Öldrun - 01.11.2004, Blaðsíða 31

Öldrun - 01.11.2004, Blaðsíða 31
31ÖLDRUN – 22. árg. 2. tbl. 2004 www.oldrun.net Ilmkjarnaolíur En hvað skyldi svo ilmkjarnaolía vera? Einfaldasta svarið er e.t.v. fituuppleysanlegur jurtavökvi. Það er auðvitað mismunandi hvað fólki finnst vera góð lykt; orðið ilmur hefur jú jákvæða merkingu. Einhverjum finnst hrein og klár ólykt af sumum olíunum og oft er ég sammála. Reyndar ber að hafa það í huga, að ilmur og gæði olíunnar fara eftir aðstæðum þar sem jurtin vex, svo sem veðurfari, landslagi, jarðvegi og hæð yfir sjáv- armáli. Margur kann að spyrja af hverju sé talað um olíu þegar jurtavökvinn er ekki feitur eins og olía. Ég get einungis svarað því að hér er leiðinlegur misskilningur á ferð og verður hann tæplega hrakinn til föðurhúsanna héðan af. Á ensku er talað um „essential oils“ og á Norð- urlöndunum „eterisk olje“. Hins vegar er ilmkjarnaol- íunni yfirleitt blandað í feitar olíur fyrir notkun og alltaf þegar um nudd er að ræða. Algengast er að nota þrúg- ukjarnaolíu. Margir hafa velt því fyrir sér hvar í plöntunni ilm- kjarnaolían sé. Hún er í allri plöntunni, en efnasamsetn- ing mismunandi eftir því hvort um er að ræða krónu- blöð, stilk, fræ, blöð, ber, börk, barrnálar eða rót. Tvær vinnsluaðferðir eru viðurkenndar í dag. Í fyrsta lagi gufueiming og í öðru lagi pressun. Við eim- ingu og pressun rofna þeir kirtlar sem innihalda olíuna og hún skilst frá, tilbúin til notkunar. Mjög mismunandi er hve mikla olíu hver jurt inniheldur. • 100 kíló af eucalyptus gefa u.þ.b. 10 lítra af ilm- kjarnaolíu • 100 kíló af lavender gefa u.þ.b. 3 lítra af ilmkjarnaolíu • 100 kíló af krónublöðum rósa gefa tæpa 2 millilítra af ilmkjarnaolíu. Ilmkjarnaolíur eru flestar frekar dýrar, mismunandi þó og skýrist það af því að vinnsluaðferðirnar eru kostn- aðarsamar og hve mikla olíu hver jurt inniheldur eins og sjá má hér að framan. Meðferðarform Í aromaþerapy er algengasta meðferðarformið nudd og virðist henta flestum. Nuddið er þægilegt, róandi og veitir góða slökun. En sú aðferð hentar þó ekki öllum, ræður þar líkamlegt og andlegt ástand hvers og eins. Önnur meðferð getur falist í samtali og ráðleggingum um heimameðferð. Bornar eru á líkamann eða líkams- svæði ilmkjarnaolíur og/eða krem, unnið er með svæði undir iljum og kenndar aðferðir til betri heilsu. Þetta getur átt við um t.d. líkamsbeitingu, mataræði og ábendingar um svefn og svefnvenjur. Böð og fótaböð með ilmkjarnaolíum henta einnig mörgum. Aldraðir og aromaþerapy Nú kunna einhverjir að spyrja hvort aromaþerapy sé nokkuð fyrir aldraða. Ilmkjarnaolíur eru mjög virk efni sem ber að umgangast með varúð og virðingu. Sýnt hefur verið fram á virkni þeirra af virtum erlendum vís- indamönnum og stofnunum. Víða í hinum vestræna heimi t.d. Englandi er aroma- þerapy stunduð með góðum árangri jafnt á einkaheim- ilum sem og á stofnunum fyrir aldraða. Þess eru dæmi að aromaþerapy hafi í raun reynst sú aðferð sem skilað hefur bestum varanlegum árangri. Þekktust eru dæmi um legusár þar sem aromaþerapy var besta úrræðið. Því miður er þó ekki á ferðinni einhver kraftaverka- lækning, en meðferðin eykur alltaf lífsgæði þess sem hana þiggur auk þess sem reynslan hefur sýnt að góðs árangurs má vænta þegar læknar, hjúkrunarfólk og aðrir meðferðaraðilar vinna saman. Aromaþerapy er alltaf sérsniðin að þörfum hvers og eins. Aldraðir þurfa næði, tíma og sveigjanleika, t.d. er nuddbekkur ekki nauðsynlegur en það reynist mörgum erfitt að liggja lengi á nuddbekk þótt hraustir séu. Aromaþerapy-með- ferð er án hjáverkana, veitir góða hvíld og slökun, sem kemur sér oft vel ef um er að ræða sjúkdóma sem t.a.m. herja á stoðkerfi og húð. Sömuleiðis gagnast ilmkjarna- olíur vel þar sem kvíði og/eða svefnröskun er til staðar. Viðkomandi er venjulega einn með meðferðaraðila og veitir það ákveðna nærveru og öryggi. Fyrir hundruðum og þúsundum ára voru konungar meðhöndlaðir með ilmkjarnaolíum. Í dag eru þær aðgengilegar öllum og henta öldruðum sérstaklega vel. Sjúklingum á sjúkradeildum L-1 og L-4, deildum fyrir minnissjúka, á Landakoti hefur nú um nokkurt skeið verið boðið upp á aromaþerapy með góðum árangri sem hefur m.a. sýnt sig með bættum svefni, minni kvíða og slökun. Já, AROMAÞERAPY er fyrir aldraða því þeir eiga aðeins skilið það besta. Heimildir: Fosstvedt, G. (1998). Naturens Duftende Apotek. Oslo: Gröndahl og Dreyers Forlag Price, S. (1999). Practical Aromatherapy. London: Thorsons. Þorsteinn Guðmundsson. Aromatherapy.is Ítarefni: http://www.aromacaring.co.uk http://www.stopgettingsick.com http://www.alzheimers.org.uk http://www.blackwell-synergi.com

x

Öldrun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Öldrun
https://timarit.is/publication/1137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.