Öldrun - 01.11.2004, Blaðsíða 21

Öldrun - 01.11.2004, Blaðsíða 21
21ÖLDRUN – 22. árg. 2. tbl. 2004 www.oldrun.net á vefsíðu Landlæknisembættisins um dánarorsakir landsmanna á aldrinum 80-89 ára árið 1998 (4). Upplýsinga um dánarmein heimilismanna var aflað frá Hagstofu Íslands og náðu þær frá árinu 1996 til loka árs 2002. Niðurstöður Rannsóknin náði til allra heimilismanna, sem létust á þessu 7 ára tímabili. Alls létust 177 heimilismenn, 52 karlar og 125 konur. Meðalaldur beggja kynja við andlát var rúm 87 ár. Í samanburðarhópnum á aldrinum 80-89 ára voru samtals 600 karlar og konur. Í töflu 2 er borin saman hlutfallsleg tíðni aðalflokka dánarmeina fyrir Íslendinga á aldrinum 80-89 ára, sem létust árið 1998, við heimilismenn á hjúkrunarheimil- inu. Í ljós kemur að dánartíðni heimilismanna er hærri í flokkum F00-F99, G00-G99 og e.t.v. J00-J99 en hlutfalls- lega lægri í flokki C00-D48. Með öðrum orðum eru það einkum sjúkdómar í geð-, tauga- og í öndunarkerfum sem voru mun algengari en hins vegar fannst mun lægri tíðni af krabbameinum meðal heimilismanna á hjúkrunarheimilinu. Hlutfallstíðni algengustu dánarmeina heimilis- manna borið saman við aldraða Íslendinga er sýnd á töflu 3. Heimilismenn virðast hafa helmingi lægri tíðni á bráðu hjartadrepi en aðrir landar á svipuðum aldri. Hins vegar kemst jafnræði á tölur þegar talin eru saman algengustu blóðrásarsjúkdómarnir: brátt hjartadrep, kransæðakölkun, hjarnafleygdrep og slag. Heimilis- menn hafa hærri tölur fyrir heilabilunarsjúkdóma, Park- insons-veiki, helftarlömun og lungnabólgu. Algengustu dánarmeinin ná aðeins til 74,2% heimilismanna og til 54,2% aldraðra Íslendinga í samanburðarhópnum. Þetta þýðir að dreifing sjúkdómsgreininganna er mun meiri meðal hinna síðarnefndu. Á töflu 4 eru sýndar allar dánarorsakir heimilis- manna á hjúkrunarheimilinu. Alls eru þetta um 48 sjúk- dómsgreiningar en í samanburðarhópnum teljast þær yfir 80. Af þessum 48 dánarorsökum heimilismanna koma 28 fyrir aðeins einu sinni. Af 21 flokki í töflu 1, rað- ast dánarmein heimilismanna í 10 en í 13 flokka hjá samanburðarhópnum. Heilabilunarsjúkdómar koma fyrir í þremur ICD-kóðunarflokkum og eru samanlagt 22% af dánarmeinum heimilismanna. Umræður Það þarf ekki að koma á óvart að rannsóknin á dán- armeinum heimilismanna á hjúkrunarheimilum sýni lága tíðni krabbameina. Skýringin kann að vera sú að krabbamein leiði sjaldan til svo langvinnrar færniskerð- ingar að til vistunar á hjúkrunarheimili þurfi að koma. Auk þess eru biðlistar langir og aðgengi takmarkað að reykvískum hjúkrunarheimilum. Það kemur líka í ljós að sjúkdómar, sem flokkast undir geð- og atferlisrask- anir og sjúkdómar í taugakerfi eru mun algengari en í samanburðarhópnum, sem býr að mestu leyti utan hjúkrunarheimila. Það kemur hins vegar á óvart að heilabilunarsjúkdómar skuli ekki vera algengari meðal dánarmeina heimilismanna. Tíðni heilabilunar í rannsóknarhópnum var við komu á hjúkrunarheimilið um 46% (1). Hér er trúlega um vanmat að ræða þar sem sjúkdómagreiningar við komu á heimilið voru mestmegnis fengnar úr fyrirliggj- andi læknaskýrslum, sem gátu verið hvaðanæva að komnar. Rannsókn á Vistunarmati aldraðra í Reykjavík árið 1992 sýndi að 78,5% metinna einstaklinga í þörf fyrir hjúkrunarrými reyndist vera með heilabilun á ein- hverju stigi (5). Í opinberri skýrslu um heilsufar og hjúkrunarþörf íbúa á öldrunarstofnunum árið 1994 kom fram að einungis 15% vistmanna í hjúkrunarrými töld- ust vera sjálfstæðir hvað varðar vitræna getu til athafna daglegs lífs (6). Í dánarnótum í dagálum heimilismanna var heila- bilun næstalgengasta sjúkdómsgreiningin á eftir lungnabólgu (1). Tíðni heilabilunar telst mjög há á íslenskum hjúkrunarheimilum og þó hún sé skrásett í dagálum, þá ratar hún ekki alltaf á dánarvottorðin. Og þótt greiningin skili sér á dánarvottorðið, þá kann hennar ekki að vera getið sem megindánarorsakar eða dánarmeins. Geta má rannsóknar á dánarvottorðum frá úrtaki Íslendinga utan stofnana sem sýndi að heilabilun- arsjúkdómar voru ritaðir á dánarvottorðin í um 30% til- Kóðar og sjúkdómaflokkar ICD 10 Kóði Sjúkdómaflokkur A00-B99 Tilteknir smit- og sníklasjúkdómar C00-D48 Æxli D50-D89 Sjúkdómar í blóði og blóðmyndunarfærum og tilteknar raskanir sem ná til ónæmiskerfisins E00-E90 Innkirtla-, næringar- og efnaskiptasjúkdómar F00-F99 Geð- og atferlisraskanir G00-G99 Sjúkdómar í taugakerfi H00-H59 Sjúkdómar í auga og aukalíffærum H60-95 Sjúkdómar í eyra og stikli I00-I99 Sjúkdómar í blóðrásarkerfi J00-J99 Sjúkdómar í öndunarfærum K00-K93 Sjúkdómar í meltingarfærum L00-L99 Sjúkdómar í húð og húðbeð M00-M99 Sjúkdómar í vöðva- og beinakerfi og í bandvef N00-N99 Sjúkdómar í þvag- og kynfærum O00-O99 Ungun, barnsburður og sængurlega P00-P96 Tilteknir kvillar með upptök á burðarmálsskeiði Q00-Q99 Meðfæddar vanskapanir, aflaganir og litningafrávik R00-R99 Einkenni, teikn og afbrigðilegar klíniskar og rannsóknarniðurstöður, ekki flokkað annars staðar S00-T98 Áverki, eitrun og aðrar tilteknar afleiðingar ytri orsaka Z00-Z99 Þættir sem hafa áhrif á heilbrigðisástand og samskipti við heilbrigðisþjónustu V01-Y98 Ytri orsakir sjúkleika og dánarmeina Tafla 1 Kóðar og sjúkdómaflokkar ICD-10

x

Öldrun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Öldrun
https://timarit.is/publication/1137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.