Öldrun - 01.11.2004, Blaðsíða 13

Öldrun - 01.11.2004, Blaðsíða 13
13ÖLDRUN – 22. árg. 2. tbl. 2004 www.oldrun.net Munur á sjálfsbjargargetu í almennum athöfnum daglegs lífs eftir landsvæðum, kyni, sambúðarformi og búsetuformi hjá langlífum er búa á eigin heimilum Kannað var hvort munur væri á milli land- svæða, kynja og sambúðarforma á sjálfsbjarg- argetu við almennar athafnir daglegs lífs. Með- alskerðing eftir landsvæðum, kyni og sambúð- arformi er sýnt í töflu 2. Ekki kom fram munur á sjálfsbjargargetu við almennar athafnir dag- legs lífs á milli landshluta, að teknu tilliti til kyns og sambúðarforms. Konur höfðu meiri meðalskerðingu, að teknu tilliti til landshluta (F(1, 4) = 4,2, p < .05). Einnig voru þeir sem bjuggu einir að jafnaði marktækt minna skertir en þeir sem bjuggu með öðrum en maka að teknu tilliti til landshluta og kyns (F (2, 4) = 34,87 p < .0001)(sjá mynd 3). Kannað var hvort munur væri eftir lands- hlutum, kyni og búsetuformi á færni við almennar athafnir daglegs lífs. Meðalskerðing eftir landshlutum, kyni og búsetuformi er sýnt í töflu 3. Einungis kom fram marktækur munur á milli búsetuforma þ.e. þeir sem bjuggu í þjón- ustuíbúðum sveitarfélaga voru marktækt skertari en þeir sem bjuggu í íbúðum aldraðra, að teknu tilliti til landshluta og kyns (F (2, 4) = 3,37 p < .05) (mynd 4). Stuðningur sem langlífir einstaklingar sem búa á eigin heimilum fá frá óform- legum og formlegum stuðningsaðilum Skoðaður var stuðningur sem langlífir ein- staklingar sem búa á eigin heimilum fá frá óformlegum og formlegum stuðningsaðilum. Flestir þátttakendur fengu stuðning frá aðstandendum eða 73,8% (tafla 4). Hlutfallslega fleiri fengu aðstoð frá félagslegri heimilishjálp (64,9%) en heimahjúkrun (40,8%) (tafla 4). Þjónusta, s.s. iðjuþjálfun og félagsráðgjöf, var ekki til staðar. Stuðning, annað hvort frá óformlegum eða formlegum stuðningsaðilum, fengu einungis 19,1%. Flestir eða 73,8% fengu blandaða þjónustu frá bæði óformlegum og formlegum stuðningsaðilum. Flestar klukkustundir að meðaltali voru veittar frá aðstandendum eða 15,2 klukku- stundir á viku (tafla 4). Um 65% af heildar- klukkustundum voru frá óformlegum aðilum. Næst mestur stuðningur kom frá félagsþjón- ustu eða 1,9 klukkustundir á viku (tafla 4). Heimahjúkrun veitti heldur minni þjónustu eða 0,5 klukkustundir á viku (tafla 4). Meðal- stuðningur frá dagvist var 1,0 klukkustund og því er um tiltölulega margar klukkustundir að ræða við hvern einstakling því fáir njóta þess- arar þjónustu. daglegs lífs, skipt eftir landshlutum, kyni og sambúðarformi (N=539). Kyn Sambúðarform Meðalskerðing n Staðalfrávik Miðgildi Karlar Einn 4,5 56 4,4 3,0 Með öðrum en maka 9,6 14 5,9 11,0 Með maka 8,7 56 6,6 8,0 Alls 6,9 126 6,0 5,5 Konur Einn 7,6 123 4,7 8,0 Með öðrum en maka 10,3 70 6,0 10,0 Með maka 9,8 14 3,9 10,5 H öf uð bo rg ar sv æ ði Alls 8,7 207 5,2 9,0 Karlar Einn 4,4 28 3,6 4,0 Með öðrum en maka 11,5 23 5,7 13,0 Með maka 9,6 36 7,0 9,5 Alls 8,4 87 6,4 8,0 Konur Einn 6,4 60 4,6 5,5 Með öðrum en maka 10,4 48 4,8 10,0 Með maka 10,9 11 5,7 9,0 L an ds by gg ð Alls 8,4 119 5,2 8,0 Alls 8,2 539 5,6 8,0 Tafla 2 Meðalskerðing (0-21), staðalfrávik, miðgildi á almennum athöfnum daglegs lífs, skipt eftir landshlutum, kyni og sambúð- arformi (N=539). Kyn Búsetuform Meðalskerðing n Staðalfrávik Miðgildi Karlar Almennt húsnæði 6,5 75 6,1 4,0 Íbúðir aldraðra 7,0 37 5,7 6,0 Þjónustuíbúðir sveitarfélaga 9,1 14 6,3 6,5 Alls 6,9 126 6,0 5,5 Konur Almennt húsnæði 8,7 131 5,3 9,0 Íbúðir aldraðra 7,6 37 4,3 9,0 Þjónustuíbúðir sveitarfélaga 9,6 39 5,9 9,0 H öf uð bo rg ar sv æ ði Alls 8,7 207 5,2 9,0 Karlar Almennt húsnæði 8,4 66 6,5 8,0 Íbúðir aldraðra 5,7 10 3,8 5,0 Þjónustuíbúðir sveitarfélaga 10,6 11 6,7 10,0 Alls 8,4 87 6,4 8,0 Konur Almennt húsnæði 8,2 89 5,2 7,0 Íbúðir aldraðra 8,6 9 5,5 8,0 Þjónustuíbúðir sveitarfélaga 9,1 21 5,1 8,0 L an ds by gg ð Alls 8,4 119 5,2 8,0 Alls 8,2 539 5,6 8,0 Tafla 3 Meðalskerðing (0-21), staðalfrávik, miðgildi á skerðingu á almennum athöfnum daglegs lífs, skipt eftir landshlutum, kyni og búsetuformi.

x

Öldrun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Öldrun
https://timarit.is/publication/1137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.