá hjúkrunarfræðiskor Háskólans í Umeå flutti opnunarfyrirlestur á öðrum degi. Hún fjall- aði um breytta sýn á heilabilun (dementiu) þar sem ein- staklingurinn sjálfur er viðfangið og ekki er stuðst við sýn og skoðanir annarra, hvorki sérfræðinga né ætt- ingja, á líðan einstaklingsins. Hún telur að við höfum á vissan hátt sett samasemmerki á milli heilabilunar og heilaleysis. Hún tók rökræðuna áfram og sagði að oft megi sjá þess merki að sett sé samasemmerki á milli heilabilunar og sálarleysis, sem liti svo viðmót og umgengni okkar við hinn heilabilaða. Í anda nýrrar sýnar er nýjum aðferðum beitt til að tengjast einstak- lingnum og vísbendingar um líðan fengnar með því að túlka hegðun, hreyfingar og tal. Einnig er lærdómur dreginn af lífshlaupi einstaklingsins. Hún setur fram þá tilgátu að e.t.v. sé þessi breytta sýn eitt einkenni breyttra samfélagsgilda þar sem samskipti milli einstaklinga, samvinna og félagsleg tengsl hafi fengið veglegri sess en áður. Hér hefur verið tæpt á megininntaki þriggja hátíðar- fyrirlestra, sem allir gáfu innsýn í heim öldrunarfræð- 17. Norræna öldrunarfræðaráðstefnan í Stokkhólmi Sigríður Jónsdóttir, formaður Öldrunarfræðafélags Íslands

x

Öldrun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Öldrun
https://timarit.is/publication/1137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.